Fréttablaðið - 16.05.2013, Blaðsíða 62
16. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42
Nýstárlegur bókmenntaviðburður verður haldinn á
Dollý á föstudagskvöldið. Þar er um að ræða Literary
Death Match, eða Hanaslag á bókmenntasviðinu eins
og það útleggst á íslensku, sem er alþjóðleg lestrar-
röð sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna, nánar
tiltekið í hugskot Adrians Todd Zuniga, sem stóð
fyrir fyrsta slagnum árið 2006. „Hugmyndin er að
brjóta upp hefðbundið upplestrarform og gera það
skemmtilegra, til dæmis með því að sækja í umgjörð
þátta á borð við Idol, án þess þó að fórna listrænu
gildi,“ að sögn Atla Bollasonar, eins skipuleggjanda
keppninnar hérlendis. „Þetta er þó gjörólíkt Idol að
því leyti að þátttakendur eru alltaf viðurkennd skáld
og skemmtanagildið er meira metið en það að sigra.“
Hanaslagurinn fer þannig fram að fjórir rithöf-
undar fá sjö mínútur til að flytja spennandi texta
frammi fyrir áhorfendum og þremur sérvöldum
dómurum. Einn dómarinn tekur sérstaklega fyrir
bókmenntalegt gildi, annar rýnir í flutninginn sem
slíkan og sá þriðji dæmir „hið ónefnanlega“ þ.e.a.s.
heildarupplifunina; hughrifin sem verða til á milli
línanna. Dómararnir velja síðan í sameiningu tvo les-
ara sem komast áfram í lokaumferðina þar sem þeir
heyja baráttu upp á líf og dauða um LDM-krúnuna.
Þátttakendur verða
Andri Snær Magna-
son, Auður Jóns-
dóttir, Kári
Tulinius
og
Kristín Eiríksdóttir en dómarar
þau Bergur Ebbi Benediktsson,
Hugleikur Dagsson og Kristín
Ómarsdóttir. Adrian Todd Zuniga
mætir sjálfur til landsins og
verður kynnir kvöldsins,
en Reykjavík verður 48.
borgin í röðinni sem
stendur fyrir LDM-
kvöldi. - fsb
Hanaslagur skáldanna
Fjögur skáld munu á föstudagskvöld heyja keppni í alþjóðlegu lestrarröðinni
Literary Death Match. Þrír dómarar meta frammistöðu þeirra og velja sigurvegara.
FÁÐU GÓÐ RÁÐ VIÐ OFNÆMI
NEUTRAL.IS
Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum fráDönsku astma- og ofnæmissamtökin
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
N
AT
6
27
19
0
1.
20
13
SKEMMTANAGILDIÐ Í FYRSTA SÆTI Atli Bollason segir að
þótt umgjörðin sé sótt í þætti eins og Idol sé LDM fyrst og
fremst hugsað sem aðferð til að setja upplestur fram með
nýjum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
AUÐUR
JÓNSDÓTTIR
ANDRI SNÆR
MAGNASON
KRISTÍN
EIRÍKSDÓTTIR
KÁRI
TÚLINÍUS
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013
Tónleikar
20.00 Útskriftartónleikar Ragnars Jóns-
sonar í Fella- og Hólakirkju. Ragnar
útskrifast með diplómagráðu í sellóleik
frá tónlistardeild Listaháskólans í vor.
Á efnisskrá eru meðal annars verk eftir
Schumann, Bach og Prokofiev. Allir
velkomnir.
21.00 Hljómsveitin VOR heldur tón-
leika á Café Rosenberg 16. maí.
22.00 Magnús Einarsson og félagar
halda tónleika á Ob-La-Dí Ob-La-Da,
Frakkastíg 8.
Sýningar
16.30 Árleg útskriftarsýning Margmiðl-
unarskólans í Bíó Paradís, Hverfisgötu
54.
Málþing
Hugarflug, ráðstefna um snertifleti list-
sköpunar og rannsókna verður haldin
16. og 17. maí. Um 80 listamenn, hönn-
uðir, sjálfstætt starfandi fræðimenn,
háskólakennarar og framhaldsnemar
kynna rannsóknarverkefni sín. Ráð-
stefnan fer fram í húsnæði hönnunar-
og arkitektúrdeildar LHÍ að Þverholti
11. Aðgangur er ókeypis. Nánari upp-
lýsingar á lhi.is. Allir velkomnir.
Tónlist
22.00 DJ Elvar spilar á Faktorý.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is.
Caput hópurinn heldur tónleika í
þremur borgum, Peking, Tian Jin
og Xi‘an á tónleikaferðalagi sínu
um Kína sem hefst stendur frá 18.
til 24. maí. Hópinn skipa átta hljóð-
færaleikarar undir stjórn Guðna
Franzsonar.
Caput leikur á nútímatónlistar-
hátíðinni í Peking, á Maíhátíðinni
í Tian Jin og loks mun hópurinn
leika í tónlistarháskólanum í Xi’an
þann 23. maí.
Sérstök áhersla verður lögð á
tónverk norrænna höfunda á tón-
leikum hópsins en tvö íslensk
tónverk voru pöntuð sérstaklega
fyrir ferðina og verða frumflutt
í Peking 20. maí. Þetta eru verk-
in Ásýnd eftir Hauk Tómasson og
Ró eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Auk
þess verða flutt verk eftir Kaiju
Saariaho frá Finnlandi, Rolf Wall-
in frá Noregi og Bent Sørensen frá
Danmörku en tónskáldin eiga það
sameiginlegt að hafa fengið tón-
listarverðlaun Norðurlandaráðs.
Jafnframt verða leikin einleiks-
verk og kammerverk eftir Jón
Leifs.
Þá verður frumflutt nýtt verk
eftir ungan kínverskan höfund,
Chen Dan Bu.
Caput í Kína
Hópurinn leikur norræna tónlist á tónleikaferð sinni.
CAPUT-HÓPURINN Verða á ferð um
Kína í næstu viku.