Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 2
27. maí 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Ólafur, er ekki of mikið í lagt að hafa göngin vatnsheld? „Nei, við Kópavogsbúar viljum hafa allt okkar á þurru.“ Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG í Kópavogi, fékk samþykkta tillögu um að kannað verði hvort setja megi áformaðan hjóla- og göngustíg yfir Fossvog í gegnsæ og vatnsheld göng í stað þess að brúa voginn. STJÓRNSÝSLA „Ég vil þetta allt upp á borðið,“ segir Guðríður Arnar- dóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, um upp- greiðslu bæjarsjóðs á skuldabréf- um sem gefin voru út í tengslum við eignarnám á hluta Vatnsenda- landsins. Guðríður, ásamt Hjálmari Hjálmarssyni, bæjarfulltrúa Næst besta flokksins, óskaði í bæjar- ráði eftir svari við því hvers vegna Kópa- vogsbær hafi í desember síð- astliðnum greitt upp skuldabréf vegna eignar- námsins þótt afborgarnir væru ekki komn- ar á gjalddaga. Annað bréfið hafi ekki átt að borgast endan- lega upp fyrr en árið 2015. „Þessi gjörn- i ng u r vek u r athygli þar sem Héraðsdóm- ur Reykjaness komst að þeirri n iðurstöðu í nóvember 2012 að ábúandi á Vatns- enda væri ekki réttur eigandi jarð- arinnar,“ segir í fyrirspurn Guð- ríðar og Hjálmars. Hæstiréttur staðfesti síðar dóminn um að ábú- andinn, Þorsteinn Hjaltested, væri ekki eigandi Vatnsenda heldur dánarbú afa hans, Sigurðar Hjalte- sted. Um var að ræða uppgreiðslur á tveimur skuldabréfum sem gefin voru út 1998 og 2000 til fimmtán ára, samtals hátt í 300 milljónir króna. Bærinn greiddi 75 milljón- ir í desember. Guðríður segir að þar af hafi 30 milljónir ekki verið komnar á gjalddaga. „Þetta lán var á miklu hærri vöxtum en við erum annars að greiða. Það er einfaldlega hluti af fjárstýringu bæjarins að greiða upp slík lán,“ útskýrir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Bréfin hafi borið 6 prósent verðtryggða vexti en bænum bjóðist nú 3 pró- sent vextir. Svar frá fjármála- stjóra bæjarins verði lagt fram á næsta fundi bæjarráðs. „Undirrituð furðar sig á því að þegar eignarhald á Vatnsenda er óljóst skuli hafa verið tekin ákvörðun um að greiða upp eftir- stöðvar af umræddum skuldabréf- um og þannig komið í veg fyrir að réttmætir eigendur jarðarinnar fái þó þær greiðslur sem enn á eftir að inna af hendi vegna fyrri eignarnáma,“ segir í fyrirspurn- inni. „Ég vil fá skýringar á því hver tekur þessa ákvörðun, af hverju og hvers vegna hún er ekki lögð fyrir bæjarráð,“ segir Guðríður. „Ef þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin væru enn útistandandi 30 milljónir af þessu bréfi og menn hefðu getað tekist á um hvort þær ættu að renna inn í dánarbúið. Nú virðist eiginlega búið að koma þessum peningum í skjól.“ gar@frettabladid.is Réttir eigendur taldir missa af Vatnsendafé Kópavogsbær greiddi fyrir fram 30 milljóna króna afborgun vegna eignarnáms á Vatnsenda þrátt fyrir dóm sem kollvarpaði eignarhaldi Þorsteins Hjaltesteds á jörð- inni. Komið í veg fyrir að réttmætir eigendur fái þá greiðslu telja bæjarfulltrúar. VATNSENDI Á meðan afkomendur Sigurðar Hjaltested takast á um eignarhaldið á Vatnsenda heldur Kópavogsbær áfram að gera upp greiðslur til ábúandans í sam- ræmi við samkomulag þar um. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Það er einfaldlega hluti af fjárstýringu bæjar- ins að greiða upp slík lán. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. LÖGREGLUMÁL „Við viljum að öllum sé það ljóst að þessar reglur eru tilkomnar vegna hörmulegra slysa og við erum staðráðin í að auka þarna öryggi kafara, um leið og þeir eru velkomnir,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Þetta segir Ólafur um ástæðu þess að hann kærði á laugardag norskan mann á fimmtugsaldri sem hann kveður með naumindum hafa verið bjargað frá drukknun í gjánni Silfru. Norðmaðurinn er kærður fyrir að brjóta lög og reglugerð um köfun auk reglna um köfun í þjóðgarð- inum. Hann kom í fylgd konu sem ók honum á staðinn en kafaði ekki. Hann er sagður brotlegur fyrir að hafa kafað einn síns liðs og án viðeigandi búnaðar, og fyrir að hafa ekki skráð sig og greitt þjónustugjald. Eins og komið hefur fram djúpkafaði Norðmaður- inn án súrefniskúts, missti meðvitund og var bjargað á land og lífgaður við af tveimur Íslendingum sem voru einu öðru kafararnir í gjánni. Hann neitaði síðan að vera fluttur í sjúkrabíl og ók með förunaut sínum aftur í bæinn. Hjá lögreglunni á Selfossi feng- ust þær upplýsingar einar í gær að rannsókn málsins væri í hefðbundnum farvegi. - gar Þjóðgarðsvörður kærir norskan kafara sem bjargað var frá drukknun í Silfru: Ákveðin í að auka öryggi kafara SILFRA Skýrar upplýsingar eru um hertar reglur við Silfru en norskur kafari virti þær allar að vettugi á föstudaginn. MYND/EINAR Á.E. SÆMUNDSEN Eitt fyrsta tilfelli kjötofnæmis hér á landi greindist nýlega þegar tæp- lega tveggja ára gamalt barn fékk bráðaofnæmiskast eftir að hafa borðað kjöt. Kjötofnæmi hefur löngum verið talið fágætt en að sögn ofnæmis- sérfræðingsins og lungnalæknis- ins Peter Plaschke hefur það verið að færast í vöxt á síðustu árum. „Ef maður skoðar lengra aftur í tímann; tíu, tuttugu eða þrjátíu ár til baka þegar við vorum að byrja sem ofnæmislæknar urðum við næstum aldrei varir við kjötof- næmi,“ sagði Peter í erindi sínu á ráðstefnu norrænna ofnæmissér- fræðinga sem hefur farið fram hérlendis síðustu daga. - lvp Íslenskt barn nýlega greint: Kjötofnæmi færist í vöxt STJÓRNMÁL Alþingi verður kall- að saman í byrjun næstu viku. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sumarþing mun hefjast 3. eða 4. júní en endanleg dag- skrá þingsins liggur ekki fyrir. Ríkisstjórnin ætlar þó að leggja fram nokkur mál og gefa til kynna hverjar áherslur hennar verða í haust. Sigmundur sagði á Stöð 2 í gær að hann ætti von á skattalækkunum, breytingum á veiðileyfagjaldi og leiðrétt- ingum á kjörum öryrkja og aldr- aðra. Hann á ekki von á stórum aðgerðum í skuldamálum heim- ilanna á sumarþingi. - þeb Nokkur mál lögð fram: Sumarþing í næstu viku FRAKKLAND, AP Tugir þúsunda komu saman í miðborg Parísar í gær til að mótmæla lögum sem heimila hjónabönd samkynhneigðra. Lögin tóku gildi í Frakklandi fyrir rúmri viku en þrátt fyrir það var ákveðið að halda mótmælin, en þau höfðu verið skipulögð fyrir löngu. Mótmælendurnir vildu sýna andstöðu sína við lögin sem og andstöðu við Francois Hollande forseta. Hollande gerði lögleiðingu hjónabanda sam- kynhneigðra að einu helsta kosningaloforði sínu í síðustu kosningum. Lögreglan í París taldi að 150 þúsund manns hefðu tekið þátt í mót- mælunum, en skipuleggjendur segja að yfir milljón manns hafi tekið þátt. 300 þúsund mættu á svipuð mótmæli í mars síðastliðnum. Um fimm þúsund lögreglumenn voru á vakt í miðborginni í gær því öfgahægrimenn hafa lent í átökum við lögregluþjóna á fyrri mótmælum. - þeb Fjölmenn mótmæli í París þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildi: Mótmæltu einum hjúskaparlögum PARÍS Mótmælendur í gær voru um 150 þúsund að sögn lögreglunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐUR „Það er nú ekki komið neitt sumar þannig, en það má segja að eftir næstu helgi séu góðar horfur. Það er bara svo langt í það að við verðum að sjá hvað verður úr því,“ segir Haraldur Eiríksson veður- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt langtímaspám verð- ur oft hlýrra á Holtavörðuheiði en í höfuðborginni á næstu tíu dögum. Haraldur segir það þó ekki óvenju- legt í suðlægum áttum. „Þá er ekk- ert skrýtið að það verði hlýrra jafnvel uppi á heiði en í bænum. Að jafnaði er nú samt hlýrra í bænum.“ Íslendingar bíða margir hverjir óþreyjufullir eftir sumarveðri, en Haraldur bendir á að samkvæmt almanakinu vari vorið út maí. „Ég sé ekki að það verði sérstök hlý- indi á landinu fyrr en seint í vik- unni. Það má segja að eftir dag- inn í dag lægi vindinn og það verði meinlaust og aðgerðalítið veður, en engin sérstök hlýindi. Þau er ekki að sjá nema að það gæti verið orðið dálítið vel hlýtt á Norður- og Norð- austurlandi á fimmtudaginn. - þeb Engin sérstök hlýindi í kortunum næstu daga en mögulega í næstu viku: Hlýrra á heiðinni en í Reykjavík EKKI SUMAR OG SÓL Veðurfræðingur- inn minnir á að vorið varir út maí, og svo virðist sem betra veður gæti verið í kortunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVÍÞJÓÐ, AP Lögreglan í Stokk- hólmi leitar nú þátttakenda í óeirðum undanfarinnar viku. Til- kynnt hefur verið um 220 glæpi sem framdir voru í óeirðunum. Um 60 manns hafa þegar verið handteknir vegna glæpa sem tengjast óeirðunum, en flest- um hefur verið sleppt aftur. Kjell Lindgren, talsmaður lög- reglunnar, segir að „skipulagðir óeirðaseggir, vanir glæpamenn og unglingar“ hafi tekið þátt í skemmdarverkunum. - þeb Óeirðum að mestu lokið: Leita sökudólga í Stokkhólmi SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.