Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 16
FÓLK|HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Undanfarin fimm ár höfum við haldið eldsmiðjumót í byrjun júní við Byggðasafnið í Görðum,
Akranesi. Nú hefur bæjarráð veitt leyfi
fyrir byggingu smiðju sem verður opin
öllum eldsmiðum landsins,“ segir Guð-
mundur Sigurðsson, formaður áhuga-
mannafélagsins Íslenskir eldsmiðir en
félagið stendur að byggingu smiðjunnar
í samvinnu við safnið.
„Áhuginn á eldsmíði er alltaf að
aukast. Félagið taldi fimm manns fyrir
nokkrum árum en í dag erum við 40,“
segir Guðmundur. „Eldsmíði er æva-
forn iðn sem hefur lítið breyst frá
landnámi og ákveðin kúnst að eiga við.
Hún er mjög skapandi og skemmtileg.
Menn eru að smíða allt frá nöglum og
kertastjökum upp í axir, hlið og fleira.
Markmiðið er að fólk geti fengið eld-
smið til að smíða fyrir sig. Það er ólíkt
handbragðið í eldsmíði og að sjóða járn
saman. Það er meira líf í eldsmíðuðum
stykkjum,“ segir Guðmundur en félagið
stendur reglulega fyrir námskeiðum í
eldsmíði og setur upp smiðjur og sýnir
handtökin á bæjarhátíðum. „Við höfum
til dæmis verið með á Menningarnótt
og á Safnanótt.“
Íslandsmeistaramótið í eldsmíði
verður haldið dagana 31. til 2. júní á
Akranesi. Þá verður Norðurlandameist-
aramót haldið á Akranesi, dagana 14. til
18. ágúst, í fyrsta sinn hér á landi. Guð-
mundur segir Norðurlandameistara-
mótið tækifæri fyrir íslenska eldsmiði
til að sjá aðferðir annarra smiða. Á
mótinu um helgina verði haldin sérstök
forkeppni fyrir þá sem stefna á keppni í
Norðurlandameistaramótinu.
„Therese Engdahl, núverandi Norður-
landameistari, verður með í keppninni
í ár,“ segir Guðmundur. „Mótið verður
spennandi.“ ■ heida@365.is
AUKINN ÁHUGI
Á FORNRI IÐN
ELDSMÍÐI Íslenskir eldsmiðir hyggjast opna smiðju við Byggðasafnið í
Görðum, Akranesi. Smiðjan verður opin öllum eldsmiðum landsins en áhugi
á þessari fornu iðn fer vaxandi. Íslandsmeistaramót í eldsmíði verður haldið
á Akranesi um helgina og Norðurlandameistaramót síðar í sumar.
ELDSMÍÐI Guðmundur
Sigurðsson, formaður
Íslenskra eldsmiða, segir
eldsmíði skapandi og
skemmtilega iðju. Hand-
tökin hafa lítið breyst frá
landnámi.
MYND/FRIÐÞJÓFUR HELGASON
Gull- og silfurmunir njóta sín betur skínandi hreinir í sumarsólinni.
Hér gefast ráð til hreinsunar á skartgripum, hnífapörum og öðru úr
ekta gulli og silfri.
■ GULL:
Blandið saman einni matskeið af uppþvottalegi saman við 2 dl af
soðnu köldu vatni í litla glerskál. Setjið það sem hreinsa á út í vökv-
ann og látið liggja í hálfa til eina klukkustund. Óhreinindin leysast
upp í vatninu sem verður gruggugt. Gott er að bursta hlutina með
mjúkum bursta. Skolið yfir með köldu vatni og leggið ofan á hand-
klæði til þerris. Fægið að lokum með mjúkum klút.
■ SILFUR:
Útbúið fægilög úr einni teskeið af lyftidufti, einni teskeið af matar-
sóda og tveimur og hálfum desílítra af köldu vatni. Hitið vatnið og
bætið þurrefnum út í. Látið rjúka og setið silfrið í löginn. Látið liggja
um stund. Takið upp úr og fægið með mjúkum klút.
Heimild: Leiðbeiningastöð heimilanna
HREINSUN Á
GULLI OG SILFRI
Nám sem nýtist þér!
SKRIFSTOFU- OG FJÁRMÁLAGREINANÁM
NÁM FYRIR FULLORÐIÐ FÓLK
Upplýsingar veitir fagstjóri
viðskipta- og fjármálagreina
í síma 594 4000/824 4114.
Netfang inga.karlsdottir@mk.is
Skrifstofubraut I
aðbundið nám, tvær annir.St
Höfuðáhersla er lögð á
viðskipta- og samskipta-
greinar.
Kennslutími
frá kl. 8:20 – 13:00.
Fjarnám, þrjár annir.
Kennt í lotum.
Skrifstofubraut II
Staðbundið nám, kennslutími
frá kl. 8:20 – 13:00.
Fjarnám, þrjár annir.
Kennt í lotum.
60+
Hagnýtt nám fyrir þá sem eru
komnir yfir fimmtugt, vilja
styrkja sig í lífi og starfi eða
taka að sér ný verkefni.
Viðurkenndur bókari
Námið skiptist í þrjá hluta;
A) reikningshald, b) skattskil og
upplýsingakerfi og c) raunhæft
verkefni. Námið er ein önn
og undirbýr nemendur fyrir
próf á vegum atvinnu- og
nýsköpunarráðuneytisins til
Viðurkennds bókara skv. 43. gr.
laga nr. 145/1994 um bókhald.