Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 16
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Undanfarin fimm ár höfum við haldið eldsmiðjumót í byrjun júní við Byggðasafnið í Görðum, Akranesi. Nú hefur bæjarráð veitt leyfi fyrir byggingu smiðju sem verður opin öllum eldsmiðum landsins,“ segir Guð- mundur Sigurðsson, formaður áhuga- mannafélagsins Íslenskir eldsmiðir en félagið stendur að byggingu smiðjunnar í samvinnu við safnið. „Áhuginn á eldsmíði er alltaf að aukast. Félagið taldi fimm manns fyrir nokkrum árum en í dag erum við 40,“ segir Guðmundur. „Eldsmíði er æva- forn iðn sem hefur lítið breyst frá landnámi og ákveðin kúnst að eiga við. Hún er mjög skapandi og skemmtileg. Menn eru að smíða allt frá nöglum og kertastjökum upp í axir, hlið og fleira. Markmiðið er að fólk geti fengið eld- smið til að smíða fyrir sig. Það er ólíkt handbragðið í eldsmíði og að sjóða járn saman. Það er meira líf í eldsmíðuðum stykkjum,“ segir Guðmundur en félagið stendur reglulega fyrir námskeiðum í eldsmíði og setur upp smiðjur og sýnir handtökin á bæjarhátíðum. „Við höfum til dæmis verið með á Menningarnótt og á Safnanótt.“ Íslandsmeistaramótið í eldsmíði verður haldið dagana 31. til 2. júní á Akranesi. Þá verður Norðurlandameist- aramót haldið á Akranesi, dagana 14. til 18. ágúst, í fyrsta sinn hér á landi. Guð- mundur segir Norðurlandameistara- mótið tækifæri fyrir íslenska eldsmiði til að sjá aðferðir annarra smiða. Á mótinu um helgina verði haldin sérstök forkeppni fyrir þá sem stefna á keppni í Norðurlandameistaramótinu. „Therese Engdahl, núverandi Norður- landameistari, verður með í keppninni í ár,“ segir Guðmundur. „Mótið verður spennandi.“ ■ heida@365.is AUKINN ÁHUGI Á FORNRI IÐN ELDSMÍÐI Íslenskir eldsmiðir hyggjast opna smiðju við Byggðasafnið í Görðum, Akranesi. Smiðjan verður opin öllum eldsmiðum landsins en áhugi á þessari fornu iðn fer vaxandi. Íslandsmeistaramót í eldsmíði verður haldið á Akranesi um helgina og Norðurlandameistaramót síðar í sumar. ELDSMÍÐI Guðmundur Sigurðsson, formaður Íslenskra eldsmiða, segir eldsmíði skapandi og skemmtilega iðju. Hand- tökin hafa lítið breyst frá landnámi. MYND/FRIÐÞJÓFUR HELGASON Gull- og silfurmunir njóta sín betur skínandi hreinir í sumarsólinni. Hér gefast ráð til hreinsunar á skartgripum, hnífapörum og öðru úr ekta gulli og silfri. ■ GULL: Blandið saman einni matskeið af uppþvottalegi saman við 2 dl af soðnu köldu vatni í litla glerskál. Setjið það sem hreinsa á út í vökv- ann og látið liggja í hálfa til eina klukkustund. Óhreinindin leysast upp í vatninu sem verður gruggugt. Gott er að bursta hlutina með mjúkum bursta. Skolið yfir með köldu vatni og leggið ofan á hand- klæði til þerris. Fægið að lokum með mjúkum klút. ■ SILFUR: Útbúið fægilög úr einni teskeið af lyftidufti, einni teskeið af matar- sóda og tveimur og hálfum desílítra af köldu vatni. Hitið vatnið og bætið þurrefnum út í. Látið rjúka og setið silfrið í löginn. Látið liggja um stund. Takið upp úr og fægið með mjúkum klút. Heimild: Leiðbeiningastöð heimilanna HREINSUN Á GULLI OG SILFRI Nám sem nýtist þér! SKRIFSTOFU- OG FJÁRMÁLAGREINANÁM NÁM FYRIR FULLORÐIÐ FÓLK Upplýsingar veitir fagstjóri viðskipta- og fjármálagreina í síma 594 4000/824 4114. Netfang inga.karlsdottir@mk.is Skrifstofubraut I aðbundið nám, tvær annir.St Höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskipta- greinar. Kennslutími frá kl. 8:20 – 13:00. Fjarnám, þrjár annir. Kennt í lotum. Skrifstofubraut II Staðbundið nám, kennslutími frá kl. 8:20 – 13:00. Fjarnám, þrjár annir. Kennt í lotum. 60+ Hagnýtt nám fyrir þá sem eru komnir yfir fimmtugt, vilja styrkja sig í lífi og starfi eða taka að sér ný verkefni. Viðurkenndur bókari Námið skiptist í þrjá hluta; A) reikningshald, b) skattskil og upplýsingakerfi og c) raunhæft verkefni. Námið er ein önn og undirbýr nemendur fyrir próf á vegum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins til Viðurkennds bókara skv. 43. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.