Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 54
27. maí 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 26 „Við viljum að stúlkunum verði gert jafnhátt undir höfði og strákunum,“ segir Margrét Hafsteinsdóttir hjá nýstofnuðu kvennaráði KR í fótbolta. Kvennaráðið ætlar að láta búa til átta auglýsingaplaköt í sumar með kvikmyndaþema þar sem leikmenn meistaraflokks KR í kvennaboltan- um sitja fyrir. Nú þegar hafa verið gerð tvö plaköt, þar af eitt í anda myndarinnar Django Unchained. Einnig verður gert myndband þar þjóðþekktir einstaklingar koma við sögu. Allir sem tengjast plakötun- um og myndbandinu eru í sjálfboða- vinnu. Ljósmyndarinn Ari Magg, förðunarmeistarinn Fríða María Harðardóttir og þeir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu True North eru á meðal þeirra sem leggja sitt af mörkum. „Við vorum nokkrir foreldrar sem tókum okkur saman eftir spjall um hversu lítið okkur fannst kvennaknattspyrnunni sinnt. Þetta byrjaði sem lítill bolti sem tók að rúlla,“ segir Mar- grét. „Stjórn KR tók okkur vel og okkur var strax fenginn ákveð- inn sess innan félagsins. Það er ekki í mörgum félögum þar sem er haldið eins heilsteypt utan um þessi mál.“ -fb KR-stúlkur í kvikmyndaþema Nýstofnað kvennaráð KR í fótbolta vill gera kvennaboltanum hærra undir höfði. STYÐJA KVENNABOLTANN Kvenna- ráð KR vill að kvennaboltanum sé betur sinnt. Plakat í anda Django Unchained hefur vakið athygli. ➜ Fjáröflunarkvöld kvenna- ráðsins var haldið í Salthúsinu á miðvikudagskvöld og mættu á annað hundrað manns. „Það er rosalega gaman að fá að koma á alla þessa staði og spila fyrir svona mikið af fólki,“ segir trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson. Hann er staddur á Íslandi í tveggja vikna hléi frá tónleika- ferðalagi um heiminn með banda- ríska tónlistarmanninum og Íslandsvininum John Grant. Þeir, ásamt bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni og gítarleik- aranum Pétri Hallgrímssyni, eru að kynna nýjustu plötu Grants, Pale Green Ghosts, sem var tekin upp hér á landi. Aðspurður segir hann viðtök- urnar hafa verið rosalega góðar en þeir hafa spilað á um fjörutíu tónleikum í heildina. Ferðalagið hófst í Evrópu um miðjan apríl og eftir það var förinni heitið til New York. Í maí spiluðu þeir svo í þrjár vikur á Írlandi, Englandi og í Skotlandi. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hitaði upp fyrir þá á tón- leikaferðinni um Bretlandseyjar. „Hann stóð sig eins og hetja og fékk mjög góðar viðtökur. Þeir seldu heilmikið af plötum og bolum eftir tónleikana og náðu örugglega að opna á stóran aðdá- endahóp.“ Tónleikaferðalaginu lauk svo með spilamennsku í sjónvarps- þætti Jools Holland hjá BBC. „Það var mjög skemmtilegt. Það voru flott bönd sem voru að spila á sama tíma eins og Low, sem var alveg æðislegt.“ Að hvíldinni á Íslandi lokinni halda þeir félagar til Skandinavíu og spila á fernum tónleikum. Eftir það tekur við tónleikaferð um Bandaríkin og spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróarskeldu í Danmörku. Aðspurður segir Kristinn Snær tónleikaferðina vera það lengsta sem hann hefur komist á ferli sínum til þessa. „En þetta er hörkuvinna og langir dagar. Þetta er ekkert partí og afslöpp- un og skemmtilegheit. Stund- um hefur maður ekki tíma til að borða fyrir gigg og við rótum og stillum upp sjálfir, þannig að þetta er ekki „fansý“ pakki eins og hjá The Rolling Stones,“ segir hann. Hann viðurkennir að það sé erfitt að vera fjarri fjölskyldu og ástvinum í svona langan tíma. „En þetta er tækifæri sem býðst kannski einu sinni á ævinni. Þá er bara að hrökkva eða stökkva.“ freyr@frettabladid.is Ekki „fansý“ pakki heldur hörkuvinna Trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson hefur spilað með Íslandsvininum John Grant á um 40 tónleikum um Evrópu og víðar á þessu ári. Á TÓNLEIKA- FERÐ John Grant, Jakob Smári Magn- ússon, Pétur Hallgrímsson og Kristinn spiluðu með Sinéad O´Connor á tónleikaferða- laginu. Kristinn Snær segir hápunkt ferðalagsins hafa verið í Dublin þegar Sinéad O´Connor, sem er gestasöngkona á plötu Grants, kom upp á svið og söng með þeim fimm lög. „Það var viss hápunktur fyrir okkur alla að fá svona heimsfræga söngkonu til að syngja með okkur. Svo skrifaði hún afskaplega fallega um okkur á bloggið sitt,“ segir hann. Gaman að spila með Sinéad O´Connor „Það er lagið Always Look on the Bright Side of Life úr Monty Python. Ég er með það lag sem hringitón á símanum mínum líka. Það fær mig alltaf til að líta á björtu hliðarnar, hugsa jákvætt og bera virðingu fyrir umhverfinu, eins og fólk ætti að gera í meiri mæli.“ Atli Þór Matthíasson, Queen-sérfræðingur MÁNUDAGSLAGIÐ Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar núna á www stod2 is/vild F ÍT O N / S ÍA . . 20% afsláttur af fatahreinsun. / S Í 10% afsláttur ef verslað er fyrir 2.000 kr. eða meira. A 15% afsláttur af vörum á bilinu 10.000 – 400.000 kr. AFSLÁTTUR 20 AFSLÁTTUR15 F ÍT O N AFSLÁTTUR 10 „Við vorum beðnir um að spila og okkur er það mjög ljúft. Ég hef áður farið á Þjóðhátíð, þá með Nýdanskri, og það er mjög skemmti- leg reynsla að spila fyrir dalinn,“ segir tón- listarmaðurinn Daníel Ágúst. Daníel Ágúst og félagar í hljómsveitinni GusGus eru meðal þeirra atriða sem hafa nú verið staðfest á Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum um verslunarmannahelgina en þetta er í fyrsta skipti sem sveitin stígur á svið á hátíðinni. „Við erum í góðum gír og ætlum að láta fólk hrista skankana,“ segir Daní- el Ágúst. „Uppistaðan á spilunarlistanum verður lög af Arabian Horse plötunni okkar en svo tökum við eldri lög í bland. Við erum auðvitað í danstónlistargeiranum og munum standa undir nafni sem danshvetjandi tón- listarflytjendur.“ Önnur stór nöfn sem hafa verið staðfest fyrir Þjóðhátíð í ár eru Helgi Björnsson, Bubbi Morthens og Páll Óskar. Sá síðast- nefndi verður á dagskrá tvisvar sinnum á sunnudagskvöldinu, fyrst fyrir brekkusöng- inn og svo aftur að honum loknum, þegar hann lokar hátíðinni. - trs GusGus á Þjóðhátíð í Eyjum í fyrsta skipti Daníel Ágúst segir sveitina ætla að standa undir nafni sem danshvetjandi tónlistarfl ytjendur. Í GÓÐUM GÍR Daníel Ágúst og félagar í GusGus ætla að fá fólk til að hrista skankana um verslunar- mannahelgina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.