Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 27. maí 2013 | FRÉTTIR | 11
Segðu sögu með
Galaxy S4 eða iPhone 5
Veldu Snjallpakka sem passar þér!
Snjallpakkinn er frábær áskriftarleið þar sem þú færð SMS, gagna-
magn og innifaldar mínútur sem gilda í farsíma og heimasíma óháð
kerfi. Engin upphafsgjöld eru af inniföldum mínútum.
Sumarglaðningur
3 GB og 3000 SMS á mán. fylgja öllum snjallpökkum til 31. ágúst.
500 mín. | 500 SMS | 500 MB
4.990 kr./mán.
500
Bættu við Snjallpakka
Samsung
Galaxy S4
7.290kr.
Á mánuði í 18 mánuði*
119.900 kr. stgr.
iPhone 5
7.290kr.
Á mánuði í 18 mánuði*
119.900 kr. stgr.
* G
re
ið
sl
ug
ja
ld
3
40
k
r.
b
æ
tis
t v
ið
m
án
að
ar
gj
al
d.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
7
3
6
300 mín. | 300 SMS | 300 MB
3.490 kr./mán.
300
Bættu við Snjallpakka
Nánar á siminn.is
Sjáðu
Steinunni Völu
segja frá
VIÐSKIPTI Arion banki hagnaðist
um 1,4 milljarða króna á fyrsta
ársfjórðungi ársins. Þetta er
nokkru lakari afkoma en bank-
inn hefur notið á síðustu miss-
erum. Hagnaður á sama tíma-
bili í fyrra var 4,5 milljarðar til
samanburðar.
„Uppgjör fyrsta ársfjórðungs
er nokkuð undir væntingum.
Þrátt fyrir að vaxtatekjur og
þóknanatekjur séu í meginat-
riðum í takt við áætlanir hafa
breytingar á verðmæti lána og
sérstaklega gengisbreytingar
veruleg neikvæð áhrif á upp-
gjörið,“ segir Höskuldur H.
Ólafsson, bankastjóri Arion
banka.
Miðað við þessa niðurstöðu
var arðsemi eigin fjár bankans
4,3% samanborið við 16,5% á
sama tímabili í fyrra. Þá var
arðsemi af kjarnastarfsemi
6,3% samanborið við 12,5% í
fyrra.
Heildareignir bankans voru
907,5 milljarðar í lok fyrsta árs-
fjórðungs en voru 900,7 millj-
arðar í lok síðasta árs. Eigin-
fjárhlutfall bankans var 24,1%
en var 24,3% um áramót. - mþl
Hagnaður Arion banka dróst verulega saman milli ára:
Slakt uppgjör hjá Arion banka
HÖSKULDUR H. ÓLAFSSON Banka-
stjórinn segir breytingar á verðmæti
lána og gengisbreytingar hafa haft veru-
leg neikvæð áhrif á uppgjörið.
DÓMSMÁL Fjármögnunarfyrirtæk-
ið Lýsing hyggst skoða réttarstöðu
sína vandlega í kjölfar álits Eft-
irlitsstofnunar EFTA (ESA) þess
efnis að íslenskum stjórnvöldum
hafi verið óheimilt að banna veit-
ingu gengistryggðra lána í krón-
um. Stóru bankarnir hafa enga
ákvörðun tekið um viðbrögð.
Fréttablaðið greindi frá því á
laugardag að álit ESA, sem gefið
var út á miðvikudag, vekti upp
spurningar um bótaábyrgð ríkis-
ins gagnvart innlendum fjármála-
stofnunum.
Hafði Fréttablaðið þá eftir
Tómasi Hrafni Sveinssyni héraðs-
dómslögmanni að svo gæti farið
að bankar sem orðið hafa fyrir
tapi vegna endurreikninga geng-
istryggðra lána í krónum færu að
skoða rétt sinn.
Innlendar fjármálastofnanir
töpuðu miklum fjárhæðum við
gengislánadóma Hæstaréttar. Má
nefna sem dæmi að Viðskiptablað-
ið mat það sem svo í janúar 2011
að dómarnir hefðu kostað Lýsingu
20,4 milljarða króna.
Þór Jónsson, talsmaður Lýsing-
ar, segir að fyrirtækið hafi kynnt
sér álit ESA eftir að það var birt
á miðvikudag. „Niðurstaða þess
er í takti við það sem Lýsing taldi
og það gefur augaleið að Lýsing
skoðar núna stöðu sína með hlið-
sjón af þessari niðurstöðu ESA,“
segir Þór.
Fréttablaðið sendi sömuleið-
is fyrirspurnir á stóru bankana
þrjá. Samkvæmt upplýsingum
frá Íslandsbanka og Arion banka
hafa bankarnir enga ákvörðun
tekið um hvort brugðist verði við
álitinu.
Kristján Kristjánsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsbankans, segir
að bankinn hafi fylgst með mál-
inu en bætir við að því sé ekki
lokið, enda þarf ríkið að svara
ESA og svo getur málið farið fyrir
EFTA-dómstólinn bregðist stjórn-
völd ekki við. Þá segir Kristján
að Landsbankinn muni einfald-
lega fylgjast áfram með málinu
og skoða það.
- mþl
Fjármálafyrirtæki gætu krafið ríkið um bætur í ljósi álits ESA um gengislán:
Lýsing skoðar réttarstöðu
20,4
milljarðar króna var tap
Lýsingar vegna gengis-
lánadóma Hæstaréttar
www.tskoli.is
Hvað ætlar
þú að verða?