Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 27. maí 2013 | FRÉTTIR | 11 Segðu sögu með Galaxy S4 eða iPhone 5 Veldu Snjallpakka sem passar þér! Snjallpakkinn er frábær áskriftarleið þar sem þú færð SMS, gagna- magn og innifaldar mínútur sem gilda í farsíma og heimasíma óháð kerfi. Engin upphafsgjöld eru af inniföldum mínútum. Sumarglaðningur 3 GB og 3000 SMS á mán. fylgja öllum snjallpökkum til 31. ágúst. 500 mín. | 500 SMS | 500 MB 4.990 kr./mán. 500 Bættu við Snjallpakka Samsung Galaxy S4 7.290kr. Á mánuði í 18 mánuði* 119.900 kr. stgr. iPhone 5 7.290kr. Á mánuði í 18 mánuði* 119.900 kr. stgr. * G re ið sl ug ja ld 3 40 k r. b æ tis t v ið m án að ar gj al d. E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 7 3 6 300 mín. | 300 SMS | 300 MB 3.490 kr./mán. 300 Bættu við Snjallpakka Nánar á siminn.is Sjáðu Steinunni Völu segja frá VIÐSKIPTI Arion banki hagnaðist um 1,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er nokkru lakari afkoma en bank- inn hefur notið á síðustu miss- erum. Hagnaður á sama tíma- bili í fyrra var 4,5 milljarðar til samanburðar. „Uppgjör fyrsta ársfjórðungs er nokkuð undir væntingum. Þrátt fyrir að vaxtatekjur og þóknanatekjur séu í meginat- riðum í takt við áætlanir hafa breytingar á verðmæti lána og sérstaklega gengisbreytingar veruleg neikvæð áhrif á upp- gjörið,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Miðað við þessa niðurstöðu var arðsemi eigin fjár bankans 4,3% samanborið við 16,5% á sama tímabili í fyrra. Þá var arðsemi af kjarnastarfsemi 6,3% samanborið við 12,5% í fyrra. Heildareignir bankans voru 907,5 milljarðar í lok fyrsta árs- fjórðungs en voru 900,7 millj- arðar í lok síðasta árs. Eigin- fjárhlutfall bankans var 24,1% en var 24,3% um áramót. - mþl Hagnaður Arion banka dróst verulega saman milli ára: Slakt uppgjör hjá Arion banka HÖSKULDUR H. ÓLAFSSON Banka- stjórinn segir breytingar á verðmæti lána og gengisbreytingar hafa haft veru- leg neikvæð áhrif á uppgjörið. DÓMSMÁL Fjármögnunarfyrirtæk- ið Lýsing hyggst skoða réttarstöðu sína vandlega í kjölfar álits Eft- irlitsstofnunar EFTA (ESA) þess efnis að íslenskum stjórnvöldum hafi verið óheimilt að banna veit- ingu gengistryggðra lána í krón- um. Stóru bankarnir hafa enga ákvörðun tekið um viðbrögð. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að álit ESA, sem gefið var út á miðvikudag, vekti upp spurningar um bótaábyrgð ríkis- ins gagnvart innlendum fjármála- stofnunum. Hafði Fréttablaðið þá eftir Tómasi Hrafni Sveinssyni héraðs- dómslögmanni að svo gæti farið að bankar sem orðið hafa fyrir tapi vegna endurreikninga geng- istryggðra lána í krónum færu að skoða rétt sinn. Innlendar fjármálastofnanir töpuðu miklum fjárhæðum við gengislánadóma Hæstaréttar. Má nefna sem dæmi að Viðskiptablað- ið mat það sem svo í janúar 2011 að dómarnir hefðu kostað Lýsingu 20,4 milljarða króna. Þór Jónsson, talsmaður Lýsing- ar, segir að fyrirtækið hafi kynnt sér álit ESA eftir að það var birt á miðvikudag. „Niðurstaða þess er í takti við það sem Lýsing taldi og það gefur augaleið að Lýsing skoðar núna stöðu sína með hlið- sjón af þessari niðurstöðu ESA,“ segir Þór. Fréttablaðið sendi sömuleið- is fyrirspurnir á stóru bankana þrjá. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka og Arion banka hafa bankarnir enga ákvörðun tekið um hvort brugðist verði við álitinu. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi Landsbankans, segir að bankinn hafi fylgst með mál- inu en bætir við að því sé ekki lokið, enda þarf ríkið að svara ESA og svo getur málið farið fyrir EFTA-dómstólinn bregðist stjórn- völd ekki við. Þá segir Kristján að Landsbankinn muni einfald- lega fylgjast áfram með málinu og skoða það. - mþl Fjármálafyrirtæki gætu krafið ríkið um bætur í ljósi álits ESA um gengislán: Lýsing skoðar réttarstöðu 20,4 milljarðar króna var tap Lýsingar vegna gengis- lánadóma Hæstaréttar www.tskoli.is Hvað ætlar þú að verða?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.