Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2013, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 27.05.2013, Qupperneq 12
27. maí 2013 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Síðastliðinn fimmtudag kynnti vinnuhóp- ur Sameinuðu þjóðanna um mismunun gagnvart konum í löggjöf og framkvæmd bráðabirgðaniðurstöður úr heimsókn sinni til Íslands. Í lauslegri þýðingu er yfir- skrift skýrslu þeirra „Ekkert rúm fyrir slökun hjá heimsmeistaranum í kynjajafn- rétti“. Þar vísa þau til að samkvæmt World Economic Forum er jafnrétti kynjanna mest á Íslandi. Þau hrósa Íslandi til dæmis fyrir það hversu vel hafi tekist til við að samræma atvinnu og fjölskyldulíf, kynjaða hagstjórn og löggjöf um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, bann við kaupum á vændi og ein hjúskaparlög fyrir alla. Hins vegar telur vinnuhópurinn að á tveimur sviðum sé úrbóta þörf, þ.e. á vinnumarkaði og hvað varðar kynbundið ofbeldi. Gagnrýnir hópurinn m.a. launa- mun kynjanna sem eigi sér rót í kynskipt- um vinnumarkaði og því hversu fáar konur gegni stjórnunarstöðum. Þau gagnrýna einnig að í íslenskum hegningarlögum sé ekki að finna sérstakt ákvæði er taki til ofbeldis í nánum samböndum (heimilisof- beldis), hversu sjaldan nálgunarbanni sé beitt og til hve skamms tíma það nái. Þá lýsir vinnuhópurinn verulegum áhyggjum af því að fimm árum eftir athugasemdir kvennanefndar SÞ varð- andi það hversu fá kynferðisbrotamál sem kærð eru til lögreglu enda með saksókn og sakfellingu skuli engin breyting hafa orðið þar á. Leggja þau til að stjórnvöld grípi til aðgerða til að bæta refsivörslukerfið. Þau benda einnig sérstaklega á stöðu inn- flytjendakvenna og hvetja til stuðnings við samtök sem miða að því að gera inn- flytjendum, einkum konum, mögulegt að taka þátt í efnahags- og félagslífi, sem og opinberu og stjórnmálalífi á Íslandi. Loks hvetur vinnuhópurinn til að sett verði lög- gjöf um bann við mismunun og að starf- semi Jafnréttisstofu verði styrkt. Mannréttindaskrifstofa Íslands tekur heils hugar undir athugasemdir nefndar- innar. Þótt með sanni megi segja að staða jafnréttismála á Íslandi sé góð miðað við mörg önnur ríki, þá eru þó alvarlegir brestir þar á, svo sem rakið hefur verið hér að framan. Betur má ef duga skal og hvetur Mannréttindaskrifstofan nýja ríkis- stjórn til að setja jafnréttis- og mannrétt- indamál í forgang og grípa til viðeigandi aðgerða til að taka á þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja. Heimsmeistari í kynjajafnrétti? JAFNRÉTTI Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrif- stofu Íslands ➜ Þó með sanni megi segja að staða jafnréttismála á Íslandi sé góð miðað við mörg önnur ríki, þá eru þó alvarlegir brestir þar á, svo sem rakið hefur verið hér að framan. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Elica háfar Í sjávarútvegskafla stefnuyfirlýsingar nýju ríkisstjórnarinnar horfir flest til betri vegar. Stjórnin ætlar ekki að fara í neinar kollsteypur á stjórnkerfi fiskveiða eins og sú sem sat á undan henni stefndi að, heldur þvert á móti að búa greininni stöðugt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi sem hvetji til fjárfestinga og atvinnusköpunar. Það er sömuleiðis til þess fallið að skapa sátt um rekstrarum- hverfi sjávarútvegsins að halda fast við grundvallarprinsippið um að greinin greiði gjald fyrir afnot sín af auðlindinni og að úthlutun aflaheimilda sé ekki varanleg, heldur samkvæmt tímabundnum nýtingarsamningum sem síðan megi endurnýja að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hins vegar ætlar stjórnin að endurskoða innheimtu veiðigjalds- ins, þannig að almenna veiðigjaldið endurspegli afkomu greinarinn- ar í heild, en það sérstaka taki sem mest mið af afkomu einstakra fyrirtækja. Þegar eru komnir í ljós alvarlegir gallar í veiðigjalds- kerfinu, sem hafa í för með sér að það leggst afar þungt á einstakar útgerðir, sérstaklega lítil og meðalstór fyrirtæki. Innan um þessar góðu hugmyndir og margar aðrar í sjávarút- vegskaflanum er hins vegar ein varasöm. Hún er orðuð svona: „Stefnt er að því að auka sveigjanleika í nýtingarstefnu án þess að fórna ábyrgri stjórnun og nýtingu veiðistofna.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sjávarútvegsmála, útskýrði þetta þannig í Fréttablaðinu á föstudag: „Við erum með 20% afla- reglu í þorski og það er markmið að setja slíkar reglur á aðrar tegundir til að tryggja sjálfbærni og að menn gangi skynsamlega um auðlindina. Því hefur hins vegar ekki verið mótmælt að það væri hægt að hafa stefnuna sveigjanlegri. Það gæti falist í því að í stað tuttugu prósentanna gæti hlutfallið verið 19 til 23 prósent, svo dæmi sé tekið.“ Uppbygging þorskstofnsins á undanförnum árum er ekki sízt að þakka aflareglunni, sem komið var á 1995. Í sinni núverandi mynd er hún þannig að ekki eigi að veiða meira en 20% af þorski eldri en fjögurra ára, að því gefnu að hrygningarstofninn haldist stærri en 220.000 tonn. Sjávarútvegsráðherrar undangenginna ára hafa staðizt þrýsting frá ýmsum hagsmunaaðilum um að kreista nokkur þúsund tonnum meira af þorski út úr aflaúthlutuninni með því að víkja frá afla- reglunni. Ef aflareglan hefði ekki verið fyrir hendi væri ástandið á stofninum verra en raun ber vitni. Hins vegar hafa ráðherrarnir freistazt til að leyfa á móti meiri veiði úr öðrum nytjastofnum, sem ekki eru jafnmikilvægir og þorskurinn. Afleiðingin hefur verið sú að þeir standa sumir illa, sérstaklega ýsan, og þess vegna er mikilvægt að koma einnig á aflareglu fyrir þessa stofna - helzt sem flesta. Markmiðið með aflareglu er einmitt að „sveigjanleikinn“ sem stjórnmálamennirnir eru iðulega hvattir til að nýta sér, sé ekki fyrir hendi, heldur séu þeir varðir fyrir freistingunum með skýrri reglu, sem byggir á vísindalegum rannsóknum. Það væru mistök að víkja frá þeirri stefnu til að krækja í dálítið meiri fisk til skemmri tíma. Og færi gegn markmiðum stjórnarsátt- málans um að halda sjálfbærni veiðanna á lofti á alþjóðlegum vett- vangi. Það á ekki að krukka í aflaregluna. Hættuleg hugmynd innan um margar góðar: Ekki hræra í aflareglunni Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Þjóðmenningarráðherrann Margir hafa klórað sér í höfðinu yfir þeim miklu hrókeringum sem stjórnarsáttmálinn gerir ráð fyrir þegar kemur að menningarmálum. Færa á fjölmarga málaflokka undan menntamálaráðuneytinu til for- sætisráðuneytis. Þar má nefna Árnastofnun, Þjóðminjasafn, Minja- stofnun og ýmislegt fleira. Kveður við nokkuð nýjan tón í þessu, þar sem straumurinn hefur síðustu ár verið í hina áttina, frá forsætis- til mennta- og menningarmála- ráðuneytis, með þeim rökum að forsætisráðuneytið eigi að vera samhæfingarráðu- neyti en ekki í beinni stjórnsýslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður, eftir breyting- arnar, hins vegar nokkurs konar for- sætis- og þjóðmenningarráðherra. Húsafriðunin heim Sigmundur Davíð er áhugamaður um skipulagsmál og sérstaklega húsa- friðun. Þannig kvað hann sér fyrst hljóðs í pólitíkinni, með rökstuddum skoðunum í skipulagsmálum Reykja- víkurborgar. Það skildi þó ekki vera að þar liggi hundurinn grafinn þegar kemur að fyrrnefndum breyt- ingum? Sigmundur Davíð verður eftir þær orðinn æðsti yfirmaður húsafriðunarmála í landinu og getur því farið að sinna því hugðarefni sínu. Heimssýn í útrás? Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, er nokkuð kok- hraust eftir úrslit kosninganna og myndun ríkisstjórnar. Í nýlegum pistli á heimasíðu samtakanna er sagt að þau hafi unnið síðustu orrustuna um ESB, en stríðinu sé þó langt í frá lokið. Það verði nefnilega að tryggja að „ESB-daðrinu verði hætt fyrir fullt og fast“. Erfitt er að sjá hvernig það markmið næst, nema með því kannski að banna fólki að vilja að Ísland fari í ESB. Heimssýn boðar hins vegar útrás, vill fara með boðskap sinn til hrjáðra evruþjóða. Það væru hinir einu sönnu útrásarvíkingar. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.