Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 17
MÁLAÐ Í SUMAR MÁNUDAGUR 27. MAÍ 2013 Vorið og sumarið nýta margir til að bera á pallinn, skjólveggi og annað timburverk,“ segir Einar Loftsson, málarameistari í málningadeild Byko í Breidd. Hann segir mikilvægt að fólk hugi vel að viðhaldi á pöllum því þannig megi koma í veg fyrir erfiðar og kostnaðarsam- ar aðgerðir síðar. Einar lýsir betur hvernig eigi að bera sig að. „Ef um er að ræða nýjan pall þarf hann að þorna í fjórar til sex vikur áður en nokk- uð er gert. Þetta er vegna þess að viðurinn er yfirleitt gagnvarinn sem þýðir að seltu- pækli er þrýst inn í hann. Pallurinn þarf því að þorna vel svo seltan fari úr. Eftir þetta er slípað létt yfir pallinn, hann sópaður og borinn á hann pallaolía með lit,“ lýsir Einar og bendir á að liturinn sé mikilvægur enda verji hann timbrið gegn sólarljósinu. Pallaolían sem seld er í Byko er Pinotex frá Sadolin í Danmörku og Kjörvari 12 frá Málningu. Einar segir reynsluna af þessum olíum afar góða enda hafi efnin verið lengi á markaði. Eftir að borið hefur verið á pallinn í fyrsta sinn þarf að bera á hann reglulega einu sinni á ári. „Þá þarf aðeins að þvo pall- inn og bera eina umferð á,“ segir Einar en annað á við þegar pallar eru gamlir og farn- ir að grána vegna áhrifa frá útfjólubláum geislum sólarinnar. „Þennan gráma verður að fjarlægja til að tryggja góða endingu,“ upplýsir Einar. Það sé gert með því að bera pallahreinsi á viðinn. „Hann þarf að liggja á í tiltekinn tíma, yfirleitt fimmtán til þrjátíu mínútur. Síðan er við- urinn skrúbbaður með stífum skrúbbi og vatni. Hann er síðan látinn þorna í þrjá til fjóra daga og loks borið á hann.“ Þjónustan í málningardeild- inni er til fyrirmyndar. „Við erum nokkrir sem höfum unnið við þetta í fjöldamörg ár og viðskiptavinir geta stól- að á að koma ekki að tómum kofanum hjá okkur þegar kemur að ráðleggingum á vali á málningu eða viðar- vörn,“ segir Einar. Hann bendir einnig á að verðið á viðarvörn og annarri málningu hjá Byko sé afar gott. „Við erum í mörg- um tilfellum ódýrastir á markaðn- um og leggjum metnað okkar í að vera með gott verð og góða þjón- ustu.“ Nánari upplýsingar um Byko má finna á www.byko.is Nú er tíminn til að bera á pallinn Málningardeild Byko býður upp á gott verð og góða þjónustu. Þrautreyndir starfsmenn veita viðskiptavinum góð ráð um val á efni og hvernig best sé að bera sig að við þau verkefni sem fyrir liggja. Um þessar mundir huga margir að viðhaldi á pöllum og öðru timburverki. Byko býður upp á úrval af viðarvörn og réttu tólunum og tækjunum til verksins. „Vorið og sumarið nýta margir til að bera á pallinn, skjólveggi og annað timburverk,“ segir Einar Loftsson, málarameistari í málningardeild Byko í Breidd. MYND/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.