Fréttablaðið - 27.05.2013, Page 42

Fréttablaðið - 27.05.2013, Page 42
FÓLK|SKÓLI Skólaföt hafa verið í Áslandsskóla frá stofnun hans árið 2001 en fyrsta árið var hann rekinn af Ís- lensku menntasamtökunum. „Þegar Hafnarfjarðarbær tók við rekstrinum haustið 2002 þurfti að taka ákvörðun um hvort halda ætti í skólafötin. Við í skólastjórninni ásamt foreldrum ákváðum að gera tilraun til eins árs og árangurinn var metinn á skólafundi. Þá voru allir einhuga um að halda áfram með skólafatnað,“ lýsir Leifur S. Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla. Hann var sjálfur ekki viss um ágæti skólafatnaðar í fyrstu. „Ég þurfti að velta þessu fyrir mér og skoða rann- sóknir. Í dag er ég hins vegar algjör- lega viss um að þetta svínvirkar,“ segir Leifur sem mælir með skólafatn- aði fyrir aðra skóla. Í Áslandsskóla er ekki skylda að vera í skólafötum en þó er mælst til þess. „Þetta er mikið í höndum for- eldra enda eru það þeir sem eru í kringum börnin þegar þau klæða sig á morgnana,“ segir Leifur en skóla- fatnaðurinn hefur þróast töluvert í gegnum árin. „Í fyrstu vorum við með eins fatnað fyrir alla bekki. Núna eru elstu bekkirnir í hettu- peysum en yngstu krakkarnir í bux- um, peysu og flíspeysu,“ upplýsir Leifur og bætir við að nýtingin og notkunin sé langmest í 1. til 4. bekk. En hverjir eru kostir skóla- fata? „Þeir eru margir. Til dæmis er minna vesen heima um hvernig eigi að klæða sig. Þá verður til mikil liðsheild meðal nemenda, til dæmis þegar farið er í vettvangsferðir. Einnig verður samkenndin innan- húss betri og það er ekki metingur um merkjavörur,“ svarar Leifur. Þá sé kostur að fatnaðurinn fáist á góðum kjörum. Þótt vissulega sé nokkur startkostnaður við fatnaðinn náist samt töluverð hagræðing. En eru einhverjir ókostir? „Nokkrir foreldrar eru á móti skólafatnaði og tala fyrir því að persónueinkenni hvers og eins fái ekki að njóta sín. Börn eigi að fá að vera þau sjálf og klæða sig eins og þeim sýnist,“ segir Leifur en þykir ólíklegt að börn í fyrsta til fjórða bekk séu mikið að spá í slíku. Í Áslandsskóla hefur raunin verið sú að það fjarar undan skóla- fatnaðinum þegar kemur í elstu bekk- ina. „Við getum ekki skikkað krakkana til að klæðast fatnaðinum enda höfum við engan lagalegan rétt til þess, en við hvetjum nemendur hins vegar til að nýta hann.“ Leifur segir meirihluta foreldra vera umhugað að láta dæmið ganga upp. „Foreldrarnir eru lykilatriði í þessu eins og öðru í skólastarfinu,“ segir hann og sér ekki fram á annað en að verkefnið haldi áfram í skólanum. Þá telur hann líklegt að aðrir skólar muni taka upp skólafatnað á næstu árum. „Í það minnsta er mikill áhugi í skóla- samfélaginu og ég hef fengið margar fyrirspurnir frá foreldrafélögum og stjórnendum annarra skóla um okkar reynslu.“ ■ solveig@365.is Í SKÓLAFÖTUM Leifur S. Garðarsson, skóla- stjóri Áslandsskóla, með nokkrum nemendum skólans. MYND/VILHELM FÖTIN MYNDA LIÐS- HEILD OG SAMKENND SKÓLAR Skólabúningar eru ekki algengir á Íslandi. Þeir eru notaðir í leik- skólum og skólum Hjallastefnunnar auk nokkurra annarra skóla á borð við Áslandsskóla í Hafnarfirði. Skólastjóri Áslandsskóla mælir hiklaust með skólafatnaði. Skólabúningar eru algengir víða um heiminn. Flestir tengja þá líklega við Bretland, svört stutt pils, háa sokka og ljósar skyrtur, jafnvel bindi. Bún- ingar eru hins vegar afar misjafnir eftir löndum eins og sjá má hér að neðan. Fáir íslenskir skólar eru með skólabúninga. Nokkrir bjóða nem- endum upp á að kaupa peysur merktar skólunum sem þeim er frjálst að vera í. Aðrir skólar eru með skólaföt frá toppi til táar. Þau föt líkjast þó í engu hefð- bundnum skólabúningum Breta eða Japana. Fremur verður fyrir valinu þægilegur joggingklæðnaður og flís- peysur enda hentar slíkt mun betur íslenskri veðráttu en stutt pils og hnésokkar. SKÓLABÚNINGAR UM VÍÐAN HEIM NÁM Á HÁSKÓLASTIGI • UNIVERSITY LEVEL Nánari upplýsingar á www.cesarritz.is og á skrifstofu skólans í síma 594 4000 WWW.MK.IS Spennandi námsmöguleiki fyrir nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi og/eða iðnnámi í matvælagreinum. Nemendur útskrifast með alþjóðlegt rteini í hótelstjórnun og geta í skí framhaldi lokið BA námi í Sviss. Námið fer fram á ensku. An exciting new option for those who hold a university entrance certificate or a vocational certificate in the hospitality industry. Students graduate with a certificate in Hotel and Restaurant Operations and may continue their studies towards a BA degree at César Ritz Colleges in Switzerland. HÓTEL STJÓRNUN HOTEL MANAGEMENT for further information visit www.cesarritz.is or phone the office at 594 4000 Viltu starfa á alþjóðavettvangi? Do you want to work abroad? INNRITUN STENDUR YFIR! ENROL NOW!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.