Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 36
FASTEIGNIR.IS18 Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkja- stofnunar, og Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, hampa handbók um eldvarnir heim- ilisins. Félag fasteignasala hefur tekið að sér að dreifa fræðsluefni um eldvarnir til félagsmanna sinna og er gert ráð fyrir að handbók um eldvarnir heimilisins fylgi hverjum gerðum kaupsamningi á næstu tveimur árum. G era má ráð fyrir að um fimm þúsund kaupendur húsnæðis fái efnið afhent með þessum hætti á árinu. „Það er okkur mikil ánægja að geta tekið þátt í þessu mikilvæga verkefni. Þegar fólk kaupir hús- næði er gott tilefni að huga að eldvörnum og tryggja að á nýja heimilinu séu nægilega margir reykskynjarar og annar eldvarna- búnaður,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fast- eignasala. Grétar og Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnun- ar, skrifuðu undir samkomulag þessa efnis nýverið. Í því segir meðal annars að aðilar séu sam- mála um mikilvægi þess að auka eldvarnir á heimilum til að draga úr líkum á tjóni á lífi, heilsu og eignum. Í handbók heimilisins um eld- varnir er að finna upplýsing- ar og ráð um nánast hvaðeina sem snertir eldvarnir á heimil- um. Fjallað er um reykskynjara, flóttaáætlun, slökkvibúnað, raf- magn og rafmagnstæki, gas, eld og eldfim efni, brunahólfun, eld- varnir í sameign fjölbýlishúsa og brunatryggingar. Eldvarnabanda- lagið gefur efnið út og stend- ur straum af kostnaði en það er samstarfsvettvangur um aukn- ar eldvarnir heimilanna. Aðild að því eiga Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Landssam- band slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna, Mannvirkjastofnun, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., VÍS hf. og Vörður trygg- ingar hf. Taka þátt í eldvarna- fræðslu Save the Children á Íslandi TIL SÖLU Tilboð óskast í fasteignirnar Víðines á Kjalarnesi og Brúarholt II (Efri Brú) í Grímsnes- og Grafningshreppi og Iðndal 2 í Vogum. 15158 – Víðines – Kjalarnesi - fyrrum hjúkrunarheimili. Um er að ræða hjúkrunarheimili, skrifstofubyggingu, eldhús ásamt ten- gibyggingum og talin vera 2.265,8 m² skv. Þjóðskrá Íslands - Fasteignaskrá. Húsin standa á samtals 16.703 m² leigulóð. Húseignirnar eru til sýnis í samráði við Ríkiskaup í síma 530 1400. 14969 – Brúarholt 2 (Efri Brú) - Grímsnes- og Grafningshreppi. Um er að ræða gisti- og þjónus- tumiðstöð ásamt fleiri íbúðarhúsum og útihúsum. Áætluð stærð húsanna er um 1.400 m² skv. Þjóðskrá Íslands – Fasteignaskrá. Húsin standa á 36 ha landsspildu. Nánari upplýsingar gefur Louis Pétursson í síma 482 2147 og 892 9825 og hjá Ríkiskaupum í síma 530 1400. 14879 – Iðndalur 2 – Vogum – eignarhluti Ríkissjóðs Íslands. Húsnæðið er 124,3 m² skv. Þjóðskrá Íslands - Fasteignaskrá. Húsnæðið er til sýnis í samráði við Sveitarfélagið Voga í síma 440 6200 og Ríkiskaup í síma 530 1400. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá Ríkiskaupum ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Gögnin eru aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Tilboð skulu berast til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík fyrir kl. 10:00 þann 11. júní 2013 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. TIL SÖLU Tilboð óskast í ríkisjörðina Hlíðarberg í Hornafirði. 15471 – Hlíðarberg í Hornafirði, útihús og jörðin sem talin er vera 17 hektarar, eigandi Ríkissjóður Íslands. Landið er tvískipt samkvæmt afsali frá árinu 1998 þ.e. 10 ha og 7 ha. Um er að ræða hesthús 59,2 m² byggt 1962, hlaða 76,5 m² byggð 1963, andahús 987,8 m² byggt 1984, hesthús 344,5 m² byggt 1983 og ali- fuglahús 83,9 m² byggt 1986 og er brunabótamat allrar eignarinnar kr. 57.470.000,- og fasteignamat er kr. 13.134.000,- skv. Þjóðskrá Íslands - fasteignaskrá. Andahúsið var endurgert árið 2005 og voru veggir og þak einangruð, húsið stálklætt að innan og gólf steypt. Útihúsin eru í misjöfnu ásigkomulagi, að hluta er fyrirsjáanlegt umtalsvert viðhald. Ekkert íbúðarhús fylgir jörðinni. Húseignin verður til sýnis í samráði við Reyni Sigursteinsson í síma 478 1015. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðila og hjá Ríkiskaupum ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðs- eyðublaði. Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 10.00 þann 11. júní 2013 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. TIL SÖLU Tilboð óskast í bæjarhúsin á ríkisjörðinni Syðri - Bakka í Hörgársveit. 15438 – Syðri Bakki í Hörgársveit, íbúðarhús og útihús á 11090 m² leigulóð, sambyggt að hluta, eigandi Ríkissjóður Íslands. Um er að ræða íbúðarhús 146,2 m² byggt 1952 og sambyggt því alifuglahús 58,3 m² byggt 1967, og véla-/verkfærageymsla 65,7 m² byggt 1959. Sambyggt fjárhús með áburðarkjallara 214,2 m² byggt 1982 og hlaða 78,3 m² byggð 1982 og er brunabótamat eignarinnar kr. 44.990.000,- og fasteignamat er kr. 11.482.000,- skv. Þjóðskrá Íslands - fasteignaskrá. Húsin þarfnast mikils viðhalds eða jafnvel niðurrifs. Húseignin verður til sýnis í samráði við Þórð Þórðarson í síma 898 1636. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðila og hjá Ríkis- kaupum ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 10.00 þann 11. júní 2013 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska. TIL SÖLU Tilboð óskast í tvö 25m² Sumarhús / gestahús til flutnings, staðsett á lóð Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og byggt var af nemendum og kennurum Fsu síðastliðið skólaár. Sala. 15473. Um er að ræða 2 timburhús, 25,m2 að grunnfleti. Að utan er vatnsklæðning, grunnfúavarin og með litlausri yfirborðsviðarvörn. Bárujárn er á þaki en kjöl, áfellur og rennur vantar. Kjölurinn og áfellurnar fylgja með ) Útihurð er úr oregon pine, gluggar eru úr furu. Að innan er húsið fulleinangrað, rakavarnarlag frágengið sem og rafmagnsgrind og spónaplötugólf. Húsið verður til sýnis í samráði við Jón S. Gunnarsson í síma 899 2802, Svan Ingvarsson í síma 893 2092, og Ríkiskaup í síma 530 1400 Tilboðseyðublöð og byggingarlýsing liggja frammi á sama stað og í afgreiðslu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar og myndir á heimasíðu Ríkiskaupa, http://www.rikiskaup.is/. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10.00 þann 11. júní 2013 þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda er þess óska. gretar@domusnova.is Grétar Hannesson Hdl., sveinn@domusnova.is Sími: 899 8546 Vélfræðingur / Sölufulltrúi Sveinn G. Guðmundsson Vegna mikillar sölu vantar eignir á skrá, frítt sölumat. Hringdu núna 899 8546 Löggiltur fasteignasali. Opið hús mánudaginn 27. maí kl. 17,30 - 18,00. Glæsileg 2. herbergja útsýnisíbúð á 10. hæð. Að Rjúpnasölum 14, íbúð 1001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.