Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 46
27. maí 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 18 BAKÞANKAR Sögu Garðarsdóttur Það er margt sem ég óttast í lífinu. Ég óttast stöðugt að fá raflost nálægt inn- stungum og brauðristum, ég held mig fjarri fólki sem spyr mig til vegar, ég hef áhyggj- ur af því að pabbi minn komist að því að ég sprengdi dekkið á hjólinu hans, aftur, og svo óttast ég að verða miðaldra kona. REYNDAR er óttinn við miðellina bland- aður tilhlökkun því aldrinum fylgir held ég mikil sátt við sjálfa sig og hispurs- leysi gagnvart tískustraumum ýmsum og almennum kröfum um svalheit. Þannig veit ég ekkert fegurra en staðalímynd mína um hina miðaldra konu sem klædd þæfðum ull- arserk dansar taktlaust um stofuna með hrosshársnælu í barminum á meðan menningartengdur útvarpsþáttur ómar í bakgrunninum, segir óvið- eigandi brandara við matarborðið og gefur jakkafataklæddum stórmennum í sjónvarpinu fingurinn. RAUNVERULEGUR ótti minn er við afstöðu samfélagsins til miðaldra kvenna. Fáum virð- ist sýnd eins mikil vanvirðing og vantraust og þeim. Þann- ig hlakka ég ekkert til að vera umsvifalaust í áhættuhóp fyrir uppsagnir ef vinnustaður minn stendur í ströngu eða sífellt sett undir nýútskrifað ungt fólk sem hefur slétta húðina eina fram yfir mig. Miðaldra konur eru auk þess víðs fjarri á sjónvarpsskjáum, í kvikmyndum eða á fjölum leikhúsa og þá sjaldan sem ég sæi kynsystur mínar og jafnöldrur í leiknu efni væru það aðal- lega nornir, áhyggjufullar mæður eða kona sem glímir grátbólgin við alvarlegan sjúk- dóm. ÞETTA er frekar leiðinlegt því ef eitthvað enn ömurlegra gerist ekki, eins og ég kafni skyndilega á pönnupitsu, bíða mín óhjá- kvæmilega þau örlög að verða miðaldra. Þannig munu líkurnar á því að ég verði ráðherra snarminnka, ég verð kynferðis- lega ósýnileg og Egill Helgason mun aldrei spyrja mig hvað mér finnst um nokkurn skapaðan hlut. Því eins gaman og það er að vera ungur í samfélagi sem byggir á æsku- dýrkun má ekki gleyma því að tíminn líður. Í nýjum sáttmála strákastjórnarinnar er kveðið á um „að rækta með þjóðinni þær dyggðir sem best tryggja farsæld og jafn- ræði“. Innan þessa ofuralmenna orðalags hljóta að rúmast einhvers konar björgunar- aðgerðir fyrir konur á miðjum aldri. Í þeim anda langar mig að biðla til ríkistjórnar- innar, sem á víst ógeðslega mikinn pening einhvers staðar, að hella sér út í öflugt for- varnarstarf gegn kvenlægum miðellifor- dómum. Menntamálaráðuneytið getur hrint af stað herferð sem mun auka virðingu grunnskólanema fyrir keramikkennslu og glerlist, ýta undir áhuga ungs fólks fyrir skipulögðu kórastarfi og gera textana við lög Kims Larsen að skyldulærdómi fyrir fermingarbörn. Því hvað er jú farsælla og jafnréttara en að fá að eldast óttalaus með reisn? Vill einhver elska 49 ára gamla konu? SIGHTSEERS (16) 18:00, 20:00, 22:00 IN MEMORIAM? (L) 18:00 HANNAH ARENDT (12) 17:50 THE HUNT (JAGTEN) (12) 20:00, 22:10 ON THE ROAD (16) 20:00 DÁVALDURINN (16) 22:20 HANNAH ARENDTS I G H T S E E R S IN MEMORIAM? JAGTEN EFTIR ÓMAR RAGNARSSON MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas NEMAR, ÖRYRKJAR, ELDRI BORGARAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! BÍÓ PARADÍS KLÚBBURINN: bioparadis.is/klubburinn FAST & FURIOUS 5.20, 8, 10.40 STAR TREK 3D 5.20, 8, 10.40 MAMA 8 OBLIVION 5.30 EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS T.K. - Kvikmyndir.isH.V.A. - FBL T.V. - BíóvefurinnH.K. - Monitor 5% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI EMPIRE FILM T.V. - BÍÓVEFURINN THE GUARDIAN H.K. - MONITOR T.V. - BÍÓVEFURINN SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR ALL ROADS LEAD TO THIS EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS! 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS FAST & THE FURIOUS 6 KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 MAMA KL. 10.20 16 / OBLIVION KL. 8 16 NUMBERS STATION KL. 6 12 FAST & FURIOUS 6 KL. 5 - 8 - 10.45 12 FAST & FURIOUS 6 LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45 12 STAR TREK 3D KL. 5 - 8 - 10.45 12 STAR TREK KL. 8 12 THE CALL KL. 10.45 16 EVIL DEAD KL. 8 - 10.10 18 THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 - 5.45 L LA DONNA DEL LAGO ÓPERA KL. 5.45 L FAST & FURIOUS KL. 6 - 9 12 THE GREAT GATSBY 3D ÓTEXTAÐ KL. 10 12 THE GREAT GATSBY KL. 6 - 9 12 PLACE BEYOND THE PINES KL. 9 12 FALSKUR FUGL KL. 6 14 Gleði og glaumur í Hörpu GLÆSILEG Leikkonan Elma Stefanía Ágústdóttir lifði sig inn í hlutverk sitt á tónleikunum í glæsilegum búning sem Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir á heiðurinn af. MYND/ÁSA OTTESEN ÚTSKRIFTARNEMINN Vala Gestsdóttir ásamt kærasta sínum Einari Björgvin Davíðssyni. ALLIR MÆTTIR Sigurður Guðjónsson, Arnar Guðjónsson og Hildur Konráðsdóttir ásamt börnunum Flóka, Svövu og Konráði. HÓLMGEIRSSYSTUR Þær Bára, Sigrún og Hrafnhildur létu ekki vanta. Fjölmennt var í Hörpu á laugar- daginn á útskriftarsýningu Völu Gestsdóttur. Vala útskrifast úr meistaranáminu Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf frá Listahá- skóla Íslands. Sýningin ber heitið Heimur hvelanna og er byggð á ljóði eftir Þórunni Erlu Valdi- marsdóttur. Vala fékk til liðs við sig átta hljóðfæraleikara og leik- konuna Elmu Stefaníu Ágústs- dóttur sem fluttu eins konar gjörning við mikinn fögnuð áhorfenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.