Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 50
27. maí 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 22 Fæst án lyfseðils Verkjastillandi bólgueyðandi Veldur síður lyfjaáhrifum um allan líkamann eins og þegar töflur eru teknar inn PI PA R \T BW A SÍ A 1 31 70 8 Umsóknarfrestur til 5. júní NÝTT TÆKIFÆRI TIL NÁMS KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net HÁSKÓLABRÚ Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi. Að námi loknu uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis. Háskólabrú er skipulögð í samstarfi við Háskóla Íslands. Kennsla við Háskólabrú fer fram í staðnámi og fjarnámi. NÁMSFRAMBOÐ FÉLAGSVÍSINDA- OG LAGADEILD HUGVÍSINDADEILD VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD VERK- OG RAUNVÍSINDADEILD G O L F F y r s t a m ó t i ð á Eimskipsmótaröðinni í golfi fór fram á Garðavelli um helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, vann í kvennaflokki. Hún lék síðasta hringinn á 77 höggum og samanlagt fór hún hringina á þrettán höggum yfir pari vallarins. Aðstæður voru ekki þær bestu um helgina og blés mikið á keppendur. „Aðstæður voru ekki þær bestu um helgina og mikill vindur allt mótið sem bitnaði á spilamennsku keppenda,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigurvegari mótsins. „Sumarið leggst virkilega vel í mig og ég er gríðarlega spennt fyrir komandi átökum. Vellirnir koma misvel undan vetri og eru sumir þeirra ekki í nægilega góðu standi. Mikil þolinmæðisvinna að klára þetta mót og maður varð að vera gríðarlega einbeittur. Ég er mjög ánægð með sjálfa mig og hvernig ég stóð mig í dag, en það var í raun ógeðslegt veður. Ég ætla mér stóra hluti í sumar og berjast um sigur á öllum mótum,“ sagði Guðrún Brá eftir lokahringinn í gær. Í karlaflokki var það Axel Bóasson, GK, sem bar sigur úr býtum en hann lék lokahringinn á 78 höggum og samanlagt á sex höggum yfir pari. „Þetta var heldur betur erfiður hringur,“ sagði Axel Bóasson, rétt eftir lokahringinn í gær. „Maður þurfti að vera virkilega þolinmóður og skynsamur í sínum leik í dag. Aðstæður voru erfiðar og skorið var þar af leiðandi ekki gott, sérstaklega á lokahringnum. Ég hafði náð fínu forskoti fyrir hringinn í dag og því gat ég leyft mér að meira í dag, en það gekk samt sem áður ekki nægilega vel hjá mér á síðasta hringnum og ég fékk til að mynda aðeins einn fugl í dag.“ Axel Bóasson stundar nám í Bandaríkjunum þar sem hann æfir allan veturinn við bestu mögulegar aðstæður en það hefur alltaf verið draumur hans að gerast atvinnumaður í íþróttinni sem hann elskar. „Þetta tímabil leggst gríðarlega vel í mig en ég hef sett mér þau markmið að klífa sem hæst upp heimslistann til að leggja grunninn að því að verða atvinnumaður í golfi. Það hefur verið markmiðið mitt síðan ég var lítill strákur og ég set stefnuna á það.“ - sáp Ætlar upp heimslistann Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir unnu fyrsta mót sumarsins á Eim- skipsmótaröðinni sem fór fram við erfi ðar aðstæður á Garðavelli á Akranesi. KÁT MEÐ HELGINA Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru sigurvegarar Egils Gulls-mótsins sem fór fram á Akranesi um helgina. MYND / GSÍ MYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.