Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 6
27. maí 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 HEILBRIGÐISMÁL Líkamlegum refsingum barna var marktækt minna beitt hér á landi eftir 1980 sam- kvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar sem gerð var hér á landi. Fjallað var um rannsóknina sem gerð var af Geir Gunnlaugssyni landlækni og Jónínu Einarsdóttur mannfræðingi í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar kemur fram að markmið rannsóknarinnar hafi verið að skoða reynslu fullorðinna Íslendinga af líkamlegu ofbeldi í æsku, meta umfang hennar, réttlætingu þol- enda og áhrif á mat og uppeldi. Alls tóku 977 einstaklingar eldri en 18 ára þátt í rannsókninni, af 1500 manna slembiúrtaki úr þjóð- skrá. Þeir voru spurðir í símtali um mat á uppeldi sínu, reynslu af fimm tilteknum formum líkamlegra refsinga og umfang þeirra. Af 968 svarendum mátu 810 að uppeldi þeirra hafi verið gott. Alls sögðu 465 þátttakendur frá bernsku- reynslu af að minnsta kosti einu formi líkamlegra refsinga og voru flengingar algengastar. Næstalgeng- asta form líkamlegra refsinga var kinnhestur og hristingar. Þeir sem voru 30 ára og eldri höfðu oftar reynslu af kinnhesti. Alls 27 svarendur sögðu frá öðrum formum líkam- legra refsinga en þeim sem sérstaklega var spurt um. Dæmi um refsingar voru að hafa verið ýtt, hrint, fengið spark í sig, munnur sápuþveginn, köld sturta, drekkingarathafnir eða að vera barinn með áhöldum, til dæmis herðatré, skóflu eða belti. Faðir var gerandi hjá 155 svarendum, móðir hjá 142, bæði faðir og móðir hjá 106 og aðrir fullorðnir forsjáraðilar hjá 31. Feður voru samkvæmt rann- sókninni líklegri til að hafa beitt syni sína líkamleg- um refsingum en dætur og mæður refsuðu dætrum sínum oftar en sonum. Feður voru rúmlega tvisvar sinnum líklegri til að flengja börn sín en mæður. Mæður refsuðu oftar en feður með því að gefa kinnhest og slá á fingur. Ekki var marktækur munur samkvæmt rannsókninni á því hvort foreldri hristi börn sín oftar. Þeim sem var refsað oft töldu frekar að refsingin hafi aldrei verið réttlætanleg og voru líklegri til að telja uppeldi sitt hafa verið slæmt eða ásættanlegt borið saman við þá sem höfðu enga slíka reynslu. hanna@frettabladid.is Líklegra að feður flengi börnin sín Ný íslensk rannsókn á reynslu fullorðinna á líkamlegu ofbeldi í æsku sýnir að líkamlegum refsingum barna var minna beitt eftir 1980. Rassskelling reyndist algengasta refsingin hjá feðrum en kinnhestur og fingursláttur hjá mæðrum. BARN Í nýrri rannsókn kemur fram að feður eru líklegri til að refsa sonum sínum og mæður líklegri til að refsa dætrum. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Rannsóknir sýna að reynsla af ofbeldi í æsku getur haft neikvæð áhrif á heilsu og líðan þolenda til lengri eða skemmri tíma. Í umfjöllun Læknablaðsins um nýja íslenska rannsókn kemur fram að 14 til 15 ára unglingar með reynslu af líkamlegum átökum innan veggja heimilisins höfðu marktækt meiri einkenni þunglyndi, kvíða og reiði og voru með lægra sjálfsmat en jafnaldrar sem ekki höfðu orðið fyrir slíkri reynslu. Slæm áhrif ofbeldis í æsku EFNAHAGSMÁL Kaupmáttur launa jókst um 2,4 prósent í apríl síðast- liðnum. miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Tólf mánaða hækkun kaupmáttar hefur ekki mælst meiri frá því í maí í fyrra. Að mati greiningardeildar Íslandsbanka gæti aukinn kaup- máttur í mánuðinum skýrt aukna veltu á notkun kreditkorta. Velta jókst um 2,8 að raungildi frá því í apríl í fyrra og debetkortanotkun í innlendum verslunum jókst um 3,6 prósent að raunvirði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. - þj Tölur Hagstofu Íslands: Aukinn kaup- máttur í apríl NOREGUR Norska tollgæslan lagði á fimmtudaginn hönd á 380 kíló af khat í bifreið sem kom frá Svíþjóð. Þetta er stærsti einstaki farmur- inn af khat sem norsk yfirvöld hafa tekið. Khat er planta sem vex aðallega í norðausturhluta Afríku. Lauf hennar eru tuggin eða þau soðin í te til að ná fram örvunaráhrifum. Efnið er ekki ólöglegt alls staðar í Evrópu, en talið er að um 100 tonnum af khatlaufum sé smyglað til Noregs ár hvert. Notkun khats er ekki almenn hér á landi en fyrir tveimur árum fann tollgæslan 58 kíló í farangri manna sem voru á leið vestur um haf og árið 2010 var lagt hald á 39 kíló. - þj Norska tollgæslan: Tók 380 kíló af khat í bifreið BÚNT AF DÓPI Hér sést farmurinn sem náðist á fimmtudaginn. MYND/NORSKA TOLLGÆSLAN STJÓRNSÝSLA Oracle, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, mætir þörfum stjórnvalda og stjórn- sýslu og virkni þess uppfyllir kröfur ríkisins í meginatriðum. Ekkert bendir til að betri útkoma hefði fengist fyrir ríkið með því að nýta aðra lausn en þá sem varð fyrir valinu fyrir tólf árum og nota ætti kerfið áfram. Þetta er niðurstaða óháðrar úttektar á Oracle, eða Orra, en fjármálaráðuneytið réð sænska ráðgjafann Knut Rexed, forstöðu- mann Statskontoret, til að gera út- tektina. Mikið var fjallað um gagnrýni Ríkisendurskoðunar á kaupum ríkisins á Orra á seinni hluta síð- asta árs. Meðal annars var talið að áætlanagerð vegna kaupa og innleiðingar kerfisins hefði verið verulega ábótavant og kostnaður- inn farið langt fram úr áætlun. - sv Sérfræðingur frá Svíþjóð: Oracle hentar vel fyrir ríkið DANMÖRK Lögreglan í Kaup- mannahöfn handtók átján vænd- iskonur á Vesturbrú aðfaranótt föstudags. Jótlandspósturinn segir frá. Að sögn lögreglu höfðu kon- urnar um nokkra hríð angrað íbúa og vegfarendur með fram- göngu sinni, en þær höfðu gengið hart fram í tilboðum sínum og skeytt engu um hvort menn sem gengu um hverfið væru í félags- skap eiginkvenna eða barna. Konurnar, sem eru af erlend- um uppruna, eru grunaðar um að starfa án atvinnuleyfis en lög- regla hyggst einnig rannsaka hvort þær séu mögulega fórnar- lömb mansals. - þj Lögregla í Kaupmannahöfn: Aðgangsharðar vændiskonur handteknar FÓLK Ólafur Tryggvason hefur skipt skrif- borðsstólnum út fyrir hjól á meðan hann æfir sig fyrir hjólreiðakeppnina Wow Cyclothon. 27 lið hafa skráð sig til leiks í keppninni, þar sem þátttakendur hjóla í boðsveitaformi hringinn í kringum landið dagana 19. til 22. júní og safna áheitum til styrktar Barnaheilla - Save the children á Íslandi. Ólafur er liðsmaður í liðinu Expendables Cycling Team og slær tvær flugur í einu höggi með því að æfa af fullum krafti á meðan hann sinnir vinnu sinni hjá Opnum kerfum. „Nútíma karlmenn hafa hreinlega ekki tíma fyrir einhvern leikaraskap og því þarf maður að beita útsjónarsemi ætli maður að ná árangri. Enda er ágætlega krefjandi verkefni að hjóla hringinn í kringum landið svo allur undirbúningur er góður,“ segir Ólafur en liðið stefnir ekki aðeins á að komast fyrst í mark því Ólafur og liðsfélagar hans ætla líka að vera ofarlega í áheitasöfnuninni. „Við ætlum að fara alla leið í þessu og það verður mikið fjör í okkur. Við erum á fullu við að undirbúa hressandi efni sem við hendum inn á Facebook-síðuna okkar og hvetjum fólk til að fylgjast með okkur, og auðvitað heita á okkur líka. Til þess er nú leikurinn gerður.“ - jhh Ólafur Tryggvason skipti skrifborðsstólnum út fyrir sérútbúið hjól sem hann hefur við skrifborðið: Beitir nýstárlegum aðferðum við æfingar HVERGI SLAKAÐ Á Ólafur Tryggvason æfir sig við skrifborðið fyrir hjól- reiðakeppn- ina WOW Cyclothon sem fer fram í júní. 1. Hvar stendur til að setja upp aðfl ugs ljós fyrir Reykjavíkurfl ugvöll? 2. Hvaða fyrrverandi útvarpsstjóri hélt upp á sjötugsafmæli sitt um helgina? 3. Hvaða hlutverk mun Ólafur Darri leika í jólasýningu Borgarleikhússins? SVÖR: 1. Við Ægisíðu 2. Markús Örn Antonsson 3. Hamlet VEISTU SVARIÐ? Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.