Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 14
27. maí 2013 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT
Það er viðeigandi að þú hringir núna,
ég sit einmitt á Mokka,“ segir Ari Sig-
valdason þegar falast er eftir við-
tali vegna sýningarinnar Mokkafólk
sem opnuð var á föstudaginn. „Það er
óhætt að segja að ég sé hér fastagestur
og hafi verið síðastliðin 25 ár, þótt ég
komi reyndar ekki á hverjum degi eins
og sumir.“
Elstu myndirnar á sýningunni eru
teknar 1988 og svo nokkuð reglulega
síðan. Þarna má sjá ýmsa stamkúnna
Mokka í gegnum tíðina eins og til
dæmis Dag Sigurðarson, Sveinbjörn
Beinteinsson og Ketil Larsen.
„Þetta eru svarthvítar myndir og hér
inni hefur ekkert breyst í 55 ár þannig
að það er ómögulegt að segja hvenær
einstakar myndir eru teknar,“ segir
Ari. „Það er helst að maður sjái það á
fatnaði fólks og hárgreiðslu. Það er hér
til dæmis mynd af mér frá 1988 og ég
er mjög „eitís“ á henni.“ Þú ert ekki með
sítt að aftan samt. „Nei, ég klikkaði á
því, hlýt að hafa verið í uppreisn,“ segir
Ari og skellihlær.
Segðu mér aðeins frá sjálfum þér.
Hver ert þú? „Ég er menntaður stjórn-
málafræðingur frá Kaupmannahafn-
arháskóla en lengst af hef ég starfað
á fjölmiðlum. Var lengi að vinna hjá
RÚV, bæði útvarpinu og sjónvarpinu,
sem fréttamaður. Á því góða ári 2007
stofnaði ég síðan ljósmyndagallerí, hið
fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Síðan
hef ég verið að reka það, taka myndir og
gefa út bækur og svona hitt og þetta.“
En þú ert sem sagt ekki menntaður ljós-
myndari? „Ég er sennilega einn mennt-
aðasti ljósmyndari á Íslandi, bara ekki
í því fagi.“
Hvernig kom þessi sýning til?
„Mokka er sem sagt 55 ára og í tilefni
af því kom upp þessi hugmynd um að
sýna myndir sem allar eru teknar hér
inni. Þetta eru ekkert endilega mynd-
ir af þekktu fólki, þótt því bregði fyrir,
meira svona tilraun til að fanga stemn-
inguna á Mokka í gegnum árin.“
Sýningin verður opin á opnunartíma
kaffihússins, frá 9.00 til 18.30, til 27.
júní. fridrikab@frettabladid.is
Mokka-kaffi hefur
ekkert breyst í 55 ár
Mokka-kaffi varð 55 ára á föstudaginn var. Af því tilefni var opnuð þar sýning á 15
myndum eft ir Ara Sigvaldason sem allar eru teknar inni á Mokka. Ari hefur verið fasta-
gestur á Mokka í 25 ár en segist þó ekki vera þar daglega eins og sumir.
EKKERT BREYTIST Á Mokka breytist ekki neitt nema fólkið sem sækir staðinn. Það eldist og tískan í fatnaði og hárgreiðslum breytist, segir Ari.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
AFSKAPLEGA „EITÍS“ Ari árið 1988. „Ég hef klikkað á því að vera með sítt að aftan,“ segir
hann. „Hlýt að hafa verið í uppreisn.“
Þennan dag árið 1939 var Golden Gate-brúin á milli San Francisco
og Marin-sýslu opnuð fyrir bílaumferð.
Tveimur dögum áður höfðu um tvö hundruð manns farið yfir
hana fótgangandi og á hjólaskautum. Brúin er rúmlega 2.700
metrar á lengd, 27 metrar á breidd og 227 metrar á hæð. Áður
en hún var byggð var siglingarleiðin eina raunhæfa leiðin frá San
Francisco yfir til Marin-sýslu.
Ferjusiglingar á milli hófust um 1820 en áætlunarferðir hófust
um 1840. Siglingarleiðin, sem tekur um tuttugu mínútur að fara,
er hættuleg enda eru straumar í flóanum afar sterkir. Margir lögðu
á sínum tíma hart að stjórnvöldum að byggja brú þar sem San
Francisco var eina stóra borgin í Bandaríkjunum sem enn var háð
ferjusiglingum á fjórða áratug síðustu aldar.
Sjálfsmorð eru algeng á brúnni en hún er 79 metra yfir yfir-
borði sjávar. Fyrsta sjálfsmorðið var framið nokkrum dögum eftir
að brúin var opnuð en ekki er vitað hvað þau eru orðin mörg í
heildina þar sem ekki eru alltaf vitni.
ÞETTA GERÐIST 27. MAÍ 1939
Golden Gate-brúin opnuð fyrir umferð
Perlur spænskrar tónlist-
ar frá 19. öld til 21. aldar
beint úr spænskri þjóðar-
sál, svo sem dáðar þjóð-
vísur í útsetningu Lorca,
eru á efnisskrá Guðrúnar
Jóhönnu Ólafsdóttur mezzó-
sópransöngkonu og hinn-
ar spænsku sveitar Sonor
Ensemble í Hörpunni í
kvöld. Einnig flytja þau nýtt
verk eftir Daníel Bjarnason,
Larkin Songs, sem er samið
fyrir Guðrúnu Jóhönnu og
útsett fyrir Sonor Ensemble.
Tónleikarnir eru hluti af
Listahátíð í Reykjavík.
Spænska kammer sveitin
Sonor Ensemble er skipuð
virtum hljóð færaleikurum
úr Þjóð ars in fón íu hljóm-
sveit Spánar undir stjórn
Luis Aguirre, sem er einn
af reyndustu hljómsveitar-
stjórum landsins. Hljóm-
sveitin sér hæfir sig í flutn-
ingi á spænskri tónlist og
hefur frum flutt fjölda verka
eftir spænsk og suður amer-
ísk tónskáld.
Guðrún Jóhanna starfar
á Spáni og hefur komið fram
með Sonor Ensemble víða
um heim og á tón leikunum í
kvöld munu þau flytja mörg
af þeim verkum sem yfir-
leitt eru á efn isskrá þeirra
á tónleikaferðalögum.
Píanó ein leikari á tón-
leikunum er Sebastián Mar-
iné, einn af fremstu píanó-
leikurum og núlifandi
tón skáldum Spánar. Stjórn-
andi er Luis Aguirre. -gun
Seiður frá Spáni og
eitt íslenskt verk
Nýtt verk eft ir Daníel Bjarnason, næturljóð
af götum Madrídar og göldróttir sígauna-
dansar hljóma í Norðurljósasal Hörpu í
kvöld klukkan 20.
GUÐRÚN JÓHANNA Syngur næturljóð af götum Madrídar og
göldrótta sígaunadansa, ásamt nýju verki sem Daníel Bjarnason
samdi fyrir hana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MERKISATBURÐIR
1746 Sett er tilskipun um húsvitjanir og skulu prestar húsvitja
minnst tvisvar á ári.
1857 Settar eru reglur um að danskir embættismenn verði að
standast íslenskupróf til að fá stöður á Íslandi.
1962 Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi.
1981 Fjórir menn farast í flugslysi á Holtavörðuheiði og finnst
flak vélarinnar ekki fyrr en 10. júní þrátt fyrir mikla leit.
1982 Ólafur Jóhann Ólafsson lýkur stúdentsprófi með hæstu
einkunn sem gefin hefur verið (9,67) frá Menntaskólanum í
Reykjavík.
1982 Davíð Oddsson tekur við starfi
borgarstjóra í Reykjavík af Agli
Skúla Ingibergssyni.
1982 Falklandseyjastríðið: Orrustan
um Goose Green hefst.
1983 Hús verslunarinnar í Reykjavík
er tekið í notkun.
1991 Landsbankinn yfirtekur
rekstur Samvinnubankans.
2006 Sveitarstjórnarkosn-
ingar eru haldnar á Íslandi.
2006 Jarðskjálfti af stærð-
argráðunni 6,3 á Rich-
ter verður á eyjunni Jövu
í Indónesíu. Yfir 6.000
manns farast, 36 þúsund
slasast og um ein og hálf
milljón manns missir heim-
ili sín.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson