Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.05.2013, Blaðsíða 8
27. maí 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 05/11, ekinn 60 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 6.790 þús. Rnr.270247. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/11, ekinn 45 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.490 þús. Rnr.260005, Frábært úrval af notuðum bílum á frábæru verði Kletthálsi 11 og Breiðhöfða -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is HYUNDAI iX35 Nýskr. 10/11, ekinn 18 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Rnr. 151924 RENAULT KOLEOS 4x4 Nýskr. 09/08, ekinn 62 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr.270206. SUBARU FORESTER PLUS Nýskr. 06/08, ekinn 103 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr.280223. TOYOTA LAND CRUISER 120 LX Nýskr. 06/08, ekinn 67 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 5.390 þús. Rnr.270246. BMW X5 Nýskr. 09/07, ekinn 71 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 6.490 þús. Rnr.151891. Aðeins kr. 4.490 þús. Tökum notaðan uppí notaðan! Erum í samningsstuði! SKÓGRÆKT Skógrækt ríkisins afhendir á næstu vikum kísil- málmverksmiðju Elkem á Grund- artanga á annað þúsund tonn af lerkibolum sem hafa fallið til við grisjun skóga í öllum lands- hlutum. Verksmiðjan getur nýtt 35.000 tonn af timbri á ári. Þröstur Eysteinsson, sviðs- stjóri hjá Skógrækt ríkisins, segir þetta eitt dæmi um að nýtt tíma- bil í skógrækt sem atvinnugrein í landinu sé hafið. „Nú eru komnir skógar á Íslandi sem eru orðnir nógu stórir og gamlir til að hægt sé á hagkvæman hátt að vinna efni til nytja. Þar á meðal til málmvinnslu. Samningur okkar við Elkem er um 1.600 rúmmetr- ar timburs en þeir geta tekið við eins miklu og við komumst yfir að grisja,“ segir Þröstur en grisj- unarviðurinn til Elkem kemur frá fimm skógum Skógræktarinn- ar, auk tveggja ræktunarsvæða skógræktarfélaga í öllum lands- hlutum. Spurður um fjölda þeirra trjáa sem felld eru í tengslum við verk- efnið segir Þröstur að ekki sé langt frá lagi að um 20 tré séu grisjuð fyrir hvern rúmmetra sem fluttur er til Grundartanga. „Þetta eru því um 24.000 tré sem voru felld núna. Við erum gjarn- an að fella um þúsund tré á hekt- ara og skilja eftir eitt til tvö þús- und tré. Því hafa verið grisjaðir um 24 til 30 hektarar af skógi til að framleiða þetta magn. Það er reyndar aðeins lítill hluti þess sem þarf að grisja í skógum hér á Íslandi. Það þarf að grisja á milli tvö til þrjú þúsund hektara lands ef vel ætti að vera,“ segir Þröst- ur sem bætir við að til að kom- ast yfir slíkt verkefni þurfi betri tæki og tól. Ágætis byrjun væri að fá skógarhöggsvél til landsins. Þorsteinn Hannesson, sérfræð- ingur hjá Elkem, segir að verk- smiðjan á Grundartanga geti notað allt að 35.000 tonn af timbri í framleiðslu sinni ár hvert. Grisj- unarviður frá Skógræktinni er þar af um 1.200 til 1.500 tonn og frá Sorpu fást sex til tuttugu þús- und tonn af viðarkurli úr endur- unnu timbri, en það magn er mjög breytilegt á milli ára. Það sem upp á vantar af timbri er flutt inn frá Kanada. „Notkun okkar á timbrinu er þannig að því er blandað við annað hráefni sem fer inn á ofn- inn og umbreytist þar í viðar- kol, og það er kolefnið sem nýtist okkur. Timbrið er hlutlaust í til- liti til kolefnislosunar, en annars þyrfti að nýta kolefni sem graf- ið er úr jörðu; kol, viðarkol eða koks, sem er kolefniseldsneyti úr kolum. Svo þessi leið er umhverf- isvæn,“ segir Þorsteinn. svavar@frettabladid.is Flytja þúsundir trjáa í brennsluofn Elkem Skógrækt ríkisins flytur næstu vikur mikið magn af grisjunarvið til kísilmálm- verksmiðju Elkem á Grundartanga. Viðurinn kemur frá sjö skógræktarsvæðum af öllu landinu. Grisja þyrfti um þrjár milljónir trjáa á landinu ef vel ætti að vera. HLAÐIÐ Á HAFURSÁ Á hvern bíl fara um 40 rúmmetrar, sem jafngildir 800 trjám. MYND/ÞRÖSTUREYSTEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.