Fréttablaðið - 27.05.2013, Side 50

Fréttablaðið - 27.05.2013, Side 50
27. maí 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 22 Fæst án lyfseðils Verkjastillandi bólgueyðandi Veldur síður lyfjaáhrifum um allan líkamann eins og þegar töflur eru teknar inn PI PA R \T BW A SÍ A 1 31 70 8 Umsóknarfrestur til 5. júní NÝTT TÆKIFÆRI TIL NÁMS KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net HÁSKÓLABRÚ Á Háskólabrú er boðið upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi. Að námi loknu uppfylla nemendur inntökuskilyrði í háskóla hérlendis og erlendis. Háskólabrú er skipulögð í samstarfi við Háskóla Íslands. Kennsla við Háskólabrú fer fram í staðnámi og fjarnámi. NÁMSFRAMBOÐ FÉLAGSVÍSINDA- OG LAGADEILD HUGVÍSINDADEILD VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD VERK- OG RAUNVÍSINDADEILD G O L F F y r s t a m ó t i ð á Eimskipsmótaröðinni í golfi fór fram á Garðavelli um helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, vann í kvennaflokki. Hún lék síðasta hringinn á 77 höggum og samanlagt fór hún hringina á þrettán höggum yfir pari vallarins. Aðstæður voru ekki þær bestu um helgina og blés mikið á keppendur. „Aðstæður voru ekki þær bestu um helgina og mikill vindur allt mótið sem bitnaði á spilamennsku keppenda,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigurvegari mótsins. „Sumarið leggst virkilega vel í mig og ég er gríðarlega spennt fyrir komandi átökum. Vellirnir koma misvel undan vetri og eru sumir þeirra ekki í nægilega góðu standi. Mikil þolinmæðisvinna að klára þetta mót og maður varð að vera gríðarlega einbeittur. Ég er mjög ánægð með sjálfa mig og hvernig ég stóð mig í dag, en það var í raun ógeðslegt veður. Ég ætla mér stóra hluti í sumar og berjast um sigur á öllum mótum,“ sagði Guðrún Brá eftir lokahringinn í gær. Í karlaflokki var það Axel Bóasson, GK, sem bar sigur úr býtum en hann lék lokahringinn á 78 höggum og samanlagt á sex höggum yfir pari. „Þetta var heldur betur erfiður hringur,“ sagði Axel Bóasson, rétt eftir lokahringinn í gær. „Maður þurfti að vera virkilega þolinmóður og skynsamur í sínum leik í dag. Aðstæður voru erfiðar og skorið var þar af leiðandi ekki gott, sérstaklega á lokahringnum. Ég hafði náð fínu forskoti fyrir hringinn í dag og því gat ég leyft mér að meira í dag, en það gekk samt sem áður ekki nægilega vel hjá mér á síðasta hringnum og ég fékk til að mynda aðeins einn fugl í dag.“ Axel Bóasson stundar nám í Bandaríkjunum þar sem hann æfir allan veturinn við bestu mögulegar aðstæður en það hefur alltaf verið draumur hans að gerast atvinnumaður í íþróttinni sem hann elskar. „Þetta tímabil leggst gríðarlega vel í mig en ég hef sett mér þau markmið að klífa sem hæst upp heimslistann til að leggja grunninn að því að verða atvinnumaður í golfi. Það hefur verið markmiðið mitt síðan ég var lítill strákur og ég set stefnuna á það.“ - sáp Ætlar upp heimslistann Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir unnu fyrsta mót sumarsins á Eim- skipsmótaröðinni sem fór fram við erfi ðar aðstæður á Garðavelli á Akranesi. KÁT MEÐ HELGINA Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir eru sigurvegarar Egils Gulls-mótsins sem fór fram á Akranesi um helgina. MYND / GSÍ MYNDIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.