Fréttablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 2
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2
KRAFIST ER
10 ÁRA FANGELSIS 4
Leikskóli á Akureyri kennir fj ögurra ára börnum
um jafnrétti með því að snúa við kynjahlut-
verkum í heimsþekktum ævintýrum.
HASSSÖLUMENN VILJA
BORGA OPINBER GJÖLD 6
Sölumenn á Pusher Street í Kristjaníu í Kaup-
mannahöfn vilja semja um greiðslu skatta af
útgerð sinni.
VILJA EIGNIR ÚR FASTEIGN 8
Þrjú sveitarfélög nýta fj ármagn úr sölu á
Hitaveitu Suðurnesja til að kaupa sig út úr
Eignarhaldsfélaginu Fasteign.
Lilja Rúriksdóttir ballettdansari út-
skrifaðist úr hinum virta listaháskóla
Juilliard í New York. Hún er fyrst ís-
lenskra dansara til að klára skólann. Hún
ætlar að dansa í New York næsta árið.
Systkinin Gríma og Grettir
Valsbörn munu leika
saman í Óvitunum í Þjóð-
leikhúsinu í haust. Gríma
mun þreyta frumraun sína
á sviðinu en Grettir, sem er ellefu ára, hefur þegar
leikið í fjölda uppsetninga.
Vigdís Hauksdóttir þingmaður heldur
því fram að einhver fái borgað fyrir að
rægja hana á netinu. Annars myndi varla
nokkur leggja í að „elta“ hana árum
saman og skrifa um hana óhróður.
Pétur Kristján Guðmundsson lamaðist
fyrir neðan mitti í slysi í Austurríki
fyrir tveimur árum. Hann vinnur
nú með fyrirtækinu Össuri að
því að búa til spelku sem hjálpar
mænusköðuðum að ganga óstuddir. Hann segir
óásættanlegt ástand að vera lamaður.
FIMM Í FRÉTTUM BALLETT, LEIKHÚS OG ÓHRÓÐUR Á NETINU
➜ Jóhann Berg Guðmundsson knattspyrnumaður í Hollandi lenti í því á leik Breiðabliks og
HK í vikunni að ölvaður maður veittist að honum vegna þess að hann var ósáttur við það
hvar knattspyrnumaðurinn sat. Jóhann er uppalinn Bliki en sat hjá HK-ingum.
ER ENGINN SKÚLI Á SVIÐINU? 18
Þorsteinn Pálsson um gjaldmiðilsmál.
NÝJA SÝN Á NORÐRIÐ 22
Ari Trausti Guðmundsson um hlýnun jarðar.
ÍSLAND OG EVRÓPA– HVAÐ NÚ? 24
Vésteinn Ólason um Evrópusambandsaðild.
MENNTUN „Við ætlum að vinna
með ævintýri sem börnin þekkja,.
Ævintýrin eru allstaðar og hafa
verið notuð markvisst af mark-
aðsöflum til að móta fastar gam-
aldags kynjahugmyndir og þetta
á að vera mótvægi við því, svona
bakvið tjöldin,“ sagði Anna Elísa
Hreiðarsdóttir, lektor við Háskól-
ann á Akureyri og verkefnisstýra
nýs þróunarverkefnis á leikskólan-
um Iðavelli á Akureyri.
Iðavöllur hefur á næsta skólaári
innleiðingu nýs þróunarverkefnis.
Verkefnið snýr að því að kafa ofan
í ævintýri sem börnin þekkja, og
snúa við kynjahlutverkum og
spyrja áleitinni spurninga um
hlutverk kynjanna. Þannig leitast
verkefnið eftir því að svara hverj-
ar jafnréttis- og kynjahugmyndir
fjögurra ára barna eru og hvern-
ig megi vinna með þær. Börnin
eru þannig látin pæla í aðstæð-
unum sem hetjurnar í ævintýr-
unum standa frammi fyrir. Hefði
það breytt einhverju ef Rauðhetta
væri strákur? „Við ætlum að byrja
á því að vinna með Rauðhettu sem
er stelpusaga, svo ætlum við að
taka fyrir Búkollu, sem er stráka-
saga, og vonandi náum við að taka
Hans og Grétu fyrir líka, þar sem
bæði stelpa og strákur eru í aðal-
hlutverki. Svo er hugmyndin að
börnin semji eigin sögur og þá
koma kennarar til með að greina
hvort sögurnar þeirra verði í hefð-
bundnu ævintýrasniði, um prins-
essur og bardaga eða hvort við-
horfin breytist eitthvað,“ sagði
Anna Elísa jafnframt.
Í nýjum aðalnámskrám er krafa
um jafnréttisuppeldi á öllum
grunnstigum menntunar. „Ég mat
það sem svo að aðrir grunnþættir
hefðu sterkari grunn en jafnréttis-
uppeldi, þess vegna réðst ég í þetta
verkefni,“ bætti Anna Elísa við.
Kristlaug Svavarsdóttir, leik-
skólastjóri á Iðuvelli fagnar þessu
framtaki og því að stuðla að auk-
inni vitund barna, og kennara, um
jafnrétti og kynjahlutverk. „Við
fengum styrk frá Menntamála-
ráðuneytinu til að setja þetta verk-
efni í gang. Hugmyndin er svo sú
að nýta þetta ferli til þess að búa
til námsefni sem svo fleiri leik-
skólar geta nýtt sér. Við ætlum
að búa til áætlun um hvernig sé
hægt að vinna með kynjahlutverk
í gegnum sögur og leik,“ sagði
Kristlaug.
„Við erum jafnréttissinnuð á
Íslandi, og margir sigrar unn-
ist, en það er margt óunnið og
samkvæmt rannsóknum virðist
ákveðið bakslag hafa orðið í við-
horfum unglinga gagnvart jafn-
rétti. Þess vegna er mikilvægt að
byrja snemma að innleiða þessar
hugmyndir í börnin,“ bætti Anna
Elísa við. olof@frettabladid.is
Börnin kynleiðrétta
heimsþekkt ævintýri
Leikskóli á Akureyri ætlar að kenna fjögurra ára börnum um jafnrétti. Notast verður
við vel þekkt ævintýri í kennslunni og hefðbundnum hlutverkum kynjanna snúið
við. Meðal annars er spurt hvernig það hefði verið ef Rauðhetta hefði verið strákur.
RAUÐHETTUUPPSETNING Leikhópurinn Lotta hefur verið duglegur við að setja
upp hin og þessi ævintýri fyrir börn víða um land. Með uppstokkun kynjahlutverka í
ævintýrum aukast uppsetningarmöguleikarnir. MYND/LOTTA
Eið ætlum að byrja á
því að vinna með Rauðhettu
sem er stelpusaga, svo
ætlum við að taka fyrir
Búkollu, sem er strákasaga,
og vonandi náum við að
taka Hans og Grétu fyrir
líka.
Anna Elísa Hreiðarsdóttir
verkefnisstýra á Iðavöllum
ÓTTI GREIP SKIPVERJANA 30
Valdimar Tryggvason loft skeytamaður var einn
þrjátíu og tveggja skipverja á Þorkeli Mána RE
205 sem lentu í sjávarháska í febrúar 1959.
KARLAR SEM KYNDA
OFNINN SINN 36
Leikni í eldhúsinu er orðin að slíku
karlmennskutákni að á ensku hefur verið slegið
sérstakt hugtak yfi r karla sem elska að elda–
gastrosexuals.
AÐSTOÐ ÓSKAST 40
Nígeríusvindl lifa góðu lífi og velta milljörðum
árlega.
MIÐPUNKTUR ALHEIMSINS 42
Stemningin á Times Square í New York fönguð
með ljósmyndum.
FJÓRÐUNGUR ÍBÚÐA
FYRIR VERR SETTA 48
Reykvíkingum mun fj ölga um 25 þúsund fram
til ársins 2030, samkvæmt spám. 14.500 nýjar
íbúðir verða reistar til að bregðast við þessari
fólksfj ölgun í Reykjavík fram til 2030.
KRAKKASÍÐAN 50
KROSSGÁTAN 52
SÚ ÞRIÐJA STERKASTA
Í BRETLANDI 90
Lilja Björg Jónsdóttir lenti í þriðja sæti í
keppninni Sterkasta kona Bretlands.
DÓTTIR JÓNS
HANNAR TÖSKUR 72
Hedi Jónsdóttir hannar töskur í London.
UNGIR ÍSLENDINGAR
HLJÓTA VIÐURKENNINGU 70
JCI á Íslandi verðlaunar tíu unga einstaklinga.
STELPURNAR OKKAR
ÆTLA TIL SERBÍU 82
Kvennalandsliðið í handbolta mætir Tékkum.
STÆRSTA STUND ÁRSINS
Í HANDBOLTANUM 84
Guðjón Valur Sigurðsson er klár í slaginn með
Kiel í úrslitum Meistaradeildar um helgina.
TYRKLAND, AP Til harðra átaka
kom í Istanbúl í gær þar sem
tyrkneska lögreglan beitti meðal
annars táragasi og háþrýstivatns-
byssum í átökum við mótmælend-
ur.
Lögregla lét til skarar skríða í
birtingu í gær til að reka á brott
hóp fólks sem hafði í þrjá daga
mótmælt á friðsaman hátt fyrir-
huguðum breytingum á Taksim-
torgi. Þær fela meðal annars í sér
að trjágróður verði fjarlægður úr
almenningsgarði í nágrenninu.
Tólf mótmælendur þörfnuðust
aðhlynningar á sjúkrahúsi og að
minnsta kosti þrettán manns voru
handteknir. Aðgerðir lögreglu
kyntu þó undir óánægjubáli sem
braust út í mótmælum víða um
land, meðal annars í höfuðborg-
inni Ankara.
Atburðir gærdagsins þykja
einnig bera vott um aukna hörku
stjórnar Recep Erdogans for-
sætisráðherra í garð gagnrýnis-
radda innanlands. Innanríkisráð-
herra Tyrklands sagðist mundu
rannsaka ásakanir um óhóflega
valdbeitingu lögreglu en varði
aðgerðirnar og sagði þær hafa
beinst gegn ólöglegum mótmælum.
Erdogan sjálfur vísaði kröfum
mótmælenda á bug og lét þau orð
falla að verkefnið umdeilda yrði
leitt til lykta, „sama hvað þau
gera“. - þj
Hörð átök milli hóps mótmælenda og tyrknesku lögreglunnar:
Táragasið streymdi í Istanbúl
Í HRING-
IÐU ÁTAKA
Þessi maður
flúði undan
táragasi sem
tyrkneska
lögreglan
skaut að
hópi mót-
mælenda
í miðborg
Istanbúl.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
„Við höfum gengið þessar leiðir skref fyrir skref eftir
kortum og myndum og metið hvað getur komið fyrir á
hverjum stað.“ 10
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands
FRÉTTIR 2➜16
SKOÐUN 18➜24
HELGIN 26➜52
SPORT 82➜84
MENNING 68➜90
Reiðhjólauppboð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
verður haldið laugardaginn 8. júní nk. kl. 11
í húsnæði Vöku í Skútuvogi 8 í Reykjavík.
UPPBOÐ