Fréttablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 12
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12
FERÐALÖG Ferðafélag Íslands
hefur í samstarfi við VÍS gert
áhættumat á vinsælum göngu-
leiðum á landinu. Nú þegar
hefur verið birt áhættumat á
leiðum á Esjunni á vef félagsins,
fi.is, sem hægt er að skoða án
endurgjalds.
„Við erum til dæmis búnir
að taka Esjuna fyrir eins og
hún leggur sig, alls tólf leiðir.
Við höfum gengið þessar leiðir
skref fyrir skref eftir kortum
og myndum og metið hvað
getur komið fyrir á hverjum
stað,“ segir Páll Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Ferðafélags
Íslands.
Einnig er hægt að skoða
áhættumat á Hornströndum,
Laugaveginum, Fimmvörðu-
hálsi, Hvannadalshnjúk og Lóns-
öræfum. Á næstu tveimur árum
verður gert áhættumat á öðrum
helstu gönguleiðum á landinu, að
því er Páll greinir frá.
Hann segir Ferðafélagið hafa
viljað sýna þetta frumkvæði til
að auka öryggi og tryggja för
ferðamanna. „Þetta er jafnframt
liður í að taka upp Vakann, sem
er umhverfis- og gæðastjórnun-
arkerfi frá Ferðamálastofu.“
Páll getur þess að einnig hafi
verið gert heildarmat á áhætt-
unni við það að ferðast úti í
náttúr unni. „Við bendum á leiðir
til að draga úr hættu á að hrasa,
villast, týnast, ofkælast eða
lenda í vandræðum í vöðum og
ám. Það er til dæmis hægt með
því að huga að góðum búnaði,
vera í góðum skóm og fatnaði,
vera í fylgd með öðrum og láta
vita af ferðum sínum. Besta
reglan er að snúa frá eða hætta
við ef maður er óöruggur um
einhver atriði.“
ibs@frettabladid.is
Áhættumat gönguleiða á Íslandi
Laugavegurinn
Hornstrandir
Esja
Lónsöræfi
Fimmvörðuháls
Mat lagt á hættulega
staði á ferðaslóðum
Ferðafélag Íslands birtir á vef sínum áhættumat á gönguleiðum. Metið hvað getur
komið fyrir á hverjum stað. Vilji sagður standa til að tryggja öryggi og för ferða-
manna. Bent er á leiðir til þessa að forðast eða draga úr áhættu á ferðalögum.
Metið hefur verið hvað getur gerst á hverjum hluta gönguleiðarinnar fyrir
sig. Gerður hefur verið ákveðinn stuðull fyrir hvað getur gerst og hverjar
líkurnar eru á að það gerist.
1 Litlar líkur á atviki eða gerist sjaldan.
2 Töluverðar líkur á atviki eða gerist oft.
3 Miklar líkur á atviki.
Á fyrsta hluta leiðarinnar er til dæmis ólíklegt að menn hrasi og ef þeir
detta verða meiðslin lítilsháttar.
Hættulegt er að fara upp í klettana. Detti göngumaður þar getur hann
hrapað og þá eru líkur á alvarlegu slysi.
➜ Hættur á leiðinni á Þverfellshorn
Flugsæti til München
á góðu verði í sumar
Eigum nokkur flugsæti laus til München í sumar með
þýsk um samstarfsaðilum. Flogið er frá Íslandi tvisvar í viku;
á sunnu dögum og fimmtudögum.
Verð með
sköttum:
Önnur leið frá kr.
25.999,-
Nánari upplýsingar á skrifstofutíma
í síma 588 8660
Langholtsvegi 115 · 104 Reykjavík · Sími 588 8660 · flug@snaeland.is
VELKOMIN Í JÓGA
SUMARTILBOÐ – Kundalini / Hatha / Jóga Nidra
OPIÐ KORT 3. júní – 23. ágúst.
SUMARTILBOÐ
15.000 kr.
NÁNAR á jogasetrid.is
SKIPULAGSMÁL „Með þessari
hugmynd er verið að lög-
festa flatneskju,“ segir Hrafn
Gunnlaugs son,
kvik mynda-
gerðar maður
og áhuga maður
um skipulags-
mál, um drög
að nýju aðal-
skipulagi
Reykjavíkur-
borgar. Eins
og fram kom í
Fréttablaðinu
um miðja vikuna kveða drögin á
um fortakslaust bann við bygg-
ingu háhýsa á svæðinu innan
Hringbrautar í Reykjavík, þar
sem ekki verður leyfilegt að
byggja hús hærri en fimm hæðir.
Það finnst Hrafni, sem meðal
annars gerði kvikmyndina
Reykjavík í nýju ljósi árið 2000,
bera vott um rétttrúnað.
„Mér finnst alveg hróp-
legt að flokkur sem kenndi sig
við anarkisma, Besti flokk-
urinn, ætli að innleiða rétt-
trúnað í skipulagsmálum,“ segir
Hrafn í samtali við Fréttastofu.
Skipulags yfirvöld þurfi að taka
afstöðu til hvers og eins verk-
efnis.
„Mér finnst vera svo hróplegt
misræmi í þessu og þarna eru
menn að sverja af sér hverjir
þeir eru. Hvar er anarkisminn
núna ef það á að fara að innleiða
rétttrúnað og flatneskju?“ - þj, kh
Hrafn Gunnlaugsson um bann við byggingu háhýsa í miðborginni:
„Hvar er anarkisminn núna?“
HUGSAÐ HÁTT Hrafn Gunnlaugsson
segir prýði að húsum við Skúlagötu
sem væru „hvergi annars staðar kölluð
háhýsi“. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HRAFN
GUNNLAUGSSON
Við erum til dæmis búnir að taka
Esjuna fyrir eins og hún leggur sig, alls
tólf leiðir. Við höfum gengið þessar leiðir
skref fyrir skref eftir kortum og myndum
og metið hvað getur komið fyrir á hverj-
um stað.
Páll Guðmundsson
framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands
FÓLK „Þetta er árlegur við burður,
þó að hann sé ekki alltaf með sama
sniði. Núna í ár eru þetta tón-
listaratriði og markaðir og fleira
smálegt,“ segir Carmen Jóhanns-
dóttir, einn aðstandenda viðburð-
ar á vegum Hjálpræðishersins nú
í dag, laugardag. „Allt hjálpar og
þetta er allt til styrktar útigangs-
fólki, til þess að Hjálpræðisherinn
geti haldið áfram að vinna óeigin-
gjarnt starf í þágu þeirra sem
minna mega sín. Enginn getur allt,
en allir geta eitthvað.“
Hjálpræðisherinn og aðrir
aðstandendur halda stóran fata-
og nytjamarkað á Herkastalanum,
Kirkjustræti 2, í Reykjavík á morg-
un. Opið er milli ellefu og fimm.
„Þetta verður rosastuð. Við bjóð-
um upp á kaffi og kökur og svo á
milli tvö og þrjú verða tónlistar-
atriði. Þar koma fram Eyþór Ingi,
Sísý Ey, Steini í Hjálmum, Leaves
og Siggi Ingimars svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Carmen. „Það er ótrú-
legt hvernig meðferð útigangsfólk
hlýtur hérna á Íslandi.“ - ósk
Ágóðinn rennur til gistiskýlis sem Hjálpræðisherinn rekur fyrir útigangsfólk:
Útigangsfólki rétt hjálparhönd
HJÁLPRÆÐISHERINN Hús Hjálp-
ræðishersins er eitt af kennileitum
Reykjavíkur borgar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
INDLAND Á skrifstofu á Indlandi
er með eftirlitsmyndavélum
fylgst með handþvotti starfs-
manna á ellefu sjúkrahúsum í
þremur heimsálfum.
Samkvæmt frétt Dagens Ny-
heter látast árlega 100 þúsund
af völdum sýkinga sem þeir fá á
sjúkrahúsum í Bandaríkjunum.
Starfsmenn reyndust bara þvo
hendur sínar í 30 prósentum til-
fella þegar þeir meðhöndluðu
sjúklinga. Í kjölfar eftirlitsins er
talan nú 88 prósent. - ibs
Sýkingar á sjúkrahúsum:
Fylgst með
handþvotti
SKÓLAMÁL Fjöldi grunnskóla vill
taka upp valgrein sem leggur
áherslu á heilbrigðan lífsstíl.
Áhuginn kemur í kjölfar nýlegrar
umfjöllunar Fréttablaðsins um
námsefnið sem þróað var fyrir
efri bekki Rimaskóla.
Meðal skóla sem sýnt hafa efn-
inu áhuga eru Grunnskólinn í Nes-
kaupstað, Grunnskólinn á Dalvík,
Grunnskólinn á Grundarfirði og
Áslandsskóli. Einnig hefur Folda-
skóli í Grafarvogi sýnt náms-
efninu áhuga. - ósk
Kenna heilbrigðan lífsstíl:
Lífsstíll vekur
mikla athygli
Hvannadalshnjúkur