Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 22

Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 22
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 22 Grensásdeild fagnar 40 ára afmæli sínu um þess- ar mundir. Eins og mörg- um er kunnugt fer þar fram endurhæfing þeirra sem glíma við margvís- legar afleiðingar slysa eða langvinnra sjúkdóma, s.s. heila- og mænuskaða, afleiðingar heilaáfalla og miklu fleira. Við þessar aðstæð- ur eru fyrir hendi ýmis úrræði í samfélaginu. Lög um almannatryggingar, félagsþjónustu sveitarfélaga og félagslega aðstoð eiga að tryggja að allir njóti lágmarksframfærslu þrátt fyrir að vera óvinnufærir vegna veikinda eða slysa. Alvarleg og langvinn veikindi, sem í sumum tilfellum leiða til fötlunar, hafa óhjákvæmilega mikil áhrif á líf þess sem fyrir þeim verður. Fjölskylda hins veika verður einnig fyrir áfalli. Í sumum tilfellum þarf fólk að hætta að vinna eða skipta alveg um starfs- vettvang. Margir þurfa að huga að breytingum á húsnæði eða flytja í annað húsnæði sem hentar betur. Í stöku tilfellum þarf fólk jafnvel að taka sig upp og flytja utan af landi til þess að geta betur tekist á við aðstæður sínar. Síðast en ekki síst þarf fólk að aðlagast nýjum aðstæðum og breyttum hlutverk- um innan fjölskyldunnar. Eftir útskrift af Grensásdeild þarf fólk því að aðlagast breyttum kring- umstæðum og reiða sig á þjónustu ýmissa aðila, s.s. heilsugæslu, félagsþjónustunnar og fleiri aðila, t.d. Öryrkjabandalagsins og Sjálfs- bjargar, svo fátt eitt sé nefnt. Það er ákaflega mikilvægt að aðilar sem koma að málum ein- staklinga í endurhæfingu vinni saman með heildarsýn að leiðar- ljósi þar sem hagsmunir sjúklings- ins og fjölskyldu hans eru í fyrir- rúmi. Þannig næst best markmið endurhæfingar um að fólk nái sem bestri heilsu og færni í kjöl- far slysa eða sjúkdóma og fái færi á að vera virkir þjóðfélagsþegnar sér og öðrum til gæfu og hagsbóta. ➜ Það er ákafl ega mikilvægt að aðilar sem koma að málum einstaklinga í endur- hæfi ngu vinni saman með heildarsýn að leiðarljósi þar sem hagsmunir sjúklings og fjölskyldu hans eru í fyrirrúmi. Hlýnun jarðar breytir lífs- skilyrðum jarðarbúa afar hratt. Á norðurslóðum eru breytingarnar hraðari en flesta óraði fyrir. Mönnum er tíðrætt um tækifærin sem fylgja en minna heyr- ist um vandkvæðin. Umtal um þau er fyrirferðar- mikið hjá vísindamönn- um en stjórnmálamenn eru uppteknari af öllu því dýrmæta sem á að opn- ast þegar hækkar hratt í sjó, hafísinn (endurkasts- skjöldur hitageislunar) minnkar, jöklar (helstu vatnsforðabúrin) minnka, höfin súrna, sífrerasvæð- in losa metan, fjölbreytileiki líf- ríkis minnkar og fólk hrekst úr heimkynnum sínum. Listinn er enn lengri og hann kallar á end- urnýjaða heildarsýn en ekki val á umtalsefni eftir hentugleikum eða rósrauð málverk sölumannsins. Enda þótt aðeins 4 milljón- ir manna byggi norðrið varða 30 milljónir ferkílómetrar af þurr- lendi og hafi alla jarðarbúa. Sigl- ingar, námagröftur, gas- og olíu- vinnsla, ferðaþjónusta og önnur nýting náttúruauðlinda á sjötta hluta jarðar eru ekki einkamál fárra þjóða. Átta norðurslóðaríki mynda samráðsvettvang, norður- skautsráðið, með Grænlending- um og Færeyingum, frumbyggja- samtökum og áheyrnarfulltrúum margra landa. Samvinnan hefur gengið vel. Á vegum ráðsins hafa orðið til bindandi samning- ar, til dæmis um öryggismál og býsna heilleg mynd af áhrifum umhverfis breytinga. En fullur þungi í ásókn í auðlindir norðurs- ins og hafsvæði til siglinga er ókominn fram. Strandríkin fimm, Rússland, Noregur, Danmörk, Kanada og Bandaríkin, hafa gert með sér samkomulag (Ilullissat-yfirlýsing- in) um viss yfirráð yfir Pólhafinu, jafnt innan eigin 200 mílna efna- hagslögsögu sem utan hennar, í samræmi við alþjóðahafréttarlög. Ríkin telja enga þörf á alþjóða- samkomulagi um yfirráðin, unnt sé að ná samkomulagi ríkjanna átta um það sem á vantar. Margþættir hagsmunir Þegar þess er gætt að hagsmunir sem snúa að Pólhafinu eru marg- þættir vaknar efi um fyrirkomu- lag stjórnunar og yfirráða. Um er að ræða hagsmuni heimsbyggðar- innar, strandríkjanna fimm, hags- muni hinna ríkjanna þriggja í norðurskautsráðinu, hagsmuni Evrópu- og Asíuríkja (áheyrnar- fulltrúa), stórfyrirtækja og 30 fylkinga frumbyggja sem vilja halda í sjálfbæra lifnaðarhætti. Hvernig er unnt að flétta hags- muni og stjórnun á öllu svæðinu saman með þeim hætti að friður og samvinna haldist hér eftir sem hingað til og raunveruleg lögráð nái til alls hafsvæðisins? Eiga frumbyggjar að vinna að eigin hagsmunum innan ramma síns lýðræðisríkis, jafn fáir og þeir eru, eða á að veita þeim meiri völd til ákvarðana? Á námagröftur eða gasvinnsla að lúta vilja og reglum fimm strand- ríkja, langt út fyrir 200 mílna lögsögu, eða verður að ná samkomulagi um það svæði? Ég tel að Ilullissat- yfirlýsinguna skuli virða en komast að alþjóðasam- komulagi um stjórnunarreglur og markmið allrar virkni utan 200 mílna lögsögu ríkjanna fimm, líkt og varð að samkomulagi um Suð- urskautslandið 1961. Stjórnun er svo falin í hendur strandríkjanna eftir reglum alþjóðlegs Arktís- samkomulags. Norðurskautsráðið sér áfram um samvinnu norður- slóðaríkjanna og margra annarra ríkja. Þótt norðrið sé ekki heim- kynni allra þjóða eru örlög verald- ar ráðin þar, umfram flest önnur svæði heimsins. Við verðum að finna heildrænan lagaramma fyrir Pólhafið. Mengun úr böndum Umhverfismál eru nátengd stjórnun inni. Mengun lofts og sjáv- ar er komin úr böndum og hlýnun- in þar með. Yfirlýsingar um sjálf- bæra nýtingu náttúru auðlinda í norðri ná ekki til vinnslu málma, kola, olíu og gass. Hún er ekki sjálfbær. Öðru máli gegnir um fiskveiðar, ýmsan iðnað, landbúnað eða ferðaþjónustu. Skipuleggjum sjálfbærar nytjar í þeim greinum en endurskoðum ósjálfbæru nytj- arnar. Í þær verður mest sótt og sú fáránlega mótsögn efld að vinna á og nota jarðefna eldsneyti en sam- tímis minnka útblástur gróður- húsagasa og sótmengun, og fylgja leiðum sjálfbærni. Þegar koltvíildismagn lofthjúps- ins er komið í 400 ppm er enn verið að auka brennsluna og fjölga meng- andi orkulindum, stuðla að enn hraðari bráðnun íss og kalla yfir heimsbyggðina enn meiri veður- öfga. Þróuninni verður að snúa við. Olíu- og gasvinnsla í norðr- inu er ekki neyðarúrræði heims- byggðar í kreppu. Hún er mótsögn, drifin áfram af lögmálum auk- ins vaxtar. Hana verður að leysa með samvinnu og það mjög fljótt. Okkur vantar sárlega alþjóðasam- komulag um að vinna ekki kolefn- iseldsneyti á ósnertum land- og hafsvæðum norðursins, þ.m.t. Jan Mayen-svæðinu, minnka vinnsl- una sem fyrir er, t.d. í Barents- hafi og á tjörusöndum Kanada, og hætta henni innan nokkurra ára. Ef það er ekki gert og meðal- hiti jarðar hækkar um 2-4 stig eru ávinningar af frekari olíu- og gas- vinnslu hjóm eitt miðað við vand- kvæðin og fjárútlátin sem fylgja flóðavá, vatnsskorti og þjóðflutn- ingum. Önnur námavinnsla verður að fara fram á grunni aðhalds og endurnýtingar. Þau rök að lítil olíu- vinnsla í Pólhafinu kalli fram skort á olíu og gasi sem aftur framkall- ar sókn í illa mengandi kol ganga ekki upp. Skortur er afstætt hug- tak. Auk þess er sennilegt að 15% óunninna olíulinda og 30% gasl- inda séu í norðrinu. Samkvæmt Umhverfisstofnun SÞ og Alþjóða- bankanum má aðeins vinna lítinn hluta óunnins kolefniseldsneytis ef komast á hjá hamfarahlýnun. Olíu og gas má nema annars stað- ar en í norðrinu og koma í veg fyrir umræddan skort en vinna tíma til að þróa vistvæna orkugjafa hrað- ar en nokkru sinni, m.a. jarðhita. Það er einn lyklanna að sjálfbærri framtíð. Nýja sýn á norðrið „Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síð- ustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Oftast er þetta fólk sem er ekki til, þannig að það hljóta einhverjir peningar að vera í dæminu. Það getur ekki annað verið.“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarfl okksins, telur að manni sé borgað fyrir að rægja hana. „Ég er ekkert hættur við takmarkið mitt um að ganga óstuddur. En ég átta mig á því að það þarf meira til en ég hélt í fyrstu.“ Kvikmyndagerðarmaðurinn Pétur Kristján Guðmundsson, sem lamaðist fyrir neðan mitti þegar hann féll fram af kletti, lætur fötlunina ekki stöðva sig. „Mér finnst alveg hróplegt að flokkur sem kenndi sig við anarkisma, Besti flokkurinn, ætli að innleiða rétttrúnað í skipulagsmálum.“ Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður um nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar. Þar er sett bann við byggingu háhýsa innan Hringbrautar. UMHVERFIS- VERND Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og rithöfundur FRÁ NORÐUR-GRÆNLANDI MYND/RAGNAR TH. SIGURÐSSON ➜ Samkvæmt Umhverfi s- stofnun SÞ og Alþjóða- bankanum má aðeins vinna lítinn hluta óunnins kolefnis eldsneytis ef komast á hjá hamfarahlýnun. UMMÆLI VIKUNNAR 25.05.2013 ➜ 31.05.2013 Grensásdeild – brú út í lífi ð Ég ræði oft við frænda minn, 10 ára gutta, um stelpurnar í lífi hans. Ég spyr hann hvaða stelpum hann er skotinn í og hvað hann eigi margar kærust- ur. Þetta höfum við gert síðan hann varð skotinn í fyrstu stelpunni, þá fimm ára gamall. Ég áttaði mig á því um daginn hvað það væri rangt af mér að spyrja þessarar spurningar: „Hvað áttu margar kærustur?“ Frá því að hann var fimm ára hef ég gefið í skyn að það sé í lagi að eiga margar kærustur, að vera með fleirum en einni manneskju í einu. Að eiga margar kærustur er ekki í lagi. Þótt maður sé bara 10 ára. Hann sagði mér frá stelpu sem er alltaf að biðja hann um að byrja með sér en hún á samt kærasta. Þetta fannst mér sniðugt og grín- aðist í honum að hann væri bara svona sætur og skemmtilegur að hún vildi hafa hann líka sem kærasta. Á þeirri stundu datt mér ekki í hug að segja honum að maður á bara að eiga eina kærustu í einu. Þegar ég settist upp í bíl- inn minn og keyrði heim fór ég að hugsa. Sætleiki og skemmtilegheit rétt- læta ekki framhjáhald. Við getum ekki komið í veg fyrir framhjáhald í heild sinni en við getum miðlað okkar þekkingu og reynslu áfram, sérstaklega til barnanna okkar, þegar þau eru að mótast. Það getum við gert um sambönd rétt eins og um áfengis- og vímuefna- neyslu, ofbeldi, einelti, jafnrétti og réttlæti, svo dæmi séu nefnd. Kenn- um börnunum hvað er rétt og hvað er rangt frá upphafi. Þau eru alltaf að læra og þurfa að læra þetta eins og allt hitt í lífinu. Sambönd eru víst afskaplega mikil væg. Brot á trausti fer illa með fólk og sprengir sambönd. Að eiga margar kærustur er framhjáhald. Framhjáhald er ekki í lagi! Hvað áttu margar kærustur? SAMFÉLAG Tinna Sigurðardóttir leiðbeinandi á leikskóla HEILBRIGÐIS- MÁL Þorgerður Valdimarsdóttir félagsráðgjafi á Grensási • • Ásdís Ragna, Grasalæknir, heldur fróðlegt námskeið, mánudaginn 3. júní, kl. 18:30 - 20:30 Jurtasmyrsl úr náttúrunni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.