Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 24

Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 24
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 24 Skoðun visir.is Þeir sem hafa áhuga á að Íslendingar fái tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um aðild eða ekki aðild að Evrópusambandinu (ESB) þurfa nú að hugsa sinn gang og draga lærdóma af framgangi málsins hing- að til. Hvernig vill þjóð- in marka sér stöðu í sam- félagi þjóðanna, og hvernig vill hún hafa samband sitt við ESB? Það var fyrirsjáanlegt að mál- efnaleg umræða, sem ætti að geta leitt til upplýstrar ákvörðunar um slíkt mál, mundi eiga erfitt upp- dráttar í aðdraganda alþingis- kosninga. Umræðan þarf að vera stöðug og miðast við langtíma- markmið en ekki hagsæld á næsta kjörtímabili, jafnvel næstu mánuð- um. Aðdragandi síðustu kosninga er víti til að varast. Þær röksemdir sem mest bar á voru á annan bóg- inn Grýlu röksemdin – ESB er Grýla sem ætlar að stinga litla Íslandi í pokann sinn og éta síðan í róleg- heitum – en hins vegar gulrótar- röksemdin – við verðum tafar laust x prósentum ríkari ef við göngum í ES. Langtímaáhrif mikilvæg Sú fyrri er hlægileg, sú síðari ein- földun og skrum. Um þá fyrri: ESB er bandalag fullvalda ríkja sem eru fús að veita Íslandi inngöngu af því að þeim finnst landið menningar- lega, félagslega og landfræðilega eiga heima í þessu bandalagi, ef það kýs að vera þar. Lang flestum ríkjum ESB er þó áreiðanlega alveg sama hvort Ísland gengur inn eða ekki, mörgum finnst bandalagið þegar of stórt. Þvert á móti því sem margir halda fram hefur ESB gert mikið til að hjálpa Grikklandi og öðrum skuldakóngum. Hugmyndir um að ESB slægist eftir íslenskum auðlindum og aðgangi að norður- slóðum með „innlimun“ Íslands eru fráleitar. Auðlindum sínum og yfir- ráðum yfir þeim mun landið halda, og ESB hefur margar aðrar leiðir til áhrifa og þátttöku í norðurslóða- samstarfi en gegnum aðild Íslands. Um seinni röksemdina: Ávinn- ingur af inngöngu verður ekki reiknaður út í prósentum. Þótt Ísland gangi í ESB mun landið hafa sérstöðu og áfram glíma við vanda sem hlýst af fámenni og dreifbýli – auk ýmiss konar fortíðar vanda. Það eru lausn gjaldeyrismála og lang- tímaáhrif af þátttöku sem mestu skipta. Vitanlega eru margir and- stæðingar aðildar sem ekki veifa Grýlu gömlu. Mér hefur heyrst að þeir segi jafnan: „Ég tel að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusam- bandsins.“ Punktur. Ég hef ekki heyrt fréttamenn biðja um rök. Síðustu kosningar sýna að litlar líkur eru til að stórir hópar kjósenda muni láta afstöðuna til Evrópu aðildar ráða úrslitum um hvernig þeir kjósa í alþingis- kosningum. Vitað er að mjög margir sjálfstæðismenn og eitt- hvað talsvert af framsóknar- mönnum eru hlynntir því að við látum reyna á samninga og hafa jákvæða afstöðu til aðildar miðað við að góðir samningar fáist. Hvað sem einn og einn maður kann að hafa gert, er ekkert sem bendir til að þessir hópar hafi í nokkr- um mæli kosið Samfylkingu eða Bjarta framtíð vegna þessa máls. Björt framtíð kynnti sig þó þannig að þar var fátt sem hefði getað fælt þessa kjósendur frá, þótt þeir hafi af sögulegum og pólit ískum ástæð- um ekki getað hugsað sér að kjósa Samfylkingu. Í Bjartri framtíð hefði stór hópur slíkra kjósenda frá hægri hins vegar getað haft mikil áhrif á stefnu og svip flokksins. En þetta dugði þeim ekki. Römm er sú taug (og: enginn skyldi Flokk- inn styggja, skæð er hans hefnd). Evrópu sinnuðum sjónarmiðum verður að vinna fylgi innan flokka og meðal almennings, og mikil- vægt er að kosið sé sérstaklega um aðildar samning. Slagorð duga skammt Miðað við úrslit kosninganna í vor er augljóst að samningum um Evrópu sambandsaðild verður ekki lokið á kjörtímabilinu, þótt maður geti leyft sér að vona að ný ríkis- stjórn fremji engin pólitísk og diplómatísk axarsköft í málinu. Sjálfsagt er líka að viðurkenna að nú eru erfiðir tímar í ESB. Vand- ræði með evruna eru að vísu lítil miðað við vandræðin með íslensku krónuna, en efnahagsvandinn er gríðarlegur og innan langs tíma mun vafalaust verða við honum brugðist með skipulagsbreytingum og sennilega auknu miðstjórnar- valdi á ákveðnum sviðum. Fyrir- bæri eins og ESB verður alltaf breytilegt og framtíðin að vissu marki ófyrirsjáanleg, en úr því sem komið er, er vitaskuld æski- legt fyrir þá upplýstu umræðu sem hér er lýst eftir að þessi mál skýrist áður en aðild kemst form- lega á dagskrá með tilbúnum samn- ingi. En mikilvægt er að spilla ekki samnings aðstöðu meðan mál eru í biðstöðu. Af hverju skyldum við loka á leiðina til Evrópu eða setja upp óþarfa hindranir, þótt ákvarð- anir dragist á langinn? Ekki skyldu menn gleyma því að við erum í EES og þar með háð ESB og þróun þess en þó án þeirra áhrifa sem við gætum fengið með þátttöku, áhrifa sem enginn skyldi vanmeta þegar kemur til þeirra sviða sem skipta okkur mestu. Þegar nýir og tiltölulega ungir ráð- herrar taka við stjórnar taumum rennur vonandi upp fyrir þeim að slagorð og sjálfbirgingsháttur duga skammt í glímunni við losun gjaldeyris hafta, skuldir þjóðar- búsins og gengissveiflur krónunn- ar. Ísland og Evrópa – hvað nú?Það er þekktur varnar-háttur þegar gerðar eru óþægilegar athugasemd- ir við gjörðir manns að beina athyglinni að ein- hverju öðru, afbaka veru- leikann og snúa út úr. Dæmi um þetta er faðir sem þarf að svara til saka fyrir að ógna ungri dóttur sinni með því að berja gat í vegg. Í stað þess að gangast við gjörð- um sínum reynir hann að beina athyglinni frá til- finningum dóttur sinnar og bendir á: „Þetta var ekki gat heldur hola.“ Í grein sinni þann 16. maí sl. bendir Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, á nokkur atriði vegna skrifa okkar. Við höfum, ásamt fleirum, bent á að sú aðgerð að leggja niður Öskjuhlíðarskóla árið 2008 og neyða hóp þroskahamlaðra barna til að ganga í almennan skóla hafi verið vanhugsuð því þess- um börnum geti liðið mjög illa í almenna skólanum. Ragnar vill ekki tala um líðan þessara barna. Hann vill ræða ártöl. Hann bendir á að „hið rétta sé“ að Öskjuhlíðarskóli hafi verið lagður niður árið 2011 en ekki árið 2008. Breytt inntökuskilyrði Það er auðvitað aukaatriði hvort Öskjuhlíðarskóli hafi verið lagð- ur niður árið 2008, þegar inntöku- skilyrðum var breytt, eða 2010, þegar Ragnar tilkynnti um breyt- ingarnar, eða 2011, þegar Kletta- skóli var stofnaður. Ragnar segir að „hið rétta sé“ að engum börn- um hafi verið vísað úr skólanum þegar hann var lagður niður. Þessu hefur enginn haldið fram og kemur ekki málinu við. Það breytir engu fyrir þau börn sem ekki fá inn- göngu í skólann hvort börnin sem voru þar fyrir fengu að vera áfram eða ekki. Reyndar hefur komið í ljós eftir skrif Ragnars að einu barni, að minnsta kosti, var vísað úr skólanum árið 2008 eftir að ný inntökuskilyrði voru sett. Vegna staðhæfingar um að þroskahömluðum börn- um sé nú skylt að ganga í hverfisskólann sinn, bend- ir Ragnar á að foreldrar geti sótt um skólavist fyrir barn sitt í hvaða hverfi sem er. Flest- um er líklega ljóst að sérskólinn er ekki hverfisskóli en það er sér- skólinn sem hér er til umræðu. Ef barn með þroskahömlun þrífst ekki í hverfisskólanum sínum og fær ekki inni í sérskólanum er lítil huggun í því að hægt sé að sækja um skóla í öðru hverfi. Ragnar segist ekki skilja þá staðhæfingu að valið hafi verið tekið frá foreldrum árið 2010 en ímyndar sér að það hafi með nýju inntökuskilyrðin að gera. Hann bendir á að „hið rétta sé“ að árið 2002 hafi verið ákveðið að sam- eina Safamýrarskóla og Öskju- hlíðarskóla. Lítt til sóma Það hvenær ákveðið var að sam- eina skólanna breytir í engu þeirri staðreynd að daginn sem ný inntökuskilyrði voru sett í Öskjuhlíðarskóla á árinu 2008 (og tilkynnt tveimur árum síðar) höfðu foreldrar barna með þroskahömlun (IQ50-70, án við- bótarfatlana) ekki lengur val um það hvort þau sendu börn sín í almennan skóla eða sérskóla. Loks segir Ragnar að fagráð (inntökuteymi) í sérskólanum taki tillit til ýmissa þátta þegar umsóknir eru metnar en jafn- framt að tillögur fagráðsins séu alltaf „settar innan þeirra reglna sem gilda um innritun nemenda og með hagsmuni hans, þroska og námslegar þarfir að leiðar- ljósi“. Þessar reglur um innritun eru skýrar og útiloka hóp þroska- hamlaðra barna frá skólanum. Eins og dæmin sanna hefur ekki verið litið til þátta eins og vilja foreldra og barns, líðanar barns í hverfisskólanum, fjölda vina barnsins í sérskólanum eða mats sérfræðinga þegar umsókn um skólavist er hafnað. Það er Ragnari Þorsteinssyni lítt til sóma að tala til foreldra þroskahamlaðra barna með þeim hætti sem hann gerir. Gat eða hola MENNTUN Ágúst Kristmanns Ásta Kristrún Ólafsdóttir foreldrar barna með þroskahömlun ➜ Þessar reglur um inn- ritun eru skýrar og útiloka hóp þroskahamlaðra barna frá skólanum. Eins og dæm- in sanna hefur ekki verið litið til þátta eins og vilja for- eldra og barns, líðan barns í hverfi sskólanum, fjölda vina barnsins í sérskólanum eða mats sérfræðinga... EVRÓPUMÁL Vésteinn Ólason fv. forstöðumaður og prófessor ➜ Það var fyrirsjáan- legt að málefnaleg umræða, sem ætti að geta leitt til upplýstr- ar ákvörðunar um slíkt mál, mundi eiga erfi tt uppdráttar í aðdraganda alþingis- kosninga. 1.288 MÁNUDAGUR 27. MAÍ Vill einhver elska 49 ára gamla konu Saga Garðarsdóttir pistlahöfundur 545 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ Barnafj ölskyldur fl uttar með valdi Mikael Torfason ritstjóri 398 MÁNUDAGUR 27. MAÍ Varðveisla og vernd Guðmundur Andri Thorsson pistlahöfundur 383 LAUGARDAGUR 25. MAÍ Síðasta grein fj allkonunnar Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og barnabörn 346 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ Veit forsætisráðherra ekki betur? Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York 250 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ Menningarþjóð geymir gullin sín Þórunn Erlu og Valdimarsdóttir, sagnfræð- ingur og rithöfundur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.