Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 30

Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 30
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Við vorum við karfaveiðar á Nýfundnalandsmiðum, höfðum fengið storm yfir hafið og vorum sex sólarhringa á miðin því sjó-lag var vont. Á leiðinni þangað heyrði ég á neyðarbylgjunni að eitthvað alvarlegt var að ske. Hafði sam- band við Reykjavíkurradíó og frétti að nýj- asta skip dönsku Grænlandsverslunarinn- ar ætti í miklum erfiðleikum undan Hvarfi. Það hét Hans Hedtoft, sérstaklega byggt til siglinga í ís og með tvöfaldan stjórnbúnað, með vatnsþétt skilrúm og styrktan byrðing. Skipið fórst þarna í sinni jómfrúarferð og með því 94 menn.“ Þannig segist Valdimar Tryggvasyni loft- skeytamanni frá. Hann er á áttugasta og sjöunda aldursári, minnugur, ern og afar greinilegur í tali. Valdimar var þrjátíu og þriggja ára loft- skeytamaður á Þorkeli Mána árið 1959 þegar þeir atburðir gerðust sem hann lýsir hér. Allir út að berja klaka „Nýfundnalandsmið voru gjöful og á tveim- ur sólarhringum og 18 klukkustundum var skipið komið með 400 tonn og þar með orðið fullt. Búið var að ganga frá aflanum, gera sjóklárt til heimferðar og setja stefnuna á Reykjanes þegar ofsaveður skall á klukk- an 22 laugardaginn 7. febrúar. Skipinu var strax snúið upp í sjó og vind. Um miðnætti voru 10 til 12 vindstig, haugasjór, frost og blindbylur. Upp úr miðnætti herti frostið til muna svo ísing fór að hlaðast á skip- ið, sentimeter eftir sentimeter, tonn fyrir tonn. Allir skipverjar voru kallaðir út til að berja klaka en aðstaðan var afleit og áhöld til verksins voru fá en reynt var að smíða verkfæri úr öllu sem tiltækt var,“ rifjar Valdimar upp og heldur áfram. „Um klukkan 2 lagðist skipið á bakborðshliðina. Þá var ákveðið að láta bakborðsbjörgunar- bátinn fara fyrir borð til að létta skipið. Við horfðum á eftir honum og einhverjum varð að orði: „Lítið gagn höfum við af björgunar- bátnum úr þessu.“ Skipið rétti sig aftur en litlu síðar lagðist það á stjórnborðshliðina. Þá slepptum við líka stjórnborðsbátnum en alla nóttina var unnið þrotlaust við klaka- barning.“ Valdimar segir lofthita hafa verið mínus 12 gráður og sjávarhita undir frostmarki. „Nóttin var dimm og lengi að líða og þegar dagsskíman kom sáum við að ástandið var enn verra en við höfðum búist við. Skip- ið var ein íshella yfir að líta, kanadíska strandgæslan reiknaði síðar út að um 100 tonn af ís hefðu verið utan á skipinu en ég get ekki staðfest það.“ Valdimar kveðst hafa kallað, samkvæmt fyrirmælum skip- stjórans, Marteins Jónassonar, á neyðar- bylgju allra skipa: „Höfum átt í mikl- um erfiðleikum í alla nótt. Sleppt báðum björgunar bátunum, barið klaka en ekkert hafst undan. Skipið liggur á hliðinni.“ Hættuspil Þegar bjart var orðið réðust sex menn til uppgöngu á hvalbakinn (fremst á skipinu) til að berja ís, að sögn Valdimars. „Skyndi- lega sá skipstjórinn brotsjó nálgast og gat varað mennina á hvalbaknum við en við gátum eins búist við að enginn yrði þar þegar skipið kæmi upp úr öldudalnum. Allir voru samt til staðar en einn var slasaður og með erfiðismunum tókst að koma honum niður í lúkar, þar sem hann var skilinn eftir einn og ósjálfbjarga,“ lýsir Valdimar. Næst gerist það að bakborðsloftnetið slitn- ar og líka hluti af stjórnborðsloftnetinu. Það kom í hlut Valdimars að fara upp á brúar- þak að lagfæra þau. „Þetta var hættuspil en þrír hásetar komu með mér upp á þakið til að halda mér því án loftneta vorum við illa staddir. Með gætni náðum við líka að hreinsa ís af radarskyggninu og tókst að halda radarnum gangandi allan tímann.“ Þrotlaust var unnið við klakabarning og öllu lauslegu var hent fyrir borð, auk þess sem olía var færð milli geyma eftir því hvernig báturinn hallaði. Báta festingarnar, sem voru úr þykku stáli, voru logskornar burtu. Það gerði Þórður Guðlaugsson, 1. vél- stjóri sem var 25 ára, á sjö klukkutímum. „Þórður vann þrekvirki. Hann var óbundinn á íshellunni í veltingnum og öldurnar gengu yfir hann. Það var líka galdur að koma níð- þungum festingunum í sjóinn,“ segir Valdi- mar. „Það næsta sem yfirmenn skipsins ræddu um var hvort reynandi væri að log- skera afturmastrið úr til að bjarga skipi og áhöfn en frá því var horfið, enda örðugt að koma því fyrir borð og auk þess gæti það skemmt stýrið og skrúfuna.“ Eitt þrautaráð var að stíma til suðurs í hlýrri sjó eins og togararnir Júní og Gerpir höfðu gert. En ekki hafði lengi verið siglt þegar hvert brotið eftir annað reið yfir skip- ið aftanvert og færði það í kaf á bakborðs- hlið. Hallamælir sýndi 60 gráðu halla og ótt- inn greip skipverja heljartökum. „Enginn veit hve lengi skipið lá svona á hliðinni, mar- andi í kafi, á svona stundum er hver mínúta sem heil eilífð. En skipstjórinn tók hárrétta ákvörðun. Hann bað Þórð, 1. vélstjóra, að nota alla orku sem mögulegt væri og hægt og hægt kom skipið upp úr öldudalnum en hristist stafnanna á milli, svo mikil voru átökin við hafið. Aftur var skipinu haldið upp í veður og vind en með minnstu ferð sem hægt var því eftir því sem lengra var haldið í norðvestur herti frostið.“ Bryggjan full af fólki kl. 03.25 Illviðrið hafði skollið á á laugardagskvöldi og á mánudagsmorgninum tókst togaranum Mars, sem var nýkominn á Nýfundnalands- mið þegar óveðrið skall á, að sigla til Þor- kels Mána. „Því verður ekki með orðum lýst hversu mikinn andlegan styrk við fengum við að sjá Mars nálgast,“ rifjar Valdimar upp. „En eins og veðurhamurinn var tryllt- ur vissi samt enginn til hvaða úrræða væri hægt að grípa ef Þorkell Máni færi niður.“ Heldur slotaði veðrinu þegar leið á nótt og um klukkan 5 að morgni þriðjudagsins 9. febrúar var lagt af stað heimleiðis. Höfðu þá allir skipverjar staðið samfleytt frá því á laugardagsmorgni og lengst af unnið upp á líf og dauða í algeru veðravíti. Meðal ann- ars stóð skipstjórinn í brúnni nær allan tímann. „Skipin tvö höfðu samflot heim,“ segir Valdimar. „Við komum til Reykjavík- ur mánudaginn 15. febrúar klukkan 3.25 um nóttina og bryggjan var full af fólki að fagna heimkomu okkar. Eftir 1.200 sjómílna ferð var enn ís á bátadekkinu.“ Ótti greip skipverja heljartökum Valdimar Tryggvason loftskeytamaður hefur marga hildi háð bæði á sjó og landi. Hér rifjar hann upp þrotlausa baráttu þrjátíu og tveggja skipverja á Þorkeli Mána RE 205 við að halda skipinu á floti í illviðri, haugasjó og ísingu á Nýfundnalands- miðum í febrúar 1959. Sú barátta var upp á líf og dauða og stóð sleitulaust í tvo og hálfan sólarhring. Reglur settar um endurmenntun öryggisfræðslu sjómanna. Reglugerð skyldar sjómenn til að sækja öryggisfræðslu. Hægt að nálgast gögn frá veðurstöðvum og ölduduflum í formi textaskrár til að auðvelda aðgengi sjómanna að rauntímaupplýsingum um veður og sjó. 1994 1999 2003 Togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst í ofviðrinu á Nýfundnalands- miðum í byrjun febrúar 1959 og með honum 30 menn. Skip- verjar voru flestir milli tvítugs og þrítugs en sá yngsti sextán ára. Þrjátíu og níu börn innan fimmtán ára aldurs misstu þar feður sína. Fáum dögum síðar, þann 18. febrúar 1959, fórst vitaskipið Hermóður undan Reykjanesi í ofsaveðri og ólgusjó og með því tólf menn, sá yngsti 16 ára. Sautján börn undir fimmtán ára aldri urðu þá föðurlaus. MANNSKAÐAVEÐUR VALDIMAR „Ég held að það sem bjargaði okkur hafi verið það að vatnið sem var í geymum í botni skipsins fraus, en rann ekki til eftir því sem það valt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍSING Þessi mynd er tekin á Gerpi. Ástandið var enn alvarlegra á Þorkeli Mána. Þar var stagið úr pokabómunni, sem venjulega er sem fingur að gildleika, orðið eins og tunnubotn í þvermál. ÞORKELL MÁNI RE-205 Skipið var 722 brúttólestir, smíðað í Englandi 1951. Það var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur frá 1951 til 1975, er það var selt til niðurrifs erlendis. Valdimar fylgdi því á leiðarenda. SLYSAVARNIR - FRAMHALD
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.