Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 32

Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 32
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 1990 2000 Hipphopp ruddi sér fyrst til rúms á Íslandi á níunda ára-tug síðustu aldar. Það náði hins vegar ekki flugi fyrr en í byrjun þess tíunda. Að margra mati er tíundi ára- tugurinn einmitt blómaskeið íslensku hipphopp-senunnar. Skemmtistaðurinn var Tetriz, búðin var Jónas á milli. Sub- terranean steig sín fyrstu skref. Róbert Aron Magnússon gekk undir nafninu Rampage og bræðurnir Eyvindar synir voru sakleysið uppmálað. Quarashi- drengir skiptu út rokki fyrir rapp og urðu fljótlega á meðal þekktustu hljóm- sveita Íslandssögunnar. Team 13 voru agnarsmáir vandræðaunglingar sem seinna meir áttu eftir að setja spor sitt á íslenskt tónlistarlíf, meðal annars á sviði raf- og popptónlistar. Forgotten Lores tóku einnig að mynd- ast með pólitísku og sterku ádeilurappi og eftir aldamótin tóku við kyndlinum sigurvegarar Músíktilrauna, þá 110 Rott- weilerhundar. Sesar A boðaði svo breytta tíma, rappað skyldi á íslensku. Dóri DNA grínaðist minna og rappaði meira um Mosó og aðra merka staði, ásamt félaga sínum Danna Deluxe í Bæjarins bestu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í heimi hipphoppsins á undanförnum árum og ljóst er að ekki er pláss á síðum Frétta- blaðsins fyrir nema aðeins brot af þeim listamönnum sem mótað hafa og munu móta stefnuna. Að undanförnu virðist mikill vöxtur hafa færst í senuna og við tekur senn nýtt blómaskeið. Nadia gaf tóninn í laginu Passaðu þig þar sem hún sagði karllægum bransanum stríð á hend- ur. Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Geim- farar, Lord Pussywhip, Shades of Reykja- vik, Gervisykur og Kött grá Pé eru á meðal heitustu hipphopp-listamannanna í dag. Sá síðastnefndi á eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Aheybaró sem er reggískotið og hrátt. Einnig tók hjarta margs hipphopp-unnandans kipp þegar Ragna, Cell 7, tilkynnti endurkomu sína, en hún hefur lítið sést síðan á gull- aldarárum Subterranean. Rottweiler minntu á sig af krafti og boða meira partí svo ljóst er að engin ein stefna er ríkjandi í dag og allt virðist í boði. María Lilja Þrastardóttir maria@frettabladid.is Íslenskt hipphopp Mikil gróska hefur verið í íslensku hipphoppsenunni síðustu ár. Fréttablaðið tók saman hluta þeirra fjölmörgu banda sem hafa mótað og haft leiðandi áhrif á stefnuna, sem virðist vaxa og dafna ár frá ári. Tennurnar hans afa– 1990 Textar sveitarinnar voru afar klámfengnir og fjöll- uðu nær undantekningarlaust um ríðingar. Vinsælasta lag Tannanna var La Barna úr kvikmyndinni Veggfóður. Lagið var tekið úr útvarpsspilun þar sem það þótti of gróft. „Ég eitt sinn fór í físuleit, hitti stúlku unga. Ég meyjarhaftið hennar sleit, gerði hana þunga. Stúlka þessi ekki var fyrir skyndikynni, samt sem áður var hún óð í físu sinni.“ Tennessee trans– 1994 Tennessee trans var stofnuð í gríni. Tennessee-tengingin ku hafa verið algjörlega samhengislaus. Lagið Hip hop Halli náði þó ófyrirséðum vinsældum og varð hálfgerður sumarsmellur. Svala Björgvins söng í viðlaginu. Sennilega áður en hún kom fram í sálar-klassíkernum Was It All It Was með Margeiri Ingólfs. Subterranean – 1997 Er án efa ein allra besta hljómsveit tíunda áratugarins. Allar stelpur vildu vera Ragna, Cell 7, sem gaf strákunum lítið eftir. Bræðurnir Kalli og Maggi eru enn þá að og hafa gert garðinn frægan með hinum ýmsu reggíböndum. Rampage og Bix – 1997 Lagið One Way naut nokkurra vinsælda en einnig gáfu félagarnir út plötu. Það var notað í kvikmyndinni Blossi sem spegill á samtímann. Quarashi Það er óhætt að segja að sveitin sé sú allra stærsta sem íslensk hipphopp- menning ól af sér. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu 1996. Tetriz– 1995-1997 Skemmtistaðurinn Tetriz var félagsmiðstöð fyrir unga hipphopp- aðdáendur. Þar voru haldnir tónleikar, skífuskönk og grasreykingar voru ekki sjaldgæf sjón þar inni. Real Flavaz– 1998 Systurnar Bylgja og Drífa voru uppgötvaðar af guðföðurnum sjálfum Robba Cronic/dj Rampage þegar þær skemmtu í Fellahelli. Þeim var rakleiðis hent í stúdíó og út kom gullmolinn Get it on. Þær stigu í kjölfarið hratt fram í sviðsljós hipphopp-senunnar en hurfu því miður einnig snögglega. SupahSyndikal– 1998 Bræðurnir Erpur og Eyjólfur Eyvindarsynir höfðu verið að grúska saman í rappsmíðum frá ´93. Þeir stofnuðu bandið SupahSyndikal ásamt Magse, Intro Beats og Ómari Suarez. Bandið fékk ýmis fyrirheit um heims- frægð, sem gengu þó ekki eftir. Allir meðlimir eru þó frægir á Íslandi í listum í dag. Tríó Óla Skans– 1997 Bandið var stofnað af þeim Óm- ari Suarez, Trausta KEZ og Kalla sem þá kallaði sig DJ Demo. Ómar Ómar– 1998 Fór Ómar fyrir hópnum TFA. Ómar kom á kopp vefsíðunni hiphop.is og er einn af aðalsprautum senunnar. Element Crew– 1998 Breikið var með endurkomu undir styrkri stjórn Grétars nokkurs „Gretzky“. Platoon– 1999 Erpur Eyvindarson ritstýrði tímaritinu Undir- tónum, sællar minningar. Þar voru á meðal margra annarra uppgötvaðir þrír ungir drengir, VividBrain, Vocab og Bangsi, sem þóttu á meðal færari taktkjafta. Platoon kölluðu þeir „krúið“. Forgotten Lores– 2000 Fyrsta plata sveitarinnar og að margra mati ein sú merki- legasta í hipphopp-sögunni var Týndi hlekkurinn, sem kom út 2003. Meðlimir eru hvergi nærri hættir og XXX Rottweiler hundar, áður 110 Rottweiler hundar, unnu Músíktilraunir 2000. Erpur Eyvindarson gekk síðan til liðs við Árbæjarrapparana og nafninu var breytt. Þeirra fyrsta, og samnefnda, plata kom út árið 2001 og er af mörgum talin hafa breytt tónlistarsenunni á Íslandi til frambúðar. Sesar A Stormurinn á eftir logninu– 2001 Fyrsta hipphopp- platan þar sem einungis var rappað á íslensku. Eyjólfur Eyvindarson er af hipphopp-fróðum mönnum kallaður afi íslensku hipphopp- senunnar. Hipphoppið virðist vera honum í blóð borið og það er fátt innan senunnar sem Eyjólfur hefur ekki komið að með einum eða öðrum hætti. Beta Rokk– 2002 Beta rokk vaknaði upp í Brussel. Móri– Grænir fingur – 2003 Rapparinn Móri ruddist fram á sjónarsviðið með glæparappplötuna Grænir fingur. Hann hafði þó verið innvígður í rappsenuna um nokkurt skeið. Platan fjallaði um samskipti hans við lögregluna og grasreykingar. Hann komst aftur í fréttir á þessu ári þegar dómur féll í líkamsárásarmáli sem Erpur Eyvindar- son rak á hendur honum. Sveittir gangaverðir– 2003 Eiga án efa eitt ofspilaðasta lag áratugarins, Búggíbúggí. Hressir strákar úr MS. Gáfu út eina plötu en hurfu eftir það. Emmsjé Gauti– 2005 Þá ætlaði Gauti að sigra heiminn í Idol. Hann komst ekki áfram en fór fljótlega að rúlla með aðalhalanum í bransanum, Blaz roca. Þeir eiga án efa eitt umdeildasta lag seinni ára, „Elskum þessar mellur“. Dabbi Té– 2006 Kom eins og orðljót þruma úr heiðskíru lofti. Foreldrar tóku andköf þegar þeir heyrðu óheflað málfar berast úr unglingaherberginu. Sævar Poetrix– 2007 Sævar er beittur textasmiður. Hann rappaði um ruglið sem hann náði sér upp úr. Mörgum þótti hann þó missa „swagið“ endanlega þegar hann tók upp lag með edrúkónginum Bubba Morthens. 7berg– 2008 Sumarið í Reykjavík er sumarhittari sem seint líður úr manna minnum. Busta Bitches– 2009 Grunnskólabófar úr Árbænum sem voru óhræddir við að gera tilraunir með takta og textasmíð. Þeir nutu þó mismikillar hylli. Skytturnar– 2011 Sneru aftur eftir að hafa legið í dvala í rúm sjö ár. Kött grá pé– 2013 Nýjasta vonarstjarna rapp- heimsins leit dagsins ljós í ár. 1 XXX Rottweilerhundar 2 Forgotten Lores 3 Shades of Reykjavik 4 Dabbi T 5 Bent 6 Diddi Fel 7 Benni B-ruff 8 Robbi Chronic 9 Þórdís Nadia Semichat 10 Gísli Pálmi 11 Ragna Kjartansdóttir 12 Beta Rokk 1 2 3 45 6 7 8 9 10 11 12 2010 +
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.