Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 34
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34
Er einhver sérstök ástæða fyrir því að gefa út safn-plötu á þessum tíma-punkti?Heiðar: „Nei ekki þannig. Það er ekkert
afmæli í ár eða neitt slíkt.“
Halli: „Við komum óvænt fram á
minningartónleikum um Hermann
Fannar Valgarðsson, vin okkar sem
lést fyrir aldur fram árið 2011, og
í framhaldi af því vorum við með
smá „kombakk“ síðasta sumar.
Þá kom til tals að svona safnplata
væri löngu orðin tímabær, svo við
ákváðum að æfa upp tvö ný lög og
grafa í geymslunum eftir ýmsu óút-
gefnu efni, b-hliðum og slíku.“
Hvers geta aðdáendur sveitar-
innar vænst af plötunni?
Heiðar: „Ég hugsa að þetta sé
mjög feitur pakki, tvöföld plata, og
kennir ýmissa grasa. Á annarri hlið-
inni eru vinsælustu lögin okkar og
á hinni eru meðal annars b- hliðar
eins og Ave maria, Í stuði með Þossa
og Simma sem heyrðist mikið eitt
sumarið, Reykjavíkurnætur eftir
Megas, Devo-lagið Uncontrollable
Urge og líka einhverjar enskar
útgáfur af lögunum okkar, demó-
útgáfur, tónleikaútgáfur og fleira.“
Halli: „Svo eru þarna lög sem
komust ekki á allar fimm plöt urnar
okkar. Eitt lag sem komst ekki á
fyrstu plötuna okkar, Drullumall,
sem heitir Konan með kleinurnar,
þrjú lög sem ekki náðu inn á Fólk
er fífl og svo mætti lengi telja. Í
raun má segja að það sé góð ástæða
fyrir því að sum af þessum lögum
voru ekki á plötunum, því þau verða
seint talin með bestu lögum Botn-
leðju, en eitt lag sem ekki komst
á fjórðu plötuna okkar, Douglas
Dakota, er mjög gott og við áttum
okkur ekki á því hvers vegna við
slepptum því.“
Heiðar: „Það er óskiljanlegt.“
Halli: „Við fundum líka upp-
tökur af lögum sem við gerðum
fyrir sjónvarpsþátt sem Baltasar
Kormákur gerði, helling af tónlist,
en enginn okkar man nokkuð eftir
því að hafa búið þetta til. Og það er
ekki vegna þess að við höfum verið
í einhverju rugli, við getum bara
ómögulega munað neitt í sambandi
við þetta.“
Heiðar: „Ég hlustaði á þessi lög
og var á tímabili mjög efins um að
það væru í raun og veru við sem
værum að spila. En það var gaman
að fara í gegnum allar þessar upp-
tökur, að loka þessu tímabili og
pakka því inn á vissan hátt.“
Erum opnir fyrir nýrri plötu
Þú talar um að loka þessu tímabili.
Nú eru tvö spánný lög á plötunni,
þar af lagið Panikkast sem er byrjað
að heyrast á öldum ljósvakans, og
einhverjir vonast væntanlega eftir
því að þetta sé frekar framhald en
endalok.
Halli: „Ef þessi nýju lög leggjast
vel í fólk og það telur að við höfum
eitthvað fram að færa, að við séum
enn þá „með þetta“, þá erum við
opnir fyrir því að gera nýja plötu.
En þessar forsendur þurfa þá að
liggja fyrir. Það er ekkert sérlega
gaman þegar gamlir karlar koma
saman og gera plötu sem enginn
fílar. Við berum mikla virðingu
fyrir Botnleðju og allt sem kemur
frá þeirri sveit verður að vera
hundrað og þrjátíu prósent.“
Heiðar: „Oft er fólk kannski að
gera þetta fyrir sjálft sig og er
alveg sama hvað öðrum finnst. En
við viljum að fólk fíli þetta.“
Halli: „Við erum vanir því að
vera á toppnum og ætlum ekkert að
breyta því.“
Heiðar: „Toppleðja.“
Halli: „Einmitt. Við ættum eigin-
lega að breyta nafninu á hljómsveit-
inni.“
Hvernig metið þið hvort forsend-
urnar fyrir nýrri plötu séu fyrir
hendi?
Halli: „Málið verður sett í svo-
kallaða rannsóknarnefnd Botnleðju,
sem metur ummæli fólks.“
Heiðar: „Sú vinna mun hefjast í
haust.“
Boðið að tromma í Coldplay
Þið unnuð Músíktilraunir 1995 og
störfuðuð sleitulaust í nærri tíu ár,
þar til að kom að fríinu langa. Hve-
nær var Botnleðja best?
Heiðar: „Að mínu mati náðum
við að toppa okkur á Magnyl, þriðju
plötunni. Ég tengi best við hana í
dag.“
Halli: „Á Magnyl var sándið eins
og við fílum það. Bjagað og lifandi.“
Botnleðja var mjög vinsæl hljóm-
sveit á löngu tímabili. Þið hituðuð
meðal annars upp fyrir Blur á
hljómleikaferðalagi og spiluðuð
fyrir fjölda fólks bæði hérlendis og
erlendis. Leið ykkur nokkurn tíma
eins og rokkstjörnum?
Heiðar: „Nei. Við höfum alla
tíð hlegið að öllum slíkum vanga-
veltum og aldrei pælt mikið í þeim.“
Halli: „Listrænt frelsi hefur allt-
af skipt okkur miklu máli og „sell
out“ kom aldrei til greina. Okkur
var boðið alls kyns rugl, sem hefði
hugsanlega aukið vinsældir okkar
annars staðar, en við tókum aldrei
þátt í því.“
Heiðar: „Pródúsentar vildu
poppa sándið okkar upp og eitthvað
slíkt, en við neituðum alltaf.“
Halli: „Mér var líka boðið að fara
í tónleikaferðalag með Coldplay,
en afþakkaði það. Ekki vegna þess
að það hefði verið „sell out“ heldur
vegna þess að mér fannst demóin
sem þeir sendu mér, með nokkrum
lögum af fyrstu plötunni þeirra
Parachutes, svo ógeðslega leiðinleg.“
Heiðar: „Þeir ráku trommarann
sinn tímabundið og voru í vand-
ræðum.“
Halli: „Ég væri alls ekki til í að
vera í hans sporum núna.“
Heiðar: „Er það ekki?“
Halli: „Nei. Ég er sannfærður um
að ég valdi rétt.“
Heiðar: „Svo gerðum við auð-
vitað lag fyrir Samfylkinguna, Ég
er frjáls, til að redda okkur út úr
fjárhagsvandræðum.“
Halli: „Við tókum lán til að gefa
Douglas Dakota-plötuna út sjálfir,
en henni var dreift hjá Japis sem
einhverjir gosar höfðu tekið við.
Svo fór Japis á hausinn og inn-
koman af plötunni festist inni. Við
vorum því í skítamálum, fjárhags-
lega séð, og neyddumst til að gera
þetta lag. Samfylkingin borgaði
niður skuldirnar okkar. Þannig var
skjaldborgin þá.“
Heiðar: „Okkur leið ekkert vel
með þetta en réðum okkur bara
í vinnu og skiluðum okkar, með
óbragð í munninum.“
Og kusuð þið Samfylkinguna í
þessum kosningum?
Halli: „Það getur enginn sannað
það.“
Hluti af heimsyfirráðapælingum
Árið 2003 skelltuð þið ykkur báðir
í Kennaraháskólann og lærðuð til
leikskólakennara. Nokkrum árum
síðar varð hljómsveitin Polla-
pönk til og þannig urðuð þið líka
að hetjum hjá yngstu krökkunum.
Ekki getur þetta talist hefðbundin
leið fyrir rokkara að fara?
Halli: „Þetta er allt hluti af
heimsyfirráðaplönum, sjáðu til.“
Heiðar: „Einmitt. Krakkarnir
sem hlustuðu á fyrstu Pollapönks-
plötuna eru margir orðnir ung-
lingar í dag. Nú kemur Botnleðja
aftur og þá geta þessir unglingar
skipt úr Pollapönki yfir í Botnleðju
og svo koll af kolli.“
En segjum svo að Botnleðja haldi
risatónleika á næstunni. Ef þið
fengjuð fullkomlega frítt spil, hvaða
hljómsveitir myndu þá hita upp?
Halli: „Nirvana. Engin spurn-
ing.“
Heiðar: „Blur. Við höfum hitað
svo oft upp fyrir þá og þeir skulda
okkur.“
HEIMA ER BEST Hafnfirðingarnir í Botnleðju, þeir Heiðar Örn Kristjánsson, Ragnar Páll Steinsson og Haraldur Freyr Gíslason, hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Okkur var boðið alls
kyns rugl, sem hefði
hugsanlega aukið vin-
sældir okkar annars
staðar, en við tókum
aldrei þátt í því.
Halli í Botnleðju
Samfylkingin borgaði skuldina
Rokksveitin Botnleðja sendir senn frá sér safnskífuna Þegar öllu er á botninn hvolft, þar sem finna má helstu smellina og
óútgefnar upptökur auk tveggja glænýrra laga. Rokkararnir og leikskólakennararnir Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur
Freyr Gíslason rifja upp plöturnar, trommarastöðuna í Coldplay sem var afþökkuð og stuðningslagið við stjórnmálaflokkinn.
BOTNLEÐJU-PLÖTURNAR
DRULLUMALL
1995
FÓLK ER FÍFL
1996
MAGNYL
1998
DOUGLAS DAKOTA
2000
ICELAND NATIONAL PARK
2003
Kjartan
Guðmundsson
kjartan@frettabladid.is