Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 40
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40
Við höfum öll fengið tölvubréf sem tilkynnir okkur að gæfuhjól okkar sé aldeilis farið að snúast. Á bjagaðri ensku er okkur til-kynnt að í fjarlægu ríki sé ein-hver í vandræðum með að færa
peninga úr landi. Hvort við getum náðar-
samlegast lánað bankareikninginn okkar
í tilfærsluna, að sjálfsögðu gegn góðri
þóknun? Í sumum tilfellum hafa ættfræð-
ingar ekki slegið slöku við heldur haft upp á
þér þar sem þú ert fjarskyldur ættingi ein-
hvers mógúls úti í heimi. Sá er nýfallinn frá
og þín bíður arfur! Gefðu bara upp banka-
upplýsingarnar þínar og sjá, þú munt velta
þér upp úr fé þíns fjarskylda ættingja.
Sá sem lætur blekkjast mun þó upp-
götva fljótt að eitthvað stendur á greiðslu
auðæfanna. Viðkomandi þarf að borga ein-
hvern kostnað og svo meiri kostnað og svo
enn meiri kostnað. Þó að við hlæjum flest
að þessum bréfum eru þau dauðans alvara
fyrir fjölda fólks. Samkvæmt skýrslu banda-
rískra stjórnvalda töpuðu Bandaríkjamenn
198,4 milljónum dollara árið 2006 á net-
svindli. Meðaltapið nam 5.100 dollurum á
hvert fórnarlamb. Netsvindl kostar breska
þjóðarbúið 150 milljónir punda á hverju
ári og hvert fórnarlamb tapar að meðaltali
31.000 pundum. Í alvarlegustu tilvikunum er
fólk ginnt til að leggja land undir fót, gjarn-
an til Afríkuríkis. Þar er það tekið gíslingu
og lausnargjalds krafist. Þekkt eru dæmi
um að fólk hafi hreinlega verið drepið þegar
ræningjarnir fengu ekki það sem þeir vildu.
Spánn og Nígería
Bréf af þessum toga hafa verið kölluð
Nígeríu bréf. Þau hafa þó sjaldnast nokkur
tengsl við Nígeríu í dag. Heitið kemur þó til
af því að ungir Nígeríubúar voru duglegir
við að senda út slík gylliboð. Þeir notuðu
netkaffihúsin í heimalandi sínu og lofuðu
fólki úti í heimi gulli og grænum skógum.
Fórnar lömb sín kölluðu þeir maghas, en það
er slanguryrði sem þýðir einfaldlega fífl eða
bjáni. Fyrstu útgáfurnar fjölluðu flestar um
nígerískan prins sem þurfti aðstoð ókunn-
ugra Vesturlandabúa.
Á ensku er svona svindl kallað Nigerian
419 scam, en tölurnar vísa í samsvarandi
grein í nígerískum lögum sem tekur á at-
hæfinu.
Gósentíð tölvusvindlsins var 9. áratugur-
inn, þegar tölvunotkun var að breiðast út og
nethegðun fólks var enn bernsk. Svindlið
er þó mun eldra. Á 19. öld stunduðu þrjótar
svindl sem kennt var við spánska fangann.
Þeir höfðu samband við peningamenn og leit-
uðu aðstoðar við að koma fanga úr spænsku
fangelsi. Sá væri vel stæður og myndi launa
greiðann vel. Það eina sem vantaði væri fé
til að greiða kostnaðinn, flutning og mútur
til fangavarðanna. Fjárfestingin myndi borga
sig vel. Varla þarf að taka það fram að enginn
var fanginn og þeir sem í góðri trú létu fé af
hendi sáu viðtakendurna aldrei aftur.
Aleigan farin
Fórnarlömb Nígeríusvindls eru mýmörg,
eins og tölurnar hér að ofan bera með sér.
Þá eru þau án efa mun fleiri en tölur segja
til um, þar sem fjölmargir sem verða fyrir
svindlinu skammast sín of mikið til að segja
frá því. Það er ekki gott fyrir sálartetrið
að viðurkenna að gróðavonin, eða kannski
græðgin, hafi glapið mann svo að maður
hafi lagt aleiguna inn á reikning hjá fólki
sem maður hefur aldrei hitt.
Það er einmitt það sem bandaríska konan
Janella Spears gerði. Hún fékk tölvupóst
um að hún hefði erft umtalsverðar upp-
hæðir eftir afa sinn, sem hvarf fyrir löngu.
Þar sem afi Spears hafði einmitt horfið,
og upphafsstafir hans voru þeir sömu og
í nafni uppdiktaða afans, varð hún spennt
og lagði umbeðna upphæð inn á reikning.
Á næstu tveimur árum lagði hún 400 þús-
und dollara inn á hina ýmsu reikninga,
þrátt fyrir að fjölskylda hennar, bankinn
og lögregla hefðu öll hvatt hana til að láta
af athæfinu. Uppi stóð hún slipp og snauð
og rúin virðingu.
Hið sama átti við um Breta sem kveikti
í sjálfum sér eftir að hann uppgötvaði að
lottóvinningurinn sem honum hafði verið
lofað, 1,2 milljónir dollara, var svindlið
eitt. Þá hafði hann eytt umtalsverðum upp-
hæðum í að nálgast féð. Árið 2007 greip
kínverskur nemandi í háskólanum í Nott-
ingham til sama óyndisúrræðis eftir að
hafa fallið fyrir netsvindli.
Japanski kaupsýslumaðurinn Osamai
Hitomi gerði sér
árið 2008 ferð
til Jóhannesar-
borgar í von um
mikinn gróða. Í
stað velviljaðra manna
sem aðstoðuðu hann við að nálgast féð
mættu honum ótíndir glæpamenn sem tóku
hann í gíslingu og kröfðust 5 milljón doll-
ara í lausnargjald. Þeir voru þó á endanum
handteknir. Þó hafa ekki hafa allir verið svo
heppnir og dæmi eru um að fórnarlömbin
hafi einfaldlega veri drepin.
Græðgin verður að falli
En hvað er það sem fær fólk til að trúa
jafn fjarstæðukenndum tilboðum og raun
ber vitni? Hvernig dettur nokkrum í hug
að einhvers staðar úti í heimi sé fólk sem
bíður með milljónir og aftur milljónir til
að afhenda bláókunnugu fólki, og eina skil-
yrðið sé að það megi ekki koma til afskipta
yfirvalda?
Þar kemur græðgin inn í myndina, vonin
um að öðlast mikið fé án mikils tilkostn-
aðar. Þetta blundar í flestu fólki, þótt flestir
hafi vit á því að láta þá von ekki blinda sig.
Með tölvubréfunum tekst svindlurunum
að afmarka þann hóp sem er auðtrúa og
beina sjónum beint að þeim sem svara
Nígerískur prins þarf á
aðstoð þinni að halda
Þegar gróðavon er annars vegar virðist skynsemin hjá fólki oft fljúga út um
gluggann. Við trúum því að við eigum fjarskyldan ættingja í Afríku sem þarf
aðstoð okkar, eða að ókunnugt fólk leiti til okkar til að koma fjármunum úr landi.
Netsvindlið veltir milljörðum árlega.
Á heimasíðu lögreglunnar á
Íslandi, logreglan.is, er að finna
hnapp sem merktur er svika-
póstur. Þeir sem verða fyrir hvers
kyns svindli í gegnum tölvu eiga
að tilkynna það til viðkomandi
lögregluembættis. Embætti Ríkis-
lögreglustjóra tekur síðan utan
um fjölda mála og umfang. Óskar
Þórmundsson er yfirlögregluþjónn
hjá peningaþvættisskrifstofu
Ríkislögreglustjóra. Hann segir að
fæst mál séu kærð til lögreglunnar, þó að þau séu
tilkynnt.
„Flestir hafa borið harm sinn í hljóði. Ég veit til
þess að fólk hafi tapað peningum á svona svindli
en það hafa ekki verið háar upphæðir. Venjulega
hefur þetta fólk komið og hálfskammast sín fyrir
trúgirnina. Að þessu leytinu kemur þetta ekki
mikið inn á okkar borð.“
Barnaland varað við
Óskar man þó eftir dæmum um ákveðnar tegundir
af tölvutengdu svindli sem hafi farið lengra. Til að
mynda tengdist eitt þeirra síðunni Barnaland.
„Fólk hefur verið að selja bíla– og hvernig geta
menn tapað á því? Það hefur sett sig í samband við
áhugasaman kaupanda í útlöndum og sá jafnvel
beðið um að fá myndband af bílnum og upptöku
af vélarhljóðinu. Síðan hefur seljandinn fengið afrit
af borgunarsíðu, til dæmis PayPal, þar sem fram
kemur að búið sé að leggja andvirði bílsins inn á
reikning þess. Sá sem var að selja hefur síðan þurft
að leggja inn fyrir flutningskostnaði úr landi.
Í ljós kemur hins vegar að afritið af borgunar-
síðunni er falsað og fólk tapar upphæðinni fyrir
flutningskostnað. Við vöruðum Barnaland við
þessu á sínum tíma.“
Allir vilja detta í lukkupottinn
Óskar segir að mjög erfitt sé að fást við þessi
mál. Lögreglan í nágrannalöndunum og í Bret-
landi, svo dæmi séu tekin, setji töluverðan mann-
skap í þau. Þrjótarnir hverfi hins vegar mjög
fljótt og erfitt sé að hafa uppi á þeim. Eina ráðið
sé að vera ekki trúgjarn.
„Fólk sér nú yfirleitt í gegnum þetta. Ef þetta
er of gott til að vera satt, þá er það of gott til að
vera satt. Þetta er meginreglan sem ég hef sagt
fólki.“
En fólk blindast oft, eins og þegar kemur að
því að fá happdrættisvinninga eða fá arf. „Það
getur vel verið að ég hafi dottið í lukkupottinn
og hafi átt fjarskyldan ættingja einhvers staðar,“
hugsar það með sér. Það er það sem þessir karlar
eru svo klárir í.“
FÓLK BLINDAST AF GRÓÐAVONINNI
ÓSKAR
ÞÓRMUNDSSON
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Fólk sér nú
yfirleitt í gegnum
þetta. Ef þetta er
of gott til að vera
satt, þá er það of
gott til að vera
satt. Þetta er
meginreglan sem
ég hef sagt fólki.
Óskar Þórmundsson,
yfirlögregluþjónn á
peningaþvættisskrifstofu
Ríkislögreglustjóra
bréfunum. Aðrir hlæja einfaldlega að bréfunum,
setja þau á Facebook eða beint í ruslakörfuna.
Þegar kemur að gylliboðum er best að hafa
það fornkveðna í huga að ef eitthvað hljómar
of gott til að vera of satt, þá er það of gott til að
vera satt.
FJARSKYLDUR ÆTTINGI? Svona gæti
fjarskyldur afrískur ættingi greinarhö-
fundar litið út. Varhugavert væri þó að
treysta á að umræddur meintur ættingi
hefði skilið eftir sig fúlgur fjár og
bláókunnugt fólk legði nótt við nýtan
dag til að koma til undirritaðs.
SAMSETT MYND/KRISTINN