Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 59
Safnadeild RÚV óskar eftir að ráða
starfsmann í skráningu á tónlist
Helstu verkefni
◊ Skráning og lyklun á innlendri
sem erlendri útgefinni tónlist og
tónlistarupptökum samkvæmt
alþjóðlegum reglum og stöðlum.
◊ Upplýsingaþjónusta sem felur í sér
leit í gagnagrunnum og spjaldskrám
RÚV, í uppflettiritum og innlendum
og erlendum gagnagrunnum.
◊ Þróun og viðhald efnisorðalykils
á sviði tónlistar, í samráði við
annað starfsfólk RÚV.
◊ Þátttaka í þróun og hönnun
á tölvukerfum safnadeildar.
◊ Þátttaka í samstarfi við innlenda
faghópa á starfssviðinu.
◊ Almenn afgreiðsla.
Hlutverk safnadeildar er að safna, varðveita og miðla dagskrárefni Ríkisútvarpsins og
styðja við starfsemina með fjölbreyttum safnkosti og skjalastjórnun. Safnadeildin heldur
einnig utan um tónlistarefni til flutnings í útvarpi og sjónvarpi.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Sigurgeirsdóttir, safnastjóri í síma 515-3000 eða tölvupósti margrets@ruv.is.
Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.ruv.is/storf
Við bjóðum upp á kraftmikið, skapandi og metnaðarfullt umhverfi þar sem starfar fjölbreyttur
hópur fólks með mikla þekkingu og reynslu. Við leggjum áherslu á að endurspegla samfélagið
sem við búum í og þess vegna hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um.
Menntunar- og hæfniskröfur
◊ Bókasafns- og upplýsingafræði.
◊ Tónlistarmenntun kostur.
◊ Reynsla af skráningu.
◊ Góð íslenskukunnátta.
◊ Góð almenn tölvuþekking.
◊ Jákvætt viðmót og færni
í mannlegum samskiptum.
◊ Sjálfstæði og frumkvæði
í vinnubrögðum.
Grunnskólinn á Hólmavík
Við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík vantar
kennara og stuðningsfulltrúa til starfa
skólaárið 2013-2014
• Meðal kennslugreina er íslenska, stærðfræði,
samfélagsgreinar og íþróttir.
• Einnig vantar stuðningsfulltrúa til að vinna með
nemendum á skólatíma og í lengdri viðveru nemenda.
• Við tónskólann eru lausar tvær stöður tónlistarkennara
Umsækjendur um kennarastarf þurfa að hafa kennslu
réttindi. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulags
hæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla
af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir
eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakarvottorð.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum LN og KÍ vegna
kennarastaða en samkvæmt kjarasamningum á almennum
vinnumarkaði vegna stöðu stuðningsfulltrúa.
Umsóknarfrestur er til 6. júní 2012.
Nánari upplýsingar veita
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, skólastjóri,
sími 451 3129 og 698 0929
Ingibjörg Emilsdóttir, aðstoðarskólastjóri,
sími 451 3129 og 695 4743
Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem
við á ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Huldu I.
Rafnarsdóttur á skolastjorar@holmavik.is eða Grunnskólinn á
Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík
Grunnskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn- og tónskóli með um 80
nemendum í 1. – 10. bekk þar sem lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám
og samvinnu. Skólinn er Grænfánaskóli og er áhersla lögð á umhverfismennt
og útinám. Við skólann starfar 20 manna samhentur hópur. Félagsmiðstöð
ungmenna hefur aðstöðu í skólanum.
Í Strandabyggð búa tæplega 520 manns þar af 380 manns í þéttbýlis-
kjarnanum Hólmavík. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og
glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa.
Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar og náttúrufegurð mikil. Hólmavík
er í einungis 233 km fjarlægð frá Reykjavík sem er um 3 tíma akstur.
PIPA
R
\
TBW
A
SÍA
1312
0
5
Gæðastjóri
Starfssvið
Gerð gæðahandbókar, ferilvæðing og stöðug
þróun ferla
Uppbygging gæðakerfis sviðsins í samræmi við
gæðakerfi háskólans
Aðstoð við sjálfsmat deilda skv. áætlun gæðaráðs
háskóla
Endurmat árangurs af gæðastarfi sviðsins
Skjalamál, þróun og útfærsla á skjalamálum
sviðsins
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun er krafa, menntun á sviði
verkfræði er kostur
Haldgóð þekking á gæðastjórnun, ferlun
og stöðugum umbótum
Góð íslensku- og enskukunnátta og ritfærni
á báðum tungumálum
Afbragðs samskiptahæfni
Frumkvæði í starfi og góðir samstarfshæfileikar
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þóra Margrét
Pálsdóttir, mannauðsstjóri Verkfræði- og
náttúruvísindasviðs, í síma 525 4644 og
netfang: thp@hi.is
Umsóknarfrestur er til og með 17. júní 2013.
Sjá nánar um starfið á www.hi.is /laus_storf
og á www.starfatorg.is.
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands óskar eftir að ráða gæðastjóra. Gæðastjórinn
mun tilheyra stoðþjónustu sviðsins og heyra undir forseta þess. Meginhlutverk gæðastjóra er
að þróa gæðakerfi sviðsins og lýsa verkferlum, skipuleggja markvissa umbótavinnu og eftirfylgni.
Gæðastjórinn mun starfa náið með forseta sviðsins sem og gæðanefnd þess og gæðastjóra
háskólans. Gæðakerfi sviðsins er hluti af gæðakerfi háskólans. Þar sem um nýtt starf er að ræða
er mikilvægt að viðkomandi geti haft frumkvæði og sé úrræðagóður. Starfið er spennandi og
fjölbreytt og reynir á færni í samskiptum.