Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 61
| ATVINNA |
Síminn óskar eftir öflugum
liðsauka á Austurlandi
Síminn leitar að þjónustulunduðum og upplýsingatæknisinnuðum starfsmönnum
til að halda utan um og þjónusta viðskiptavini Símans á Austurlandi.
Viðskiptastjóri með tæknivit
Fjölbreytt starf sem felur í sér sölu, kynningar og þarfagreiningu fyrir fyrirtæki,
ásamt tilboðs- og samningagerð, ráðgjöf og eftirfylgni. Einnig sér viðskiptastjóri
um að afla og viðhalda viðskiptatengslum.
Starfsstöð verður staðsett á Austurlandi. Störfin heyra undir rekstrareiningu
Símans á Akureyri sem þjónustar viðskiptavini á Vestfjörðum, Norðurlandi og
Austurlandi. Hjá Símanum á Akureyri starfa alls 18 manns.
Menntun og hæfni:
· Háskólapróf æskilegt
· Reynsla af sölu og ráðgjöf skilyrði
· Áhugi og þekking á tækni nauðsynleg
· Innsæi í fjarskiptalausnir og/eða þekking á
upplýsingatæknilausnum
Persónulegir eiginleikar:
· Kraftur og frumkvæði
· Lausnahugsun og rík þjónustulund
· Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileiki til
hópvinnu
· Góðir skipulagshæfileikar og hæfni í
mannlegum samskiptum
Þjónustulundaður tæknimaður
Starfið felur í sér ráðgjöf og vinnu tengda IP símkerfum-, tölvu- og netþjónustu.
Einnig sinnir tæknimaður verkefnum sem snúa að rekstri upplýsingakerfa ásamt
tilfallandi verkefnum.
Menntun og hæfni:
· Menntun í kerfisfræði, tölvunarfræði eða
sambærilegt
· Þekking á Microsoft server umhverfi
· Þekking á Windows stýrikerfum
· Þekking á netkerfum góður kostur
Persónulegir eiginleikar:
· Kraftur og frumkvæði
· Lausnahugsun og rík þjónustulund
· Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileiki til
hópvinnu
· Góðir skipulagshæfileikar og hæfni í
mannlegum samskiptum
Umsóknarfrestur er til og með 17. júní 2013.
Fyrirspurnir berist til Brynhildar Halldórsdóttur (brynhildur@skipti.is).
Aðeins er tekið á móti umsóknum í gegnum www.siminn.is.
Við höfum gildi Símans að leiðarljósi í störfum okkar og erum skapandi, áreiðanleg og lipur.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
0
8
4
Helga Katrín Emilsdóttir
Sveinbjörn Bjarki JónssonDæmigerður viðskiptastjóri
Dæmigerður tæknimaður
sími: 511 1144
LAUGARDAGUR 1. júní 2013 9