Fréttablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 64
www.vedur.is
522 6000
Rekstrarstjóri
Veðurstofa Íslands er opinber stofnun
sem heyrir undir Umhverfis- og auðlinda-
ráðuneyti. Hjá stofnuninni starfa um
135 manns með fjölbreytta menntun og
starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið.
Auk þess starfa um 120 manns við
athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um
landið. Hlutverk stofnunarinnar er öflun,
varðveisla og úrvinnsla gagna, sem og
miðlun upplýsinga á helstu eðlisþáttum
jarðarinnar, þ.e. lofti, vatni, jörð, snjó,
jöklum og hafi. Starfsemin fer fram á fjórum
sviðum: Eftirlits- og spásviði, Fjármála- og
rekstrarsviði, Athugana- og tæknisviði
og Úrvinnslu- og rannsóknasviði. Nánari
upplýsingar um stofnunina má finna á
heimasíðu hennar www.vedur.is.
Gildi Veðurstofunnar eru þekking,
áreiðanleiki, framsækni og samvinna.
Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af
þessum gildum.
Veðurstofa Íslands auglýsir eftir rekstrarstjóra
í fullt starf á Eftirlits- og spásviði. Í boði er
nýtt, spennandi og fjölbreytt framtíðarstarf.
Eftirlits- og spásvið leikur lykilhlutverk í
íslensku samfélagi þegar kemur að eftir liti,
vöktun og þjónustu við almenning og stofn-
anir vegna náttúruvár og veðurs. Hlut verk
sviðsins er að annast sam þætta raun tíma-
vöktun og útgáfu við varana og spáa vegna
náttúruvár á Íslandi innan þess þjónustu-
svæðis sem stofnunin ber ábyrgð á. Sviðið
veitir almenningi, fyrir tækjum og stofn unum
innan lands veður þjónustu í sam ræmi við lög,
reglugerðir og samninga. Sviðið veitir jafn-
framt alþjóðlegri og inn lendri flug starf semi
flug veður þjónustu innan íslenska flug stjórnar-
svæðisins samkvæmt samn ingum þar um.
Helstu verkefni
Umsjón með daglegum rekstri sviðsins, auk
áætlana gerðar. Gerð, eftirlit og umsýsla
vegna samninga. Gerð og utanumhald með
vakta áætlunum, auk eftirlits með tíma- og
verk skráningum sviðsins. Eftir fylgni með
gæðamálum og aðkoma að starfs manna sam-
tölum og endur menntun starfsmanna sviðsins
í samráði við framkvæmdastjóra og mann-
auðsstjóra. Viðkomandi mun einnig sinna
aðgerðar stjórnun á skilgreindum þáttum í
náttúruváratburðum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi
Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og
áætlanagerð
Góð færni í mannlegum samskiptum
nauðsynleg
Skipulögð og fagleg vinnubrögð
Frumkvæði og ábyrgð
Hæfni til að vinna sjálfstætt
sem og í teymisvinnu
Góð færni í íslensku og ensku nauðsynleg
Þekking og/eða reynsla af atburða stjórnun
kostur
Um er að ræða fullt starf og taka laun mið
af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi
stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um störfin veita Theodór
Freyr Hervarsson, framkvæmdastjóri Eftirlits-
og spásviðs (teddi@vedur.is) og Borgar Ævar
Axelsson, mannauðsstjóri (borgar@vedur.is),
í síma 522 6000.
Umsóknarfrestur er til og með 18. júní
næstkomandi.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að
sækja um störfin á heimasíðu Veðurstofu
Íslands undir www.vedur.is/um-vi/laus-storf
eða á www.starfatorg.is.
Dalvíkurbyggð
Dalvíkurskóla vantar sérkennara
Hæfniskröfur:
- Grunnskólakennarapróf,viðbótarmenntun í sér-
kennslufræðum skilyrði
- Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur
- Hefur frumkvæði og metnað í starfi og getu til að
vinna í hóp
- Hæfni í mannlegum samskiptum og nær vel til barna
- Tilbúinn að takast á við fjölbreyttar áherslur í skóla-
starfi
- Tilbúinn að vinna eftir fjölbreyttum kennsluaðferðum
Dalvíkurskóli er 260 nemenda grunnskóli. Einkunnarorð skólans
eru þekking, færni, virðing og vellíðan. Skólinn leggur áherslu á
snemmtæka íhlutun í námi nemenda. Í skólanum er m.a. unnið
eftir kennsluaðferðunum Byrjendalæsi, Orð af orði og Töfra-
heimi stærðfræðinnar (stærðfræðiverkefni tengd reynsluheimi
nemenda með áherslu á verklega vinnu). Dalvíkurskóli flaggar
Grænfánanum. Í Dalvíkurskóla er lögð áhersla á að starfsfólki
líði vel í starfi og þar er jákvæðni höfð að leiðarljósi. Allir skólar í
Dalvíkurbyggð eru að innleiða Uppbyggingarstefnuna.
Upplýsingar gefur Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla
gisli@dalvikurbyggd.is símar 4604980 og 8631329. Katrín Fjóla
Guðmundsdóttir deildastjóri kata@dalvikurbyggd.is símar
4604980 og 8479810. Friðrik Arnarsson deildastjóri
fridrik@dalvikurbyggd.is 4604980 og 8490980.
Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð, um 40 km. norðan
við Akureyri. Sveitarfélagið er framsækið og leggur metnað sinn í að
veita íbúum góða þjónustu. Þar er blómlegt menningarlíf og fjölbreyttir
möguleikar til íþróttaiðkunar og útivistar. Að búa í Dalvíkurbyggð er
kjörið fyrir fólk á öllum aldri, barnafjölskyldur, útivistarfólk og þá sem vilja
njóta nálægðar við náttúruna. Það er ómetanlegt að geta stigið út úr erli
hvunn-dagsins og dregið að sér kraft sjávarins og fjallanna og endurnært
þannig sálina.
Skrifstofustarf 50%
Við leitum að starfsmanni í 50% starf á skrifstofu Subway á Íslandi.
Um er að ræða bókhaldsstörf, afstemmingar, skönnun reikninga og önnur
tilfallandi skrifstofustörf.
Við gerum kröfur um almenna tölvukunnáttu, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
og kostur ef viðkomandi hefur reynslu af Navision.
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á starf@subway.is
Umsóknarfrestur er til og með 9. júní nk.
TM
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
HELSTU VERKEFNI
• Almenn þjónusta • Sala og ráðgjöf til viðskiptavina • Önnur tilfallandi verkefni í verslun
STARFSMAÐUR ÓSKAST
N1 leitar að áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með góða þjónustulund
til starfa í verslun félagsins á Akureyri.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Bjarnason verslunarstjóri í síma 440 1420.
Vinsamlegast sækið um starfið á sigurdurb@n1.is fyrir 12. júní n.k.
Grunnskólinn á Hellu auglýsir !
Kennarar
Okkur vantar áhugasaman kennara til starfa
á næsta skólaári.
Um er að ræða almenna kennslu á yngsta stigi og
miðstigi.
Æskilegt er að umsækjandi sé tilbúinn til þess að starfa
með börnum og unglingum að íþrótta og félagsmálum.
Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans
http://grhella.is/
Vinsamlegast hafið samband við undirritaða
og fáið frekari upplýsingar.
Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri
í síma 488 7021 / 894 8422
Steinar Tómasson aðstoðarskólastjóri
í síma 4887022 / 845 5893
Laus staða við Súðavíkurskóla
Súðavíkurhreppur er sveitarfélag við Ísafjarðardjúp, og er kauptúnið
Súðavík við Álftafjörð þéttbýlasti hluti hreppsins. Hreppurinn skartar
einstaklega fallegri og ósnortinni náttúru og er veðursæld mikil. Ei-
nungis er 10 mínútna akstur á Ísafjarðarflugvöll og tekur um 40 mínútur
að fljúga til Reykjavíkur.
Skólahúsnæðið er glæsilegt og vel búið. Skólinn er einsetinn með
fámennum aldursblönduðum bekkjardeildum, vel búinn tækjum og góðri
vinnuaðstöðu. Leikskólinn er gjaldfrjáls í 6 tíma eða frá 8:00 til 14:00.
Súðavíkurskóli samanstendur af þremur skólagerðum þ.e.
grunn- leik- og tónlistarskóla. Núna er laus staða leik-
skólakennara á leikskóladeildinni og umsjónarkennara í
unglingadeild grunnskólans. Um er að ræða almennt starf
á leikskóla og hinsvegar kennslu í íslensku, náttúrufræði,
uppl-og tæknimennt, lífsleikni, handmennt og heimilis-
fræði og íþróttir á öllum skólastigum. Unnið er í anda
Uppbyggingar til ábyrgðar og lögð er áhersla á fjölbreytta
og sveigjanlega kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám,
vellíðan nemenda og samvinnu starfsmanna. Súðavíkur-
hreppur greiðir laun eftir kjarasamningi KÍ og Sambandi
íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 14.júní n.k. meðmæli óskast með
umsókn.
Nánari upplýsingar veitir
Anna Lind Ragnarsdóttir skólastjóri í gsm: 893-4985.