Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 70

Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 70
| ATVINNA | www.gardabaer.is DAGFORELDRAR ÓSKAST Dagforeldra vantar til starfa í Garðabæ. Starf sem dagforeldri í heimahúsum felur í sér spennandi og krefjandi verkefni með ungum börnum. Dagforeldrar starfa sem sjálfstæðir verktakar, en starfsleyfi og eftirlit er í höndum Garðabæjar. Til að gerast dagforeldri þarf viðkomandi að hafa ríka ábyrgðartilfinningu og geta veitt börnum góða umönnun, öryggi og hlýju. Dagforeldrar sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra og taka þátt í skyndihjálpar- námskeiðum og öðrum námskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni. Garðabær greiðir eingreiðslu til dag- foreldra við leyfisveitingu til þess að bæta aðstöðu á heimilum þeirra með tilliti til þarfa og öryggis þeirra barna sem þeir vista. Gerður er þjónustusamningur milli Garðabæjar, dagforeldris og foreldra um vistun hvers barns. Starf sem dagforeldri í heimahúsum felur í sér spennandi og krefjandi verkefni með börnum. Garðabær býður upp á gott starfsumhverfi fyrir dagforeldra. Greitt er fyrir grunnnámskeið, dagforeldrum er veittur frír aðgangur að leikfangasafni og geta m.a. fengið þar lánaðar fjölbura-kerrur og matarstóla. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Magnea Hreinsdóttir daggæslufulltrúi, netfang annah@gardabaer.is eða í síma 525 8542. ÞROSKAÞJÁLFI Við Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar þroskaþjálfa til starfa skólaárið 2013 -14 Umsækjandi þarf að hafa menntun á sviði þroskaþjálfa, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is Umsóknarfrestur er til 11. júní 2013. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfs- reynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is eða Sunnulækjar- skóli, Norðurhólum 1, 800 Selfoss. Skólastjóri Sveitarfélagið Ölfus Reykjadalur í Ölfusi, Kynning á deiliskipulagi fyrir úrbætur og lagfæringar á Reykjadal í Ölfusi. Unnin hefur verið skipulagslýsing og deiliskipulag fyrir endurbætur á Reykjadal, lagfæringar á göngustígum og bæta aðstöðuna við baðlækinn. Á síðasta ári var hafin vinna við gerð deiliskipulagsins. Skipulagslýsing fyrir deiliskipulagið hefur verið send út til umsagnar og um- sagnir liggja fyrir. Deiliskipulagið verður lagt fram til kynningar á opnum fundi í LBHÍ að Reykjum Ölfusi, mánudaginn 10. júní 2013, kl. 17. Mikil umferð er um Reykjadalinn og hefur hún aukist margfalt síðustu árin. Koma þarf gönguleiðinni í einn farveg og loka öðrum leiðum og einnig að verja gróðurinn í dalnum vegna átroðnings göngufólks, hrossa og reiðhjóla. Við baðlækinn er grasbalinn mikið skemmdur og verður að grípa til góðra ráða til að varna meiri skemmdum. Leið- beininga- og upplýsingaskilti þarf að setja upp við upphaf gönguleiða að dalnum og einnig á gönguleiðinni sjálfri. Mikilvægt er að þeir sem eru að njóta útivistar í dalnum mæti á fundinn, fræðist um fyrirhugaðar aðgerðir og bendi á góðar lausnir til að bæta það sem þegar er orðið skemmt. Til fundarins boða LBHÍ að Reykjum, sem eigandi landsins, Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær og Eldhestar ehf. Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Stóra-Brákarey – iðnaðarlóð Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 18. apríl 2013 að auglýsa tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Borgar- byggðar 2010-2022 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til iðnaðarlóðar í Stóru-Brákarey. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 22.04.2013 í mkv. 1:10000. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfull- trúa Borgarbyggðar. F.h. Borgarbyggðar Jökull Helgason, skipulagsfulltrúi Námsstyrkir Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna fyrir skólaárið 2013-2014. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum í Reykjavík, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Bandalags kvenna í Reykjavík, www.bkr.is Einnig má nálgast umsóknareyðublöð í versluninni Thorvaldsensbasarinn, Austurstræti 4, alla virka daga milli kl. 14:00 og 18:00. Fyrirspurnir og upplýsingar má senda á netfang bandalagsins: bandalagkvennarvk@gmail.com Umsóknir um styrki skal senda til Bandalags kvenna í Reykjavík, Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar „Námsstyrkir”. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi. kopavogur.is Kópavogsbær Salurinn – Tónlistarhús Kópavogs auglýsir eftir móttökuritara sem hefur umsjón með miðasölu og veitingum. Um er að ræða fjölbreytt starf á fámennum vinnustað. Skiptist starfið þannig að um starf ritara og símsvörun er að ræða fyrri part dags og viðveru í miðasölu seinni partinn. Starfsmaðurinn sér jafnframt um innkaup á bar og umsjón með veitingum vegna ráðstefna og funda. Ráðningartími og starfshlutfall Viðkomandi þarf að geta hafið störf 6. ágúst 2013. Starfshlutfall er 100% Menntunar- og hæfniskröfur Góð tölvukunnátta (excel, word etc.) Góð íslensku og ensku kunnátta. Sjálfstæði, ögun og skipulag í vinnubrögðum. Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi. Frekari upplýsingar Starfskjör samkvæmt VR-samningum. Umsóknarfrestur er til og með 17. júní 2013. Upplýsingar gefur Aino Freyja, forstöðumaður, í síma 5700 405 og Arna Schram, upplýsinga- fulltrúi, í síma 570 1500 á milli kl. 10-12 virka daga. Einnig má senda fyrirspurn á aino@salurinn.is eða arnaschram@kopavogur.is Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is Salurinn óskar eftir móttökuritara · kopavogur.is Kópavogsbær · Kársnesskóli óskar eftir sérkennara · Leikskólinn Álfatún óskar eftir leikskólakennara · Leikskólinn Núpur óskar eftir deildarstjóra · Leikskólinn Sólhvörf óskar eftir deildarstjóra · Leikskólinn Sólhvörf óskar eftir leikskólakennara · Leikskólinn Urðarhóll óskar eftir deildarstjóra · Salurinn – Tónlistarhús Kópavogs óskar eftir móttökuritara Fleiri störf og nánari upplýsingar er að finna á vef Kópavogsbæjar Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is Spennandi störf hjá Kópavogsbæ 1. júní 2013 LAUGARDAGUR18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.