Fréttablaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 70
| ATVINNA |
www.gardabaer.is
DAGFORELDRAR
ÓSKAST
Dagforeldra vantar til starfa í Garðabæ.
Starf sem dagforeldri í heimahúsum felur
í sér spennandi og krefjandi verkefni með
ungum börnum. Dagforeldrar starfa sem
sjálfstæðir verktakar, en starfsleyfi og
eftirlit er í höndum Garðabæjar.
Til að gerast dagforeldri þarf viðkomandi
að hafa ríka ábyrgðartilfinningu og geta
veitt börnum góða umönnun, öryggi og
hlýju.
Dagforeldrar sækja grunnnámskeið fyrir
dagforeldra og taka þátt í skyndihjálpar-
námskeiðum og öðrum námskeiðum og
fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni.
Garðabær greiðir eingreiðslu til dag-
foreldra við leyfisveitingu til þess að
bæta aðstöðu á heimilum þeirra með
tilliti til þarfa og öryggis þeirra barna
sem þeir vista.
Gerður er þjónustusamningur milli
Garðabæjar, dagforeldris og foreldra um
vistun hvers barns.
Starf sem dagforeldri í heimahúsum felur
í sér spennandi og krefjandi verkefni með
börnum. Garðabær býður upp á gott
starfsumhverfi fyrir dagforeldra. Greitt
er fyrir grunnnámskeið, dagforeldrum er
veittur frír aðgangur að leikfangasafni
og geta m.a. fengið þar lánaðar
fjölbura-kerrur og matarstóla.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna
Magnea Hreinsdóttir daggæslufulltrúi,
netfang annah@gardabaer.is eða í síma
525 8542.
ÞROSKAÞJÁLFI
Við Sunnulækjarskóla á Selfossi vantar
þroskaþjálfa til starfa skólaárið
2013 -14
Umsækjandi þarf að hafa menntun á sviði
þroskaþjálfa, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni
í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu
og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar.
Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og
fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám,
teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða
samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Nánari
upplýsingar má finna á vefsíðu skólans:
http://www.sunnulaekjarskoli.is
Umsóknarfrestur er til 11. júní 2013.
Umsókn með upplýsingum um menntun, starfs-
reynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald,
skólastjóra, birgir@sunnulaek.is eða Sunnulækjar-
skóli, Norðurhólum 1, 800 Selfoss.
Skólastjóri
Sveitarfélagið Ölfus
Reykjadalur í Ölfusi, Kynning á
deiliskipulagi fyrir úrbætur og
lagfæringar á Reykjadal í Ölfusi.
Unnin hefur verið skipulagslýsing og deiliskipulag fyrir
endurbætur á Reykjadal, lagfæringar á göngustígum og
bæta aðstöðuna við baðlækinn. Á síðasta ári var hafin
vinna við gerð deiliskipulagsins. Skipulagslýsing fyrir
deiliskipulagið hefur verið send út til umsagnar og um-
sagnir liggja fyrir. Deiliskipulagið verður lagt fram til
kynningar á opnum fundi í LBHÍ að Reykjum Ölfusi,
mánudaginn 10. júní 2013, kl. 17.
Mikil umferð er um Reykjadalinn og hefur hún aukist
margfalt síðustu árin. Koma þarf gönguleiðinni í einn
farveg og loka öðrum leiðum og einnig að verja gróðurinn í
dalnum vegna átroðnings göngufólks, hrossa og reiðhjóla.
Við baðlækinn er grasbalinn mikið skemmdur og verður
að grípa til góðra ráða til að varna meiri skemmdum. Leið-
beininga- og upplýsingaskilti þarf að setja upp við upphaf
gönguleiða að dalnum og einnig á gönguleiðinni sjálfri.
Mikilvægt er að þeir sem eru að njóta útivistar í dalnum
mæti á fundinn, fræðist um fyrirhugaðar aðgerðir og bendi
á góðar lausnir til að bæta það sem þegar er orðið skemmt.
Til fundarins boða LBHÍ að Reykjum, sem eigandi landsins,
Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær og Eldhestar ehf.
Breyting á Aðalskipulagi
Borgarbyggðar 2010-2022
Stóra-Brákarey – iðnaðarlóð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 18. apríl 2013 að
auglýsa tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Borgar-
byggðar 2010-2022 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin tekur til iðnaðarlóðar í Stóru-Brákarey.
Í gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði.
Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 22.04.2013 í
mkv. 1:10000.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfull-
trúa Borgarbyggðar.
F.h. Borgarbyggðar
Jökull Helgason, skipulagsfulltrúi
Námsstyrkir
Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um
styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna fyrir skólaárið
2013-2014.
Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum
konum í Reykjavík, sem ekki eiga kost á námslánum, til að
afla sér aukinnar menntunar.
Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari
upplýsingar má nálgast á vef Bandalags kvenna í Reykjavík,
www.bkr.is
Einnig má nálgast umsóknareyðublöð í versluninni
Thorvaldsensbasarinn, Austurstræti 4, alla virka daga
milli kl. 14:00 og 18:00.
Fyrirspurnir og upplýsingar má senda á netfang
bandalagsins: bandalagkvennarvk@gmail.com
Umsóknir um styrki skal senda til Bandalags kvenna í
Reykjavík, Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar
„Námsstyrkir”.
Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi.
kopavogur.is
Kópavogsbær
Salurinn – Tónlistarhús Kópavogs auglýsir
eftir móttökuritara sem hefur umsjón með
miðasölu og veitingum.
Um er að ræða fjölbreytt starf á fámennum
vinnustað. Skiptist starfið þannig að um starf
ritara og símsvörun er að ræða fyrri part
dags og viðveru í miðasölu seinni partinn.
Starfsmaðurinn sér jafnframt um innkaup á bar
og umsjón með veitingum vegna ráðstefna og
funda.
Ráðningartími og starfshlutfall
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 6. ágúst
2013. Starfshlutfall er 100%
Menntunar- og hæfniskröfur
Góð tölvukunnátta (excel, word etc.)
Góð íslensku og ensku kunnátta.
Sjálfstæði, ögun og skipulag í vinnubrögðum.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
Frekari upplýsingar
Starfskjör samkvæmt VR-samningum.
Umsóknarfrestur er til og með 17. júní 2013.
Upplýsingar gefur Aino Freyja, forstöðumaður,
í síma 5700 405 og Arna Schram, upplýsinga-
fulltrúi, í síma 570 1500 á milli kl. 10-12 virka daga.
Einnig má senda fyrirspurn á aino@salurinn.is
eða arnaschram@kopavogur.is
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt
á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Salurinn
óskar eftir
móttökuritara
·
kopavogur.is
Kópavogsbær
· Kársnesskóli óskar eftir sérkennara
· Leikskólinn Álfatún óskar eftir leikskólakennara
· Leikskólinn Núpur óskar eftir deildarstjóra
· Leikskólinn Sólhvörf óskar eftir deildarstjóra
· Leikskólinn Sólhvörf óskar eftir
leikskólakennara
· Leikskólinn Urðarhóll óskar eftir deildarstjóra
· Salurinn – Tónlistarhús Kópavogs óskar eftir
móttökuritara
Fleiri störf og nánari upplýsingar er að finna á
vef Kópavogsbæjar
Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt
á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Spennandi störf
hjá Kópavogsbæ
1. júní 2013 LAUGARDAGUR18