Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 84

Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 84
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 48 Reiknað er með að íbúar höfuðborgarinnar verði orðnir 143.400 árið 2030 og hafi þá fjölgað um 25 þúsund frá því sem nú er. Augljóst er að bregðast þarf við þessari fjölg- un og reisa nýjar íbúðir. Ofan á það bætist að spár gera ráð fyrir að færri verði í heimili árið 2030 en nú er, svo þörfin verður enn meiri. Þetta kemur fram í drög- um að aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2030. Ákveðnir aldurshópar eru skil- greindir sem virkir á húsnæðis- markaði og er þá miðað við aldur- inn 20 til 84 ára. Samkvæmt spá Hagstofunnar mun þessum hópi fjölga um tæplega 41 prósent til ársins 2050, en Íslendingum fjölga alls um rúm 30 prósent. Hafa skal í huga að þessar tölur miða við árið 2050, en ekki 2030 eins og aðalskipulagið. Þetta þýðir að fólki á húsnæðisaldri fjölgar hlutfallslega meira en öðrum og byggja þarf fleiri íbúðir en áður á hverja 1.000 íbúa. Færri vilja eigið húsnæði Aðalskipulagið gerir einnig ráð fyrir því að færri vilji eiga hús- næði, fyrr en lengra er liðið á ævina, og því þurfi að fjölga leiguíbúðum. Efnahagskreppan, alþjóðavæðing, aukinn hreyfan- leiki vinnuafls og breyttur lífs- stíll ungs fólks á undanförnum áratugum hafi stækkað þann hóp sem vill leigja frekar en að eiga. „Þessi þróun kallar almennt á aukið framboð minni íbúða í fjöl- býlishúsum sem staðsett eru mið- lægt í viðkomandi borgum.“ Til að mæta þessari auknu þörf fyrir íbúðir á hins vegar ekki að byggja ný borgarhverfi heldur þétta þá byggð sem fyrir er. Mark- miðið er að meirihluti nýrra íbúða, eða 70 til 90 prósent, muni rísa innan núverandi þéttbýlismarka. Tæplega 80 prósent af þeim húsum sem reist verða til að þétta byggðina verða á áður röskuð- um svæðum og um 16 prósent á opnum svæðum. Aðeins um 2 pró- sent verða á landfyllingu. Fjölbreytni og þétting Stefnt er að því að allt að 25 pró- sent nýju íbúðanna verði miðuð við þarfir þeirra sem ekki vilja eða geta lagt mikið fé í eigið hús- næði. Í þeim efnum verður sér- staklega horft til miðlægra svæða sem auðvelt er að þjóna með góðum almenningssamgöngum, þannig að þörfin fyrir einkabíl minnki. „Áhersla á uppbyggingu innan núverandi byggðar styður enn fremur við markmið um sjálfbæra og hagkvæma þróun borgarinnar og stuðlar að betri nýtingu fjár- festinga í grunnkerfum sem eru nú þegar til staðar,“ segir í aðal- skipulaginu. Stærsti hluti þéttingarreitanna er á eldri atvinnusvæðum, þar sem húsnæði er úr sér gengið. Þá er horft á önnur vannýtt svæði, eins og jaðarsvæði flugvallarins. Langstærsta svæðið er þó iðnaðar- svæðið í Ártúnshöfða við Elliða- árvog. Sérstakt rammaskipulag hefur verið unnið fyrir það svæði. Gætt verður að því að byggðin á þéttingarreitunum auki gæði byggðarinnar sem fyrir er. Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Fjórðungur íbúða fyrir verr setta Reykvíkingum mun fjölga um 25 þúsund fram til ársins 2030, samkvæmt spám. 14.500 nýjar íbúðir verða reistar til að bregðast við þessu. Í nýju aðalskipulagi er gert ráð fyrir því að fjölgunin verði innan núverandi byggðarkjarna. Byggingarlóð/reitur innan byggðar – raskað Opið svæði – útivistargildi Opið svæði innan byggðar – ekki útivistargildi Landfylling 2.500 17,2% 3.600 24,8% 3.400 23,4% 3.200 22,1% 650 4,5% 550 3,8% 1.200 8,3% 1 km Önnur íbúðarbyggð Miðborg Elliðaárvogur Vatnsmýri ÍBÚÐARBYGGÐ TIL ÁRSINS 2030 FJÖLDI NÝRRA ÍBÚÐA BYGGINGARREITIR 2010-2030 Vannýtt athafnasvæði – raskað Opið svæði í jaðri byggðar – ekki útivistargildi 14% 3%3%2%2% 76% 14.500 nýjar íbúðir munu þá hafa verið reistar143.400munu þá búa í Reykjavík 25.000 nýir Reykvíkingar hafa þá bæst við R E Y K J A V Í K Á R IÐ 20 3 0 FYRIRHUGUÐ UPPBYGGING Alls á að reisa 14.500 nýjar íbúðir í Reykjavík fram til ársins 2030. Kortið sýnir hvar þær verða og hve hátt prósentuhlutfall er í hverju hverfi. „Þetta er í raun tvíþætt áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Annars vegar að finna svæði til þess að ná markmiðum um minni umferð og þróun borgarinnar inn á við. Og hins vegar að tryggja í gegnum skipulag, lóðaúthlutanir og stefnumótun að þetta verði húsnæði fyrir alla. Þetta verði ekki bara einhverjar lúxus- íbúðir á besta stað sem byggjast upp gagnvart aðalskipulaginu. Þess vegna fléttast húsnæðis- stefnan þarna inn, sem er með skýr markmið um húsnæði fyrir alla,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs. Dagur segir mikilvægt að auka félagslegan fjölbreytileika í hverfum, því bæði reynsla og rannsóknir sýni að allir hagnist á því. „Allt frá krökkunum inni í skólastofu, að vera í breiðum og góðum hópi, en líka bara samstaðan í samfélaginu og öryggi á götum úti. Það er mjög margt sem bendir til þess að jöfnuður og félagsleg fjölbreytni sé mjög mikilvæg í borgarskipulaginu.“ Dagur segir að með þéttingu byggðar og auknum fjölbreytileika skapist fleiri kostir fyrir fólk. Taka verði mið af því að borgin sé fjölbreytt og það muni aukast á næstu árum. Samanburður sýni að íslenskar fjölskyldur búi á fleiri fermetrum en fjölskyldur í höfuðborgum nágrannalandanna. „Maður er ekki viss um að þær séu endilega að biðja um það, eða þá að fjárráð allra fjölskyldna leyfi það, heldur erum við bara að skipuleggja og byggja hverfin okkar svona. Við viljum leggja áherslu á að þróa lausnir þar sem eru minni íbúðir, sem eru kannski öðruvísi skipu- lagðar, þar sem fjölskyldulífið rúmist betur. Við viljum gjarnan reyna að lækka byggingarkostnaðinn og fara í samtal bæði við hönnuði, arkitekta og verktaka um hvernig það sé hægt án þess að slá af gæðum eða einhverju sem leiðir til hærri viðhaldskostnaðar með tímanum. Það er mjög margt sem þarf að koma til, en ofboðslega mikilvægt að okkur takist þetta.“ AUKUM FJÖLBREYTNI MEÐ MEIRI BLÖNDUN „Þarna eru ýmsar góðar hugmyndir. Að sjálfsögðu á borgin að útvega sem flestum lóðir, hvort sem fólk vill eiga eða leigja. Í það heila tekið hef ég áhyggjur af því hvað lóðirnar eru dýrar. Við erum ein af fáum höfuð- borgum sem eiga enn nóg landrými. Það gæti endurspeglast í sanngjörnu lóðaverði, að það sé ekki eins hátt og víða annars staðar,“ segir Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, um aðalskipulagið. Kjartan segir enn verið að vinda ofan af mistökum R-listans í skipulagsmálum, en í hans tíð hafi lóðaverð rokið upp úr öllu valdi. Markaðurinn hafi enn ekki náð sér eftir það. „Það væri æskilegra að það væri reynt að skoða leiðir til ná lóðaverði niður þannig að íbúðir verði ódýrari og sérstaklega fyrir ungt fólk. Það finnast vonandi leiðir til þess í þessu skipulagi.“ En hvernig sér hann það fyrir sér, þarf að reisa fleiri íbúðir í nýjum hverfum? „Já, ég held að það sé nauðsynlegt. Það er hægt að þétta byggð víða í borginni, eins og kemur fram í þessu skipulagi, og þá er ég ekki bara að tala um Vatnsmýrarsvæðið. Það eru mörg önnur svæði þar sem hægt er að þétta byggð. Ég tel að það eigi líka að halda áfram uppbyggingunni í Úlfarsárdal. Það er gert ráð fyrir að draga úr uppbyggingunni þar, frá því sem áður var ákveðið. Ég tel að það þurfi að skoða mjög vel, því íbúar í dalnum og í Grafarholti keyptu að sumu leyti mjög dýrar lóðir, sumir segja dýrustu lóðir í Reykjavík, í trausti þess að þarna yrði ákveðin uppbygging. Þeir væru að kaupa í hverfi sem væri af þeirri stærð sem bæri ákveðna þjónustu, verslanir, íþróttafélag og fleira og ákveðna grunnþjónustu. Það þarf að skoða þetta mál mjög vel og eiga samráð við íbúa,“ segir Kjartan, sem segir marga íbúa hverfisins óánægða með áformin. Kjartan segir því mikilvægt að gera hvoru tveggja; þétta byggð og halda áfram uppbyggingu í Úlfarsárdal. FLEIRI LÓÐIR ÞARF TIL AÐ NÁ VERÐINU NIÐUR Það væri æskilegra að það væri reynt að skoða leiðir til ná lóðaverði niður þannig að íbúðir verði ódýrari og sérstaklega fyrir ungt fólk. Það er mjög margt sem þarf að koma til, en ofboðslega mikilvægt að okkur takist þetta. 1 MILLJÓN fermetra af nýju atvinnu- húsnæði hefur þá verið tekin í notkun 2,24 munu búa í hverri íbúð að meðal- tali (voru 2,4 árið 2009) 15.000 ný störf munu hafa orðið til þá 15.000 50% fjölgun verður á Reykvík- ingum eldri en 50 ára 10% fjölgun verður á íbúum yngri en 50 ára 39% íbúa landsins munu þá búa í Reykjavík
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.