Fréttablaðið - 01.06.2013, Síða 86
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 50
Heilabrot
Hvað ertu gömul, Sandra
María? „Ég er 12 ára gömul.“
Hvað heitir gripurinn sem þú
fékkst verðlaun fyrir? „Kinda-
leitari.“
Hvernig á hann að virka?
„Hann virkar þannig að þú ert
með svona GPS-tæki og þú
byrjar á því að skrá rolluna inn í
GPS-tækið. Svo geturðu fundið
staðsetningu kindarinnar.“
Hvernig datt þér í hug að búa
hann til? „Þegar ég sá frétt í
sjónvarpinu í fyrrahaust um að
kindur væru að týnast í snjónum
og lenda í hættu. Mig langaði
að reyna að hjálpa kindunum úr
svoleiðis hættu.“
Hvernig var verkefnið þitt
unnið? „Hugmyndin var sett á
plakat og síðan bjó ég til líkan af
kind með merkingu á eyranu.“
Úr hverju gæti alvöru kinda-
leitari verið? „Úr venjuleg-
um GPS-búnaði í tölvuskjá og
örflögubúnaði sem maður setur
á kindina.“
Telur þú að allir sauðfjárbænd-
ur ættu að fá sér svona? „Já.“
Hvað fékkst þú í verðlaun fyrir
kindaleitarann? „Ég fékk Ipad,
fékk tveggja daga vinnuferð í
Fab Lab smiðju Nýsköpunar-
miðstöðvar Íslands á Sauðár-
króki og gjafabréf í háskóla unga
fólksins.“
Hefur þú eitthvað kynnst
kindum? „Já, ég hef farið með
skólanum í Húsdýragarðinn og
sveitaferðir með mömmu og
pabba.“
Hofsstaðaskóli fékk mörg verð-
laun, eða helming þeirra sem
veitt voru. Veistu hver skýring-
in er á því? „Skapandi skóli og
góðir kennarar.“
Langaði að hjálpa
kindunum úr hættu
Sandra María Sævarsdóttir, nemandi í Hofsstaðaskóla í Garðabæ, fékk gull-
verðlaun fyrir hugmynd sína að kindaleitara í nýsköpunarkeppni grunnskóla-
nemenda. Með leitaranum ætti að vera auðvelt að fi nna kindur, til dæmis í fönn.
Í ár bárust 2906 hugmyndir í Nýsköpunarkeppni grunnskólanema.
Átján þátttakendur hlutu verðlaun fyrir hugmyndir sínar af þeim
53 sem tóku þátt í úrslitum. Meðal hugmynda sem hlutu verðlaun
voru sundlaugarljós, rúllubreiðari, vöggukjóll, sleipsokkur, smjör-
stifti og ofnæmisvarnarkerfi. Forseti Íslands er verndari keppn-
innar, hann afhenti verðlaunin og hélt hátíðarræðu.
Hátt á þriðja þúsund hugmyndir
SANDRA MARÍA Fékk hugmyndina að kindaleitaranum þegar hún sá frétt í sjónvarpinu í fyrrahaust um að kindur hefðu týnst í
snjónum og lent í hættu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Stórfi skaleikur er leikur þar sem einn
þátttakandi stendur á miðjum vellinum og
hann kallast „hákarlinn“. Hinir þátttakendur
leiksins nefnast „litlu fi skarnir“ og þeir standa
á öðrum enda vallar eða einhvers staðar þar
sem gott hlaupapláss er. Þegar hákarlinn
klappar saman lófunum eiga litlu fi skarnir
að hlaupa yfi r á hinn enda vallarins, eða í
annað fyrirfram ákveðið mark, og hákarlinn á
að reyna að klukka þá. Sá
sem er klukkaður gengur
í lið með hákarlinum og
hjálpar hákarlinum að ná
hinum. Sá sem síðast er
klukkaður og stendur
einn eft ir vinnur leikinn,
en engu að síður þarf líka að klukka hann.
Stórfi skaleikur
Á HLAUPUM Þessir
krakkar njóta þess að
leika sér úti.
1. Kona gengur sér til heilsubótar upp á heiði. Þar sér hún tvo steina
og gulrót og skilur strax hvað um er að vera. Eruð þið jafn snjöll og
konan?
2. Maður á heima á 10. hæð í blokk. Þegar hann fer heim til sín tekur
hann lyftuna upp á 4. hæð og labbar leiðina sem eftir er. Hvers
vegna?
SVÖR
1. Þarna uppi á heiðinni höfðu krakkar verið að leik og búið til snjókarl.
En nú var komið sumar og snjórinn bráðnaður og ekkert eftir af snjó-
karlinum nema augun og nefið. 2. Maðurinn var lágvaxinn og náði því
ekki upp á takkana í lyftunni sem voru fyrir ofan fjórðu hæðina.
HEIMILD/LEIKJABANKINN/LEIKJAVEFURINN
Teikningar og texti Bragi Halldórsson
46
„Hér er allt eitt drullufor framundan,“ sagði Konráð.
„Hvernig ætli okkur gangi að komast yfir það?“
„Við verðum bara að ganga þar sem þurt er,“ sagði Lísaloppa.
„Eins og í völundarhúsi og finna leiðina í gegnum það.
Getur þú hjálpað þeim að komast í gegnum þetta
völundarhús?
Leikurinn
A
PI
PA
R
\\T
BW
A
SÍ
A
1
30
88
1