Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 94
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 58
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
okkar ástkæra
JÓNS ÞÓRS TRAUSTASONAR.
Díana S. Sveinbjörnsdóttir
Linda Björk Jónsdóttir
Aron Örn Jónsson Sólveig Eva Pétursdóttir
Egill Þór Jónsson
Ellen Katrín Kristinsdóttir
Þórunn Jónsdóttir Steinn Þór Karlsson
Sigurbjörg Jóna Ágúst Friðgeirsson
Pétur Kristinn
Elín Valdís Rögnvaldur Guðmundsson
Gróa Guðbjörg Óttar Már Ellingsen
Steinþór Darri Ingibjörg Halldórsdóttir
Ástkær eiginmaður minn,
BALDUR JÓNASSON
Furugerði 17,
lést aðfaranótt föstudags 31. maí á
gjörgæsludeild Landspítalans.
Jarðarför auglýst síðar.
Margrét Einarsdóttir og fjölskylda.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
VILBORG EMILSDÓTTIR BONYAI
54 Knobb Hill Road, Milford, Connecticut,
lést í heimabæ sínum 27. apríl.
Mary Bonyai Melone og fjölsk.
Michael J. Bonyai og fjölsk.
Sigurður Emilsson og fjölsk.
Guðrún Emilsdóttir og fjölsk.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR KR. PÉTURSSON
Gullsmára 7,
lést á heimili sínu mánudaginn 27. maí.
Aðalheiður Jónsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
ÓLAFS ÞÓRÐAR SÆMUNDSSONAR
rafvirkja,
Mávahlíð 33.
Jónína Sigurðardóttir
Vigdís Sjöfn Ólafsdóttir
Sigurður H. Ólafsson Guðfinna Hákonardóttir
Hafdís Ólafsdóttir Guðmundur Már Ragnarsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir og kveðjur til ykkar allra
sem sýnduð okkur ástúð og hlýju með
nærveru ykkar, blómum og vinarkveðjum
við fráfall og kveðjuathöfn ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
MÖRTU FANNEYJAR
SVAVARSDÓTTUR
Víðidal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 3 á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki fyrir alla umhyggju, ástúð og hlýju. Guð blessi ykkur öll.
Stefán Gunnar Haraldsson
Svavar Haraldur Stefánsson Ragnheiður G. Kolbeins
Pétur Helgi Stefánsson Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Jóhanna Sigríður Stefánsdóttir Einar Örn Einarsson
Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir Ólafur Hafsteinn Einarsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG H. BECK
Hrafnistu Hafnarfirði,
áður Hamraborg 36,
lést að Hrafnistu Hafnarfirði 28. maí sl.
Útför fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 7. júní kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Páll Þórir Beck.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda
samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR GUÐBJÖRNSDÓTTUR
Jaðarsbraut 33, Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða,
hjúkrunar- og dvalarheimilis, fyrir góða
umönnun.
Tryggvi Björnsson
Helga Bjarnadóttir
Bryndís Tryggvadóttir Áki Jónsson
Guðbjörn Tryggvason Þóra Sigurðardóttir
Tryggvi Grétar Tryggvason Þórey Þórarinsdóttir
og ömmubörn.
Kær systir okkar
VIGDÍS MAGNÚSDÓTTIR
lést 15. maí sl. að hjúkrunarheimilinu að
Fellsenda. Jarðarförin hefur farið fram
og vilja aðstandendur þakka starfsfólki
Fellsenda fyrir skilning og góða umönnun.
Valgerður Magnúsdóttir
Guðrún Magnúsdóttir
Magnús Magnússon
Guðmundur Magnússon
Hrefna Magnúsdóttir
Elliði Magnússon
„Sýningin Norðrið í norðrinu varpar
ljósi á það fólk sem býr í bæ sem er
á norðurhjara veraldarinnar, 900 km
norðar en næsta byggð. Þá er ég að
tala um Scoresby-sund eða Ittooq-
qortoormiit eins og bærinn heitir á
grænlensku,“ segir Íris Ólöf Sigur-
jónsdóttir, forstöðumaður byggða-
safnsins Hvols á Dalvík. Hún sér
um sýninguna sem opnuð er þar í
dag og snýst um sögu þessa litla
bæjar á austurströnd Grænlands,
líf kvennanna þar og barnamenn-
ingu. Scoresby-sund er einn af vina-
bæjum Dalvíkur og að sögn Ólafar
er grunnur að sýningunni sá að fyrir
fimm árum gaf fyrrum veðurathug-
unarmaður þar byggðasafninu Hvoli
merka grænlenska gripi frá bænum.
„Áherslan er á hvað konurnar gera
í þessu veiðimannasamfélagi og
hvernig börnin leika sér,“ lýsir Ólöf.
„Forfeður þeirra sem þar búa núna
voru fluttir á þennan stað 1925, um
900 km langa leið. Það var mjög lær-
dómsríkt að fara þangað og sjá við
hvaða aðstæður fólk býr í dag. Þarna
er ekkert rennandi vatn í húsum og
það er ekki ljósmóðir á staðnum og
það er ekki mikið sem gerist þarna.
En náttúran er sterk og fólkið er
yndislegt og kátt. Og nútíminn er
þar að vissu marki. Unga fólkið er
með snjallsíma og það eru allir með
ipad. Það hlýtur að vera erfitt að vera
þarna á norðurhjara veraldarinnar
og sjá hvað til er í heiminum sem það
nær ekki til. Ég talaði við tíu konur
um hvernig lífi þær lifa og þau við-
töl eru á sýningunni. Sumar konurnar
eru í sveitarstjórn og komast stundum
í burtu, þær elska til dæmis Ísland og
Kringluna. Flest sem þær voru í var
keypt í Kringlunni. Ég var mest með
konu sem er tæplega þrítug, hún er
komin í sveitarstjórn, einstæð móðir
með tvö börn og var ekkert sérstak-
lega ólík ungum konum hér. Bara
alger dugnaðarforkur sem ferðaðist
um á fjórhjóli með börnin, þriggja og
fimm ára, framan og aftan á. Þegar
ég var búin að vera þarna fannst mér
enn meira gaman að gera sýninguna
og ég vona að það skili sér.“
Ólöf fer með sýninguna til Dan-
merkur í mars, í glænýtt hús sem er
verið að reisa í Óðinsvéum og heitir
Norðuratlantshafshúsið, og síðan
liggur leiðin til Grænlands með sýn-
ingarmunina í koffortum.
gun@frettabladid.is
Allir með snjallsíma
Grænlenskur söngur og dans verður á dagskrá við opnun sýningarinnar Norðrið í
Norðrinu á Byggðasafninu á Dalvík í dag, þar sem konur og börn hafa mest vægi.
ÍRIS ÓLÖF Miðlar austurgrænlenskri menningu frá nyrstu byggð Grænlands til almennings hér á landi og víðar með farandsýningu.
MYNDIR/VÖLUNDUR JÓNSSON
Á SÝNINGUNNI Gripirnir sem danski veðurathugunarmaðurinn gaf safninu á Dalvík reyndust
merkir.
Sumar konurnar eru
í sveitarstjórn Scoresby-
sunds og komast stundum í
burtu, þær elska til dæmis
Ísland og Kringluna. Flest
fötin sem þær voru í voru
keypt í Kringlunni.