Fréttablaðið - 01.06.2013, Síða 100

Fréttablaðið - 01.06.2013, Síða 100
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 64 TÓNLIST ★★★★ ★ Seiður frá Spáni Sonor Ensemble undir stjórn Luis Aguirre flutti tónlist eftir ýmis tónskáld í Norðuljósum Hörpu. Ein- söngvari: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. LISTAHÁTÍÐ, 27. MAÍ Sonor Ensemble undir stjórn Luis Aguirre flutti tónlist eftir ýmis tónskáld. Einsöngvari: Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir. Mánudagur 27. maí á Listahátíð í Reykjavík í Norðurljósum Hörpu. Seiður frá Spáni var yfirskrift tónleika sem haldnir voru í Norðurljósum á Listahátíð á mánudagskvöldið. Yfirskriftin segir eiginlega allt. Þarna var lítil hljómsveit sem spilaði seið- andi spænska tónlist, fyrst Musica Nocturna de Madrid eftir Boccherini. Hann var reynd- ar Ítali, en bjó lengst af á Spáni þar sem hann starfaði fyrir hirðina. Það er eitthvað sérkenni- lega tælandi við tónlistina hans, sem kemur ekki síst í ljós í kvikmyndinni You Will Meet a Tall Dark Stranger eftir Woody Allen. Þar fell- ur giftur rithöfundur fyrir dularfullri konu í næstu íbúð, en hún er alltaf að spila Boccherini á gítar. Það er svo sannarlega seiður frá Spáni. Á tónleikunum var ekki spilað á gítar. Hljóm- sveitin samanstóð af píanóleikara og tveimur fiðluleikurum ásamt víólu-, selló- og kontra- bassaleikara. Það var léttur andi yfir henni, hún minnti á hljómsveit í gamalli kvikmynd að leika fyrir dansi. Þetta var undirstrikað með yfirbragði hljómsveitarstjórans, sem var skemmtileg týpa, einhvers staðar mitt á milli þess að vera Jose Carreras og Fredo Corleone. Hljómsveitin spilaði fallega, stundum reynd- ar ekki alveg hreint, en það jók bara stemn- inguna. Þetta var LIFANDI tónlist. Rapsódía eftir Turina var glæsileg, tveir dansar úr El amor brujo eftir de Falla leiftruðu af fjöri. Vissulega voru hnökrar, en lifandi tónlist er aldrei fullkomin. Einsöngvari var Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran. Hún söng lög eftir Alís, de Falla, Lorca og Daníel Bjarnason. Daníel er reyndar ekki Spánverji, og ljóðin sem hann samdi tón- list við ekki heldur; þau eru eftir Philip Larkin sem var Breti. En tónlist Daníels var samt líka seiðandi, það var einhver dularfullur, dökkur undir tónn í þeim sem passaði prýðilega inn í dagskrána. Guðrún Jóhanna söng af einstakri fegurð. Röddin var mjúk en hljómmikil, lifandi og sjarmer andi. Túlkun hennar var ávallt kraft- mikil og í anda hvers tónskálds. Hún býr líka á Spáni og hefur lifað og hrærst í spænskri menn- ingu um árabil. Spænsk tónlist er sérgrein henn- ar. Hún syngur því oft eitthvað spænskt þegar hún kemur fram hér á landi. Það er einmitt svo gaman, því tónlist frá Spáni er fremur van- rækt listform á Íslandi. Ég hef sjaldan upp lifað íslenska söngkonu ná að heilla áheyrendur jafn rækilega upp úr skónum. Kannski vegna þess að það var fullt af útlendingum á tónleikunum. Gömul spænsk hjón fyrir framan mig æptu „brava!“ á eftir hverju einasta lagi. Og í lokin stóðu tónleikagestirnir upp fyrir söngkonunni, algerlega frá sér numdir. Ég var það sjálfur. Þetta voru flottir tónleikar. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Líflegir tónleikar með söngkonu á heimavelli. Senjórítan heillaði í Norðurljósum TÓNLIST ★★★★ ★ Vorblót og Petrúska eftir Stravinskí Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenski dansflokkurinn Dansar í Eldborg voru magnaðir, tónlistar flutningurinn frábær, dansinn glæsilegur. - js ★★★ ★★ Routeopia Davíð Þór Jónsson og Ilmur Stefánsdóttir Í vissum skilningi voru þetta vondir tónleikar, en í öðrum skilningi frábært ferða lag. - js ★★★ ★★ Stefnumót við Lutoslawski Kammersveit Reykjavíkur Sumt var skelfilega leiðinlegt, annað frábært. En tónleikarnir í heild gáfu góða mynd af hinni miklu breidd í tón- list Lutoslawskis. - js LISTAHÁTÍÐ „Guðrún Jóhanna söng af einstakri fegurð.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DANS ★★★★ ★ Vorblótið Íslenski dansflokkurinn og Sinfóníu- hljómsveit Íslands Út frá sjónarhorni dansins var Dansar í Eldborg áhrifarík sýning og það að takast á við tónlist Stravinskys og hafa sigur ber vott um færni danshöfundan- na sem og dansaranna. - sgm DÓMAR 26.05.2013 ➜ 31.05.2013 Hátíð hafsins Hátíðarstemning í Hörpu Húsið þitt 12.00 Heimsfræga fiskisúpan hans Þóris í Prag á hátíðartilboði í Munnhörpunni. 12:30 Skoppa og Skrítla taka á móti börnum við Hörpu. Maxímús Músíkús heilsar krökkunum og vísar Skoppu og Skrítlu uppáhaldsleiðina sína meðfram höfninni. 13:00 Skrúðganga leggur af stað frá Hörpu við undirleik Skólahljómsveitar Austurbæjar. Maxímús Músíkús, Skoppa og Skrítla verða með í för. Sunnudagurinn 2. júní 11:00 – 14:00 CrossFit Reykjavík mætir við Hörpu með Kross(fiska)Fit í tilefni Hátíðar Hafsins. 11:00 – 11:15 Krakka CrossFit 6–9 ára taka æfingu. 11:15 – 12:00 Krakka CrossFit keppni 10–12 ára. 12:00 – 13:00 Krakka CrossFit keppni 13–16 ára. 13:00 - 14:00 Almennt wod (æfing dagsins). Keppnislið CFRvk sem er á leið á Heimsleikana í Los Angeles í júlí verður á staðnum og tekur þátt í æfingunni. 12:00 Heimsfræga fiskisúpan hans Þóris í Prag á hátíðartilboði í Munnhörpunni. 13:00 Rósa Margrét Húnadóttir þjóðfræðingur fjallar um sjómannalög í Kaldalóni í erindi sínu ,,Draumur hins djarfa manns: frá sjómannalögum til gúanórokks.“ 13:30 Þjóðdansafélag Reykjavíkur dansar á bryggju Hörpu. Börn og fullorðnir stíga dans við harmonikkuleik. 14:30 Söguferð um Gömlu höfnina með Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi. Gangan hefst við Hörpu. 17:00 og 21:00 Óskalög sjómanna. Laugardagurinn 1. júní
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.