Fréttablaðið - 01.06.2013, Page 105
LAUGARDAGUR 1. júní 2013 | MENNING | 69
SUNNUDAGUR MÁNUDAGUR
Sýningar
14.00 Sýningin Norðrið í Norðrinu
opnar í byggðasafninu Hvoli á Dalvík. Í
tilefni þess verður haldið opnunarhóf
í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Þar
verða dansarar frá grænlenska þorpinu
Ittoqqortoormiit, sem er umfjöllunar-
efni sýningarinnar, auk þess sem þar
verður að finna muni frá Grænlandi.
Hátíðir
08.30 Hátíð hafsins verður haldin
hátíðleg í Reykjavík. Nánari upplýsingar
og dagskrá má finna á heimasíðunni
hatidhafsins.is.
11.00 Sjómannahelginni verður fagnað
með dagskrá á Akureyri. Nánari upp-
lýsingar má finna á heimasíðunni
visitakureyri.is
12.00 Menningar- og listahátíð Hafnar-
fjarðar, Björtum dögum, lýkur í dag.
Nánari upplýsingar og dagskrá má finna
á heimasíðunni hafnarfjordur.is.
14.00 Glæsileg dagskrá verður í boði
á Höfn á Hornafirði í tilefni Sjó-
mannadagsins. Dagurinn hefst með
sjómannamessu í kirkjunni en alla
dagskrá má nálgast á heimasíðunni
rikivatnajokuls.is.
Opið Hús
14.00 Handverksfólk úr Þjóðháttafélag-
inu Handraðnum verður að störfum
í Gamla bænum Laufási og starfsfólk
Pólarhesta teyma unga gesti á hestbaki
um flötina.
Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í
Reykjavík hefst kl. 20 en það er hljóm-
sveitin Klassík sem leikur létta danstón-
list til kl. 23. Aðgangseyrir fyrirr félaga
FEB í Reykjavík er 1500 kr. og 1800 kr.
fyrir aðra gesti..
Tónlist
16.00 Stofutónleikaröð sumarsins 2013
hefst á Gljúfrasteini. Flutt verða verk
eftir Elínu Gunnlaugsdóttur tónskáld.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
17.00 Andrea Jónsdóttir leikur og
kynnir lög af hljómplötum á Ob-La-Dí-
Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er
ókeypis.
17.00 Fern Nevjinsky leikur verk
eftir Scheidt, Steigleder, Buxtehude,
Bach, Petr Eben, Ragnar Björnsson og
Jón Nordal í Hjallakirkju í Kópavogi.
Aðgangur er ókeypis.
21.00 Björgvin Gíslason, Ásgeir Óskars-
son, Haraldur Þorsteinsson, Jens Hans-
son, Sigurður Sigurðsson og Tómas
Jónsson flytja Blues-tónlist á Ob-La-Dí-
Ob-La-Da, Frakkastíg 8
Leiðsögn
15.00 Bjarni Sigurbjörnsson leiðir gesti
um 25 ára afmælissýningu Myndlistar-
skóla Kópavogs í Listasafni Kópavogs-
Gerðarsafni í tilefni síðasta sýningar-
dags sýningarinnar.
Fyrirlestrar
14.00 Þorbjörg Gunnarsdóttir, list-
fræðingur, ræðir um afstöðu Ásmundar
Sveinssonar, myndhöggvara, til listar
í almenningsrými í Ásmundarsafni.
Gengið verður um höggmyndagarðinn
við Ásmundarsafn og farið vítt og breitt
um borgina að skoða verk Ásmundar.
14.00 Þorbjörg Gunnarsdóttir safna-
fræðingur ræðir um afstöðu Ásmundar
Sveinssonar til listar á almannafæri á
Ásmundarsafni. Ásmundur hélt alla tíð
tryggð við þá hugmynd að listin ætti
heima á almannafæri. Aðgangsverð er
kr. 1.200 en frítt fyrir handhafa Menn-
ingarkortsins, eldri borgara og börn
undir 18 ára.
Markaðir
11.00 Íbúar við Borgarstíg bjóða
gestum og gangandi á flóamarkað og
götuhátíð. Borgarstígur er göngustígur
sem liggur á milli Seljavegs, Vesturgötu,
Framnesvegs og Holtagötu í gamla
Vesturbænum. Boðið verður upp á alls
kyns skemmtilegar uppákomur fyrir alla
fjölskylduna.
Útivist
19.00 Fyrsta göngumessa sumarsins
verður haldin í Breiðholti í kvöld. Safn-
ast verður saman við Breiðholtskirkju
og þaðan gengið um nágrenni hennar
í 45 mínútur. Eftir það verður messað í
kirkjunni og boðið upp á hressingu að
messu lokinni. Þátttaka er ókeypis.
Málþing
13.00 Ráðstefna um allsherjar afvopn-
un verður haldin í stofu 101 í Lögbergi
HÍ. Innlendir og erlendir sérfræðingar
flytja erindi og taka þátt í pallborðs-
umræðum. Þátttaka er ókeypis.
Upplýsingar um viðburði
sendist á hvar@frettabladid.is
SJÓÐHEITIR DANSTÍMAR Í SUMAR – NÝTT FRÁ LONDON!
OPIÐ HÚS - BYRJUM Á MÁNUDAGINN!
skráning á dancecenter.is!
DansLið þáttanna
kemur sérstaklega
á vegum:
KLASSÍSKA LISTDANSSKÓLANUM, Grensásvegi 14
KLASSÍSKA LISTDANSSKÓLANUM, Mjóddinni, Álfabakka 14, 3.hæð
VIÐ ERUM FLUTT!
Glæsileg aðstaða:
SKRÁÐU
ÞIG NÚNA
dancecenter.
is
dancecenter.is
dancecenter@dancecenter.is
777 3658
Nánari upplýsingar fást á
og á facebookgrúbbu DanceCenter RVK.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á
eða hringja
í síma hjá DanceCenter Reykjavík.
Aldur: 4-6 ára, 7-9 ára,
10-12 ára, 13-15 ára,
16-19 ára & 20+
DÖNSUM svo lengi sem lifum!
HOUSE Barnadansar & ballet Break
Jazzfunk Hip Hop Nútímadans
Kennarar: Nanna, Natasha, Nína, Júlí Heiðar og Lilja
NÝTT