Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 106

Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 106
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 70 Björg Magnúsdóttir fagnaði útgáfu fyrstu bókar sinnar, Ekki þessi týpa, á Loft inu á fi mmtudag. Boðið var upp á konfekt og brennivín og einnig var lesið upp úr bókinni fyrir gesti. Ekki þessi týpa segir frá lífi fj ögurra ungra kvenna sem búsettar eru í Reykja- vík og er bókin byggð á lífi Bjargar sjálfrar. Fagnaði útgáfu fyrstu skáldsögunnar SÆLL RITHÖFUNDUR Rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir sælleg á að líta. Með henni eru Katrín Ásgeirsdóttir og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (fyrir miðju). FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FORMAÐURINN OG VINKONA Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heim- dallar, ásamt vinkonu sinni, Melkorku Þöll Vilhjálmsdóttur. BROSTU ÚT Í EITT Þær Eva Margrét Kristinsdóttir og Anna Dröfn Ágústs- dóttir skemmtu sér konunglega. GÓÐIR GESTIR Díana Dögg Víglundsdóttir, vefstjóri Háskólavefsins, ásamt Einari Gústafssyni. KÁTAR VINKONUR Helga Hrönn Norðfjörð og Dagný Friðriksdóttir fögnuðu með rithöfundinum. „Við eigum svo ótrúlega mikið af flottu ungu fólki sem er að skara fram úr og er til fyrir- myndar. Það er mikilvægt að gleyma ekki að hrósa fólki fyrir vel unnin störf, en alltof lítið er gert af því,“ segir Tryggvi Freyr Elínar- son, verkefnastjóri hjá JCI á Íslandi. JCI á Íslandi hefur nú birt lista yfir tíu unga einstaklinga sem eru tilnefndir til verð- launanna Framúrskarandi ungir Íslendingar þetta árið. Keppnin er haldin í flestum aðild- arlöndum JCI á heimsvísu og sigurvegararnir í hverju landi halda svo áfram og keppa sín á milli í alþjóðlegu keppninni Ten Outstanding Young Persons Awards þar sem tíu einstak- lingum eru veitt verðlaun. „Við höfum haldið þetta í ellefu ár núna og tvisvar sinnum átt fulltrúa á topp 10 listanum á heimsvísu,“ segir Tryggvi en þeir eru sundkonan Kristín Rós Hákonardóttir árið 2003 og frumkvöðullinn Guðjón Már Guðjónsson árið 2009. „Það verð- ur að teljast þrælgóður árangur. Sérstaklega miðað við að það eru um 100 lönd sem taka þátt í keppninni ár hvert,“ bætir Tryggvi við. Vel á þriðja hundrað tilnefninga bárust JCI á Íslandi þetta árið en allir gátu sent inn til- nefningar. Það var því mikið verk fyrir dóm- nefndina að velja úr þá efstu tíu. „Þetta er ríf- lega tvöföldun á tilnefningum frá því í fyrra,“ segir Tryggvi og skrifar það aðallega á það að nú í ár var tekin í notkun ný heimasíða fyrir verkefnið, www.framurskarandi.is, sem gerði ferlið bæði auðveldara og sýnilegra. Úr tíu manna hópnum hefur dómnefnd svo valið fjóra verðlaunahafa. Hverjir það eru verður opinberað þann 6. júní næstkomandi þegar forseti Íslands afhendir verðlaunin við hátíðlega athöfn. tinnaros@frettabladid.is Ungir Íslendingar hljóta viðurkenningu JCI á Íslandi hefur valið tíu unga einstaklinga úr hópi hátt í 300 tilnefndra. Elísabet Ingólfsdóttir Til- nefnd vegna vinnu sinnar í þágu heimsfriðar og/eða mannrétt- inda. Hún kom að stofnsetningu ungliðahreyfingar Amnesty International, stofnaði Stop the Traffik, hreyfingu sem berst gegn mansali í heiminum, og hefur verið virk í að vekja athygli á barnaþrælkun víða um heiminn. Fida Muhammad Abu Libdeh Tilnefnd vegna einstak- lingssigurs og/eða afreks. Hún fluttist hingað sem flóttamaður frá Palestínu þegar hún var 16 ára og hefur nú stofnað fjölskyldu hér, klárað B.Sc.-gráðu frá HÍ í umhverfis- og orkutæknifræði og stofnað fyrirtækið GeoSilica þar sem hún starfar sem framkvæmdastjóri. Guð- mundur Stefán Gunn- arsson Tilnefndur á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála. Hann er íþróttakennari og júdókennari í Reykjanesbæ og stofnandi stærstu júdódeildar lands- ins. Sú deild er alfarið rekin í sjálf- boðavinnu og nemendurnir þurfa því ekki að greiða nein iðkendagjöld. Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson Tilnefndur vegna starfa sinna á sviði við- skipta, frumkvöðla og/eða hagfræði. Hann hefur náð undraverðum árangri í við- skiptum og verið virkur í sprota- og frumkvöðlaumhverfinu. Hann seldi fyrirtæki sitt CLARA til Jive Software fyrir milljarð íslenskra króna. Hilmar Veigar Pétursson Tilnefndur fyrir störf sín á sviði tækni og vísinda. Hilmar Veigar er maðurinn í brúnni hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP sem hefur náð gríðar- legum árangri að undanförnu. Hann hefur tekið virkan þátt í að móta leikjaiðnaðinn sem og uppvöxt upplýsingatækni og frum- kvöðlastarfsemi almennt á Íslandi. Jón Margeir Sverrisson Tilnefndur fyrir einstaklingssigra og/eða afrek. Hann vann gullverðlaun í 200 metra skriðsundi á Ólympíu- leikum fatlaðra í London síðast- liðið sumar og varð þriðji í valinu um Íþrótta- mann ársins 2012. Jón Margeir æfir sund af kappi og keppir bæði með fötluðum og ófötluðum. Sigrún Björk Sævarsdóttir Tilnefnd vegna starfa/upp- götvana á sviði læknisfræði. Sigrún Björk er aðeins 22 ára en hefur vakið mikla athygli fyrir loka- verkefni sitt úr Háskólanum í Reykjavík. Það fjallaði um notkun þrívíddarmódela og staðsetningar- tækja við undirbúning skurðaðgerða á höfði. Aðferðin hefur þegar verið reynd á Landspítalanum með góðum árangri. Sindri Snær Einarsson Tilnefndur vegna leiðtogahæfi- leika/ afreka á sviði mennta- mála. Hann er formaður Landssambands æskulýðsfélaga, vinnur hjá Hinu Húsinu í Reykjavík og er einn af stofnendum Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Sindri hefur verið öflugur leiðtogi ungs fólks á sviði æskulýðsmála. Vilborg Arna Gissurar- dóttir Til- nefnd vegna einstaklings- sigra og/eða afreka. Hún var fyrsta íslenska konan til að ganga á suðurpólinn nú í vetur og safnaði í leiðinni 37 milljónum króna til styrktar kvennadeildar Land- spítalans. Vilborg hefur haldið fjölda fyrirlestra og hvatt fólk til að láta drauma sína rætast. MIKIÐ AF FYRIRMYNDARFÓLKI Tryggvi Freyr segir mikilvægt að fólk gleymi ekki að hrósa hvert öðru fyrir vel unnin störf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Melkorka Ólafsdóttir Tilnefnd fyrir störf/afrek á sviði menningar. Hún er framúrskarandi hljóðfæraleikari sem hefur komist inn í nokkra af bestu tónlistar- háskólum heims. Síðustu ár hefur hún starfað við sinfóníuhljóm- sveit í Japan og er nú í úrslitum í keppni um tímabundið starf í Fílharmóníuhljómsveit Lundúna. ÞAU ERU FRAMÚRSKARANDI JCI á Íslandi er hluti af alþjóðlegu samtökunum Junior Chamber International sem starfa í 120 löndum á heimsvísu. Hlutverk JCI er að skapa tækifæri fyrir ungt fólk til að efla hæfileika sína. Félagið er rekið sem sjálfboðaliðahreyfing og býður ungu fólki upp á ýmiss konar námskeið og verkefni til að kenna því, hvetja það og efla. Allir á aldrinum 18 til 40 ára geta gengið í félagið og tekið þátt í starfi þess. Hvað er JCI? Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Kæli- og frystiskápar 25% afsláttur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.