Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 108

Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 108
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 72 „Ég nota íslenskt fiskroð mikið í hönnun minni. Mér finnst efnið bæði fallegt og svo er einnig þægi- legt að vinna með það. Roðið vekur mikla athygli hérna úti og það sýnir líka hvar ræturnar mínar liggja,“ segir Hedi Jónsdóttir, hönnuður í London. Hún hannar fallegar og litríkar töskur undir nafninu Daughter of Jón. Hedi stundaði nám í fatahönnun og klæðskeraiðn í Vínarborg og starfaði meðal annars sem bún- ingahönnuður þar í landi að nám- inu loknu. Því næst flutti hún til Barcelona þar sem hún starfaði sem stílisti og vann meðal ann- ars mikið fyrir tískumerkið Custo Barcelona. Eftir nokkur ár á Spáni ákvað hún að flytja aftur til Vínar og nema menningarstjórnun. „Ég er hálfgerður sígauni í mér,“ segir Hedi og hlær. Hönnun sína selur Hedi í gegnum vefsíðu sína Daughterofjon.com, en síðan fór í loftið fyrir rúmri viku síðan. Að hennar sögn hafa móttök- urnar verið vonum framar. „Sumar týpurnar eru uppseldar, þannig að ég get ekki kvartað.“ Þegar hún er að lokum spurð út í nafnið á merk- inu segist Hedi hafa valið nafn sem væri í senn persónulegt og lýsandi fyrir hana. „Margir hafa spurt hvaðan nafnið kemur og þegar ég segist vera íslensk þá fatta flestir nafngiftina,“ segir hún að lokum. sara@frettabladid.is Dóttir Jóns hannar töskur Hedi Jónsdóttir, hönnuður í London, hannar fallegar og litríkar töskur undir nafninu Daughter of Jón. SÍGAUNALÍFERNI Hedi Jónsdóttir hefur búið víða. Nú býr hún í London þar sem hún hannar töskur úr fiskroði. MYNDIR/WWW.WATCHLOOKSEE.COM ➜ Töskurnar kosta á milli 6.500 til 43 þúsund krónur. Hedi ólst upp á Íslandi og í Austurríki, en móðir hennar er hálfur Austurríkismaður og hálfur Íslendingur. Hún er nú búsett í London ásamt ítölskum kærasta sínum og kveðst kunna vel við sig í stórborginni. „Ég flutti út af ást. Kærasti minn býr í London og mig langaði að vera með honum, en auðvitað var ég líka virkilega spennt fyrir borginni. London er mjög lifandi og héðan er stutt að fara til Íslands og Ítalíu,“ segir Hedi. Ísland, Vínarborg og London BÍÓ ★★★ ★★ The Great Gatsby Leikstjóri: Baz Luhrmann LEIKARAR: LEONARDO DICAPRIO, TOBEY MAGUIRE, CAREY MULLIGAN, JOEL EDGERTON, ISLA FISHER Leikstjórinn Baz Luhrmann er þekktur fyrir dálæti sitt á glys og glamúr. Kvikmyndun skáldsögunnar The Great Gatsby liggur því einkar vel fyrir honum, en sögusvið hennar er samkvæmislíf New York-borgar á þriðja áratug síðustu aldar. Sagan hefur verið kvikmynduð margsinnis áður, en aldrei hefur útkoman verið neitt í líkingu við þetta. Líkt og í fyrri myndum sínum lagar Luhrmann fortíðina að nýjustu straumum og stefnum í tónlist, og dansa persónur F. Scott Fitzgerald því Charleston-dansinn við Jay-Z og Beyoncé. Skemmtilegt tilbrigði við normið, en hætt er við að Fitz- gerald gamli hringsnúist í gröf sinni. Myndin er hins vegar tveir og hálfur tími að lengd og áhorfandinn finnur vel fyrir lengdinni. Leikhópurinn stendur sig vel, að frátöldum Tobey Maguire sem á sína passífustu frammistöðu til þessa. Þá er útlit og umgjörð til fyrirmyndar, enda Luhrmann fyrst og fremst að þessu til að gleðja augu og eyru. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Skemmtileg en dregst heldur á langinn. Fitzgerald hringsnýst SKEMMTILEG EN LANGDREGIN Kvikmyndin The Great Gatsby er skemmtileg en helst til of löng. – Lifið heil 20% Sheer Blonde® afsláttur af Go Blonder hárvörum frá John Frieda www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 42 96 0 5/ 13 Gildir 23. maí – 4. júní Lægra verð í Lyfju
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.