Fréttablaðið - 01.06.2013, Side 114
1. júní 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 78
Eyþór Ingi virðist hafa heillað
Evrópubúa töluvert meira en
dómnefndina þegar hann keppti
með lagið Ég á líf í Eurovision
nú um miðjan mánuðinn. Eins og
fór líklega ekki framhjá neinum
komst Eyþór áfram úr undan-
keppninni og lenti í 17. sæti í aðal-
keppninni í Malmö með 47 stig.
Nú hafa aðstandendur keppn-
innar gefið út lista yfir það
hvernig atkvæðin skiptust niður
og margt þar sem kemur á óvart.
Hin danska Emmilie de Forest
stóð reyndar uppi sem sigur-
vegari bæði meðal dómara og
óbreyttra Evrópubúa. Það var
þó dómnefndin sem dró Eyþór
Inga niður í atkvæðagreiðslunni
því eftir símakosninguna í aðal-
keppninni sat hann í 12. sæti og
var þar ofar á lista en Moldavía,
Belgía, Svíþjóð, Georgía og
Hvíta-Rússland sem öll lentu
ofar en hann þegar atkvæðum
dómnefndar hafði verið blandað
saman við atkvæði Evrópubúa.
Sérstaka athygli vakti hversu
skiptar skoðanir voru um rúm-
enska framlagið. Hinn rúmenski
Cezar lenti í 13. sæti með hið
stórfurðulega lag It‘s My Life
þrátt fyrir að Evrópubúar hafi
kosið hann í það sjöunda, þar
sem hann lenti í því 24. hjá dóm-
nefndinni. - trs
Náði 12. sæti í símakosningunni
Dómnefndin dró Ég á líf niður um fi mm sæti. Lagið vinsælt í Evrópu.
Ég á líf hefur átt góðu gengi
að fagna um gjörvalla Evrópu
eftir Eurovision. Lagið var á
lista yfir 200 söluhæstu lög í
Evrópu í þessari viku og í 46. sæti
vinsældalistans í Sviss. Það er í
mikilli spilun í mörgum öðrum
löndum og meðal annars vinsælt
hjá sænska ríkisútvarpinu,
sem spilar yfirleitt ekki lög úr
Eurovision.
Meðal 200 sölu-
hæstu laga í Evrópu
DÓMNEFNDIN ERFIÐ Það var dómnefndin sem dró Eyþór Inga niður í Eurovision. NORDICPHOTOS/GETTY
„Ég var mjög hissa á að fá styrkinn
þar sem ég er á fyrsta ári, en það
eru yfirleitt annars árs nemar sem
fá þetta tækifæri. Þetta er alveg
rosalega mikill heiður og geðveikt
tækifæri að fá að vinna verkefnið
við einn virtasta rannsóknarhá-
skóla í heimi,“ segir Kristján Eld-
járn, meðlimur danshljóm-
sveitarinnar Sykurs. Hann
er einn sautján nemenda
við Háskóla Íslands sem
munu dvelja við rannsókn-
ir og nám við heimsþekkta
háskóla í Bandaríkjunum í
sumar en Kristján er nemi í
tölvunarfræði. Kristján
mun rannsaka svo-
kallaða tölvusjón
við California
Institute of Technology, Caltech,
í Kaliforníu.
Rannsóknarverkefni Kristjáns
snýst um svokallaða tölvusjón. „Í
stuttu máli er ég að kenna tölv-
um að þekkja hluti í sjón. Þetta
er alveg rosalega flókið en ég hef
mjög gaman af þessu. Tölvunar-
fræðin er alveg ofur lúða-
leg en á sama tíma fárán-
lega skemmtileg. Mér
finnst bara fínt að vera lúði
úti í horni inni á milli,“ segir
hann að lokum. - þþo
Í sumarnám við heim-
sþekktan háskóla
Kristján Eldjárn nemur við Caltech í sumar.
Nicki Minaj mun ekki setjast aftur
í dómarasætið í sjónvarpsþættin-
um American Idol. Tilkynning-
in kemur í kjölfar frétta um að
Mariah Carey og Randy Jackson
hafi bæði ákveðið að hætta sem
dómarar í þættinum.
Minaj deildi ákvörðun sinni
með aðdáendum sínum í gegn-
um Twitter. „Takk American Idol
fyrir reynslu sem breytti lífi mínu.
Hefði ekki viljað missa af þessu.
Nú er tími til kominn að einbeita
sér að tónlist,“ skrifaði hin litríka
rappsöngkona á síðu sína.
Þetta var fyrsta þáttaröðin sem
Minaj og Carey spreyttu sig sem
dómarar en Jackson hafði vermt
dómarasætið í einar tólf þátta-
raðir.
Hætt sem dómari
Nicki Minaj snýr ekki aft ur í American Idol.
HÆTT Nicki Minaj er hætt sem dómari
í American Idol. NORDICPHOTOS/GETTY
Á LEIÐ TIL BANDARÍKJANNA
Kristján Eldjárn, meðlimur í
danssveitinni Sykur, er á leið
í sumarnám við heim-
sþekktan háskóla.
Leikarinn Ethan Hawke segir
dásamlegt að kyssa Angel-
inu Jolie, en þau léku saman í
spennumyndinni Taking Lives
frá árinu 1999.
„Besti koss sem ég hef deilt
með mótleikkonu var með Angel-
inu Jolie. Hún gerir menn veika í
hnjánum og þegar hún kyssir þig
þá manstu ekki einu sinni hvað
þú heitir lengur.“
Ekki er víst hvort fyrrverandi
eiginkona Hawke, Uma Thurman
er sátt við þessi ummæli hans því
þau kynntust árið 1996 við gerð
kvikmyndarinnar Gattaca og
giftust tveimur árum síðar.
Best að kyssa Jolie
Ethan Hawke fannst best að kyssa Angelinu Jolie.
Fatahönnuðurinn Victoria Beck-
ham kveðst ekki nota andlits-
farða þegar hún er í kringum
dóttur sína. Þetta gerir hún
til að forðast það að sú litla
hermi eftir henni.
„Ég get ekki sett á mig
andlitsfarða þegar Harper
er í kringum mig því hún
mundi vilja gera slíkt hið
sama um leið og hún sæi
mig. Þegar hún er með
bræðrum sínum, þá hagar
hún sér eins og þeir,“
sagði Beckham um Harper Seven.
Líkt og kunnugt er er fyrr-
verandi Kryddpían gift fótbolta-
manninum David Beckham og
eiga þau saman fjögur börn, synina
Brooklyn Joseph, Romeo James,
Cruz David og loks dótturina
Harper Seven sem fæddist
árið 2011.
Notar ekki farða í
kringum Harper
Victoria Beckham vill ekki að dóttir sín hermi eft ir.
PASSAR SIG Victoria Beckham
notar ekki andlitsfarða í kringum
dóttur sína. NORDICPHOTOS/GETTY
HEILLAÐUR Ethan Hawke er heillaður
af Angelinu Jolie. NORDICPHOTOS/GETTY