Fréttablaðið - 11.06.2013, Side 4

Fréttablaðið - 11.06.2013, Side 4
11. júní 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 107.741 var saman-lagður fjöldi Íslendinga í námi á öllum skóla- stigum haustið 2011. Flestir voru nemendur á grunnskóla- stigi eða 42.365. Þá stunduðu 26.153 Íslendingar nám á framhaldsskólastigi, 19.159 á leikskólastigi og 18.647 á háskólastigi. Alls 452 lögðu stund á doktorsnám og 965 á viðbótarstigi. RÚSSLAND Alexei Levchenko, talsmaður staðgengils forsæt- isráðherra í Rússlandi, Olgu Golodets, segir að fyrirhuguð sé lagabreyt- ingartillaga sem meinar erlendum sam- kynhneigðum pörum að ætt- leiða rússnesk börn. Forseti Rúss- lands, Vladimír Pútín, sagði á fundi með leið- togum Evrópusambandsins að hann myndi skrifa undir slíkt frumvarp yrði það samþykkt af þinginu. Í apríl gagnrýndi Pútín nýja löggjöf í Frakklandi sem heimilaði hjónaband fólks af sama kyni og vill því tryggja að það geti ekki ættleitt munaðar- laus börn í Rússlandi. - ne Samkynhneigðir í Rússlandi: Fá ekki heimild til að ættleiða VLADIMIR PUTIN VIÐSKIPTI Um næstu mánaða- mót verða breytingar á OMXI6, úrvalsvísitölu Kauphallarinnar (Nasdaq OMX Iceland). Úr vísitölunni falla Össur og Reginn en í staðinn koma inn Tryggingamiðstöðin og Vátryggingafélag Íslands. Áfram eru í vísitölunni Eim- skipafélag Íslands, Hagar, Ice- landair Group og Marel. Vísitalan er endurskoðuð tvisvar á ári og tekur þessi gildi mánudaginn 1. júlí næstkom- andi. - óká Endurskoðun í Kauphöllinni: Össur og Reginn ekki með í nýrri úrvalsvísitölu Lyklalög og leiðrétting fyrir skuldsett heimili Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill að Alþingi feli ríkisstjórninni að framkvæma aðgerðaáætlun til að leiðrétta skuldir heimila. Þetta sagði forsætisráðherra í sinni fyrstu stefnuræðu. Hann boðaði tillögur um málið í haust. Lyklalög eru á dagskrá. STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra vill að Alþingi feli ríkisstjórninni að fram- kvæma aðgerðaáætlun til að leið- rétta skuldir heimila. Þetta sagði Sigmundur í fyrstu stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra. „Í því skyni mun ég leggja fram þingsályktunartillögu sem inni- heldur aðgerðaáætlun í tíu liðum sem varða nauðsynlegar aðgerð- ir vegna stöðu heimilanna,“ sagði Sigmundur á Alþingi í gærkvöldi. „Í aðgerðaáætluninni verður fjallað um undirbúning almennrar skulda- leiðréttingar, höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána, mögu- leikann á stofnun sérstaks leiðrétt- ingarsjóðs ef önnur fjármögnun gengur of hægt og setningu svo- kallaðra lyklalaga,“ sagði forsætis- ráðherra og vísaði þar til laga sem gera munu íbúðareigendum kleift að skila einfaldlega lyklunum að yfir- veðsettum heimilum sínum. Samkvæmt áætlun ríkisstjórnar- innar á „sérfræðihópur um afnám verðtryggingar af neytendalánum“ að taka til starfa. Sömuleiðis verk- efnisstjórn um endurskipulagningu húsnæðislánamarkaðarins. Lagt er til að lögfesta flýtimeðferð dóms- mála sem tengjast skuldavanda heimilanna. Frumvarp um þetta er þegar komið fram. „Kannaðir verða möguleikar á að sekta fjármálafyrirtæki vegna umtalsverðra tafa á endurútreikn- ingi lána,“ sagði Sigmundur, sem kvað einnig miðað að því að afnema stimpilgjöld vegna húsnæðiskaupa einstaklinga til eigin nota, og að fella niður eða aðstoða við fjár- mögnun kostnaðar vegna gjald- þrotaskipta. Leggja eigi fram frumvarp sem gefi Hagstofu Íslands heimild til að afla upplýsinga frá fjármálafyrir- tækjum um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja. Tillögur sérfræð- ingahópa og frumvörp samkvæmt aðgerðaáætluninni verði lögð fram í haust. „Allar þessar aðgerðir eru nauð- synlegar og skynsamlegar og það er einlæg von mín að þingmenn jafnt stjórnar og stjórnarandstöðu muni styðja tillöguna af heilum hug og sýni þjóðinni þannig í verki að þegar kemur að heill heimilanna í landinu sé fullur samhugur á Alþingi Íslend- inga,“ sagði Sigmundur. Forsætisráðherra sagði horfurn- ar í rekstri ríkissjóðs miklum mun verri en haldið hafi verið fram. Á næstu dögum kynnti ríkisstjórn- in raunverulega stöðu ríkisfjár- mála og horfur. „Það er ekki fögur mynd og mjög ólík þeim spám sem stjórnvöld hafa birt á undanförnum árum. En sem betur fer er hægt að snúa þessari þróun til betri vegar með því að innleiða skynsemis- stefnu í rekstri ríkisins og nýta þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNN- LAUGSSON Forsætisráð- herra sagði „raunverulega stöðu ríkis- fjármála“ vera „ófagra mynd“ og ólíka spám fyrri stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra sagði á Alþingi í gærkvöld að gjaldeyrishöft- in væru eins og blikkandi ljósaskilti yfir landinu sem á stæði: Varúð – við trúum ekki á virði gjald- miðilsins! „Og það er ósanngjarnt að land sem býr yfir jafn miklum og spennandi tækifærum og Ísland skuli vera í þeirri stöðu,“ sagði Bjarni. ➜ Höftin eins og viðvörunarljós Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði að hún hefði átt von á skýrari skilaboðum frá nýrri ríkisstjórn um aðgerða- áætlun í skulda- málum. Þá sagðist hún vona að efnt verði til þverpólitískrar samvinnu í skuldamálunum. Hún sagðist enn fremur treysta því að allir þingmenn myndu taka þátt í vinnu við stjórnarskrármálið. ➜ Átti von á skýrari skilaboðum SAGT Á ALÞINGI Í GÆR „Við eigum að þora að þróa nýja stjórnarhætti sem styðja við lýðræðislega ábyrgð og gera okkur kleift að takast á um ólíkar skoðanir á frið- samlegan hátt,“ sagði Árni Páll Árnason, for- maður Samfylk- ingarinnar. Þá sagði Árni Páll að Sigmundur Davíð hefði sagt margt fallegt. „En mest áberandi var það sem ekki var sagt. 21. öldin kom þar ekkert við sögu. Fortíðarþráin er svo sterk.“ ➜ Sterk fortíðarþrá Í aðgerðaáætluninni verður fjallað um undir- búning almennrar skulda- leiðréttingar, höfuðstóls- lækkun verðtryggðra húsnæðislána, mögu- leikann á stofnun sérstaks leiðréttingarsjóðs ef önnur fjármögnun gengur of hægt og setningu svokall- aðra lyklalaga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ heitir pottar Auðbrekku 6 · Kópavogi · Sími 565 8899 · www.normx.is Við hjá NormX höfum framleitt heita potta í yfir 30 ár fyrir íslenskar aðstæður. Við bjóðum fjölda gerða og lita ásamt öllu því sem tilheyrir til að koma sér upp glæsilegum heitum potti á verði sem kemur skemmtilega á óvart. GERÐU VERÐ-SAMANBURÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Fimmtudagur Strekkingur með SA-ströndinni annars fremur hægur vindur. MILT Í DAG og má gera ráð fyrir að hitinn nái um eða yfir 20 stig í innsveitum norðan og vestan til. Heldur dregur úr hlýindunum þegar á vikuna líður enda snýst smám saman í norðlægar vindáttir. 13° 5 m/s 16° 6 m/s 16° 10 m/s 10° 16 m/s Á morgun Fremur hægur vindur. Gildistími korta er um hádegi 13° 10° 11° 7° 9° Alicante Aþena Basel 27° 29° 26° Berlín Billund Frankfurt 22° 21° 22° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 21° 19° 19° Las Palmas London Mallorca 23° 19° 26° New York Orlando Ósló 26° 30° 21° París San Francisco Stokkhólmur 22° 17° 18° 12° 6 m/s 12° 6 m/s 17° 6 m/s 13° 6 m/s 18° 4 m/s 12° 4 m/s 12° 5 m/s 14° 12° 11° 13° 15° FERÐAÞJÓNUSTA Samtök ferðaþjón- ustunnar hvetja sjávarútvegsráð- herra eindregið til að afturkalla ekki ákvörðun Steingríms J. Sigfússon- ar, forvera hans, um stækkun hvala- skoðunarsvæðis í Faxaflóa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Í til- kynningunni kemur jafnframt fram að ferðaþjónustufólk sé furðu lostið yfir orðum sjávarútvegsráðherra um hvalaskoðunarsvæðin en í frétt Stöðv- ar 2 í fyrradag sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra að það hefði verið pólitísk ákvörðun hjá Steingrími J. Sigfússyni að stækka bannsvæði hvalveiða á Faxaflóa. Hún hefði ekki verið byggð á vísindalegum rökum. Þar sagðist Sigurður ætla að endurskoða ákvörðunina og íhuga að draga hana til baka. Samtök ferðaþjónustunnar segja hvalaskoðun eina af meginstoðum ferðaþjónustunnar á Íslandi og þá grein sem vaxið hefur hvað hraðast á síðustu árum. Veltan í hvalaskoðun sé margfalt meiri en í hrefnuveiðum og gegni þessi grein mikilvægu hlut- verki varðandi ímynd Íslands og við landkynningu. - hó Fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar vilja stækkun hvalaskoðunarsvæðis: Segjast furðu lostnir á orðum ráðherra HVALUR Samtök ferðaþjónust- unnar hvetja sjávarútvegs- ráðherra til að afturkalla ekki ákvörðun for- vera síns um stækkun hvala- skoðunarsvæð- is í Faxaflóa.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.