Fréttablaðið - 11.06.2013, Side 38
11. júní 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 26
Leikkonan Sarah Jessica Parker hefur fyrir
löngu fest sig í sessi sem tískufyrirmynd í
fremstu röð. Aðdáendur hennar ættu því að
hoppa hæð sína núna því Parker er að fara að
hanna skólínu. Leikkonan hannar skóna í sam-
vinnu við skóframleiðandann Manolo Blahnik
en Carrie, karakter hennar í þáttunum Sex
and the City, var einmitt mjög hrifin af skóm
Blahniks. Einnig verða einhverjir fylgihlutir í
línunni sem verður til sölu á útvöldum stöðum
í Bandaríkjunum frá og með haustinu. Þá segir
Parker að skórnir muni kosta á bilinu 20 til 50
þúsund íslenskar krónur, sem er mun minna en
par af Manolo Blahnik-skóm kostar.
Hannar skó
HANNAR SKÓ Það er vel við hæfi að leikkonan Sarah Jessica Parker
deili tískuvitund sinni og hanni skó með Manolo Blahnik.
NORDICPHOTOS/GETTY
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
EIRVÍK innréttingar og eldhústæki
SÉRSTAÐA
á íslenskum
innréttingamarkaði
Farðu alla leið með Eirvík
Við höfum gert samning við einn stæsta innréttingaframleið-
anda Þýskalands um framleiðslu á eldhúsinnréttingum sem
eru seldar undir vörumerki Eirvíkur.
Þér er boðið í glæsilegan sýningasal okkar þar sem við kynnum
nýjustu strauma í hönnun eldhúsa.
ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA
Sumar og sól í miðborginni
Sólin lét loksins sjá sig í höfuðborginni í gær eft ir mikla rigningartíð. Fréttablaðið kíkti á stemninguna í miðbænum þar sem sjá mátti
stuttbuxnaklædda túrista og bæjarbúa með sólgleraugu á nefi nu. Veðurspáin gerir þó ekki ráð fyrir blíðviðri næstu dagana.
KOMINN HEIM Steinar Þorberg hefur búið í Los Angeles frá árinu 1962. Hann er
nýfluttur heim og selur nú sólgleraugu í Kolaportinu.
Í BRÚÐKAUPSFERÐINNI Þau Jake og Taylor Fowler eru frá Oklahoma en þau eru
rétt rúmlega tvítug. Þau giftu sig á dögunum og eru hér á landi í brúðkaupsferð.
ELSKA ÍSLAND Tom og Sharon koma
frá Kanada. Þau hafa margoft komið til
Íslands og segjast elska bæði Leif Eiríks-
son og lundann.
MIÐBÆJARRÖLT Í BLÍÐUNNI Vinkonurnar Rósa og Íris nutu veðurblíðunnar og
röltu um í miðbænum.
TÓNLEIKAR Á LÆKJARTORGI Hljómsveitin White Signal er skipuð þeim Guðrúnu, Svanhildi, Hrafnhildi, Snorra og Steinþóri.
Þau spiluðu fyrir miðbæjargesti á Lækjartorgi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Söngdívan Katy Perry mætti
á tónleika Bjarkar Guðmunds-
dóttir í Los Angeles á laugar-
dagskvöldið. Perry vakti athygli
í svörtu leðurpilsi, bol og með
keðjubelti um sig miðja. Slúður-
miðlarnir ytra halda því nú
fram að Perry sé að hitta Twi-
light-stjörnuna Robert Pattin-
son en stúlkan var gift Russell
Brand um tíma.
Katy Perry á
tónleikum Bjarkar
KOM Á TÓNLEIKA Katy Perry lét sjá sig á
Bjarkar-tónleikum á laugardaginn.