Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2013, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 11.06.2013, Qupperneq 21
Þ ýskir bílaframleið- endur eru stoltir af bílum sínum og sögu og hafa umfram aðra gert arfleifð þeirra skil með bílasöfnum. Eitt þeirra er safn Porsche í Zuffenhausen í Stutt- gart. Saga Porsche er sannar- lega glæst, hvort sem litið er til frumkvöðlahlutverks og sér- stöðu Porsche, keppnisaksturs eða framleiðslu draumabíla fyrir almenning. Porsche gerir fátt með hangandi hendi og þegar kom að því að reisa safn utan um alla fegurðina var það gert á fallegasta hátt. Húsið sem safnið er í er eitt sérstæðasta og fegursta hús sem greinarritari hefur séð. Það svífur hreinlega á sínum sterku stoðum sem ná 26 metra niður í jörðina og þar sem svo mikils styrks er kraf- ist vegna sérstæðs byggingar- lagsins er jafn mikið stál í þess- ari 22.000 fermetra byggingu og í Eiffel-turninum. Úr mörg hundruð bílum að velja Húsið er eins og geimskip og glerklætt að mestu með spegla- gleri og nýtur sín jafnvel betur á kvöldin en daginn með sína sérstæðu lýsingu. Safnið stend- ur alveg í hjarta höfuðstöðv- anna í Zuffenhausen og hinum megin við götuna, sem liggur fyrir framan anddyri safnsins, er einn flottasti bílasalur sem um getur og þar sýnir og selur Porsche allar sínar nýju gerð- ir bíla. Heimsókn þangað er ekki síður upplifun en safnið sjálft. Þar kallast á núið og fortíðin. Safnið opnaði árið 2009 og kost- aði smíðin 100 milljón evrur, eða 16 milljarða króna. Í sýningar- salnum eru að jafnaði 80 bílar og Porsche skiptir mjög hratt um bíla í safninu og bjóða upp á mismunandi þemu við hver um- skipti. Porsche hefur úr mörg- um hundruðum bíla að velja til að sýna í safninu, en varðveisla þeirra eigin bíla gegnum ára- tugina er til eftirbreytni. Allir eru þeir gangfærir og geymd- ir í enn stærra húsi í höfuðstöðv- unum. Porsche gætir samt ávallt að því að greina vel frá arfleifð sinni og þeirra fyrstu bílar skapa veglegan sess. Þar sjást einnig traktorar, herbílar, flugvélamót- orar og fleira skrítið sem fæstir vissu að Porsche hefði framleitt á sinni löngu sögu. Í safninu er líka Volkswagen-bjallan, því Ferdin- and Porsche hannaði þann sögu- lega bíl á millistríðsárunum. Keppnisbílar og glæsibílar fyrir fólk með góðan smekk Mesta áherslu í safninu fá ann- ars vegar bílar sem seldir hafa verið almenningi með góðan smekk frá öllum tímum fram- leiðslu Porsche og er þar Porsche 911 í aðalhlutverki, enda er hald- ið upp á 50 ára afmæli þess bíls í ár. Hins vegar eru mikið áber- andi allir frægustu keppnisbílar Porsche. Er þar af mörgu að taka og óteljandi þau verðlaun sem þar liggja eftir. Meira að segja sjást þar Porsche-bílar sem unnið hafa mýmargar rallkeppnirnar, þ.e. hækkaðir Porsche 911 bílar, sem einnig voru sigursælir í París- Dakar þol aksturskeppninni. Flott- ur veitingastaður er í safninu og þar er allt jafn glæsilegt og við má búast af Porsche. Þar má einnig finna minjagripa- og fataverslun sem gleður margan Porsche-eig- andann eða -aðdáandann. Hönnun- ardeild Porsche gerir margt annað en að hanna bíla og það sést vel á handbragði allra þeirra hluta og fatnaðar sem þar má krækja sér í. Verðið er alls ekki uppsprengt á þessum vörum. Þeir sem leið eiga um Stuttgart myndu auðga ferðalag sitt með heimsókn í þetta merkilega safn, hvort sem þeir hafa áhuga á bílum, arkitektúr eða fegurð almennt. SAGAN DRÝPUR AF HVERJU STRÁI Heimsókn í bílasafn Porsche í Stuttgart er sannkölluð veisla fyrir augað bæði vegna bílanna og arkitektúrs hússins. BÍLARPorche stöðvar framleiðsluReynsluakstur Volkswagen up!Rafmagnsstrætóar hlaða á 15 sekúndum Greinarritari við einn af sigursælum keppnisbílum Porsche sem málaður var í sjokkerandi bleikum lit. ÞRIÐJUDAGUR 11. júní 2013 visir.is/bilar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.