Fréttablaðið - 11.06.2013, Side 16
11. júní 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
E
kki kom á óvart eitt augnablik að forseti Íslands nýtti
tækifærið og stigi inn í tómarúmið sem óskýr stefna
ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum skapar. Forsetinn tók
að sér að útskýra fyrir okkur í þingsetningarræðu að
„þrátt fyrir vinsamlegar yfirlýsingar“ hefði Evrópusam-
bandið í raun ekki áhuga á að semja við Ísland um aðild.
Ástæðurnar væru ótti við að Íslendingar felldu aðildarsamn-
inginn, að litlar líkur væru á að hægt væri að koma til móts við
Ísland í sjávarútvegsmálum, og að ýmis aðildarríki teldu mikil-
vægara að sigrast á innri erfið-
leikum sambandsins en að mæta
kröfum Íslendinga.
Þetta hefur forsetinn eftir
ónafngreindum „evrópskum
áhrifamönnum“. Það vantar
reyndar í söguna hvort þetta séu
menn sem taka ákvarðanir um
aðildarviðræðurnar við Ísland,
ekki sízt af því að síðan hefur
verið ítrekað að stefna sambandsins um að ljúka viðræðum við
Ísland sé óbreytt. Það vantar líka frásögn af því hvaða boðskap
forsetinn flutti hulduviðmælendum sínum. Lagði hann áherzlu á
neikvæð viðhorf gagnvart Evrópusambandinu á Íslandi eða dró
hann til dæmis fram niðurstöður skoðanakannana, sem sýna að
meirihluti landsmanna vill ljúka aðildarviðræðunum?
Alltént kom það heldur ekki á óvart að embættismenn ESB
hefðu samband við utanríkisráðuneytið til að fá að vita hver færi
í rauninni með utanríkismál þjóðarinnar. Það var eðlileg spurn-
ing, í framhaldi af því að forsetinn steig svona myndarlega inn á
verksvið utanríkisráðherrans.
Hins vegar er ástæða til að vera hissa á viðbrögðum ríkis-
stjórnarinnar við þessu nýjasta sólói forsetans. Utanríkisráð-
herrann ítrekaði að hann færi með utanríkismálin, en fannst í
góðu lagi að forsetinn tjáði sig um þau með þessum afgerandi
hætti. Forsætisráðherrann setti svo fram nýja túlkun á stjórn-
skipan landsins í útvarpsviðtali. Hann sagði að það væri nú ekki
á verksviði forsetans að tjá sig um pólitík. Þetta sem forsetinn
var að tala um hefði hins vegar hvorki verið „hefðbundið utan-
ríkispólitískt eða innanríkispólitískt mál, heldur fullveldismál.
Og það heyrir í raun undir forsetann, eins og þingið“.
Það kemur alls ekki á óvart að sérfræðingar í stjórnskipun
landsins klóri sér í hausnum yfir þessari yfirlýsingu og því síður
að venjulegt fólk skilji engan veginn hvað hún þýðir.
Sigmundi Davíð virðist talsvert í mun að efna ekki til átaka við
gaurinn sem lét hann hafa stjórnarmyndunarumboðið og talar
fallega um Framsókn í útlöndum. Líklega vill hann ekki lenda í
sama stríði við forsetann og síðasta ríkisstjórn stóð lengi í.
Þó kemur á óvart að Sigmundur skuli ekki muna betur en raun
ber vitni hversu kært var með forsetanum og vinstri stjórninni
í upphafi. Ólafur Ragnar var til að byrja með í einkar guðföður-
legum stellingum gagnvart þeirri stjórn, ekki síður en þeirri sem
nú situr. Svo fór það eins og það fór.
Sömuleiðis kemur á óvart ef forystumenn núverandi stjórnar-
flokka eru búnir að gleyma sumrinu 2004, þegar forsetinn fór
gegn ríkisstjórn sömu flokka og meirihluta Alþingis og setti
stjórnskipun landsins á hvolf.
Því að ef ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ættu að vita eitthvað
fyrir víst, er það að þeir vita aldrei hvar þeir hafa Ólaf Ragnar
Grímsson.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðis-
málaráðherra, skrifar pistil undir fyrir-
sögninni „Alþingi og kyn“ á vef sinn.
Þar vekur hún athygli á því að konur
velja fremur störf við velferðarmál
og að störf á því sviði eru verr launuð
en ýmis störf þar sem karlmenn eru í
meirihluta. Þessu þurfi að breyta.
Eygló dregur fram mun á greiðslum
fyrir stjórnarformennsku í Fjármála-
eftirlitinu og Tryggingastofnun ríkis-
ins og skrifar: „Stjórnarformaður FME
fær 600.000 kr. á mánuði en stjórnarfor-
maður Tryggingastofnunar ríkisins fær
greiddar 60.000 kr. á mánuði. Eru verk-
efni FME virkilega tíu sinnum erfiðari
eða virðingarmeiri en verkefni Trygg-
ingastofnunar? Nei, ég held nú síður.“
Bað um launalækkun
Þegar ég tók við stjórnarformennsku í
FME í júní 2011 var greiðsla fyrir vinn-
una 600.000 kr. Ein af ástæðunum fyrir
þeirri háu greiðslu var sú mikla vinna
sem staðan krafðist vegna endurreisn-
ar fjármálakerfisins og FME. Haustið
2012 bað ég sjálfur ráðherra um að
lækka launin um þriðjung vegna þess
að uppbygging fjármálakerfisins og
FME gengi vel og því mætti búast við að
álagið myndi minnka. Með þessu vildi
ég undirstrika að sýnd væri ráðdeild í
störfum FME og gefa fordæmi um að
gæta nægjusemi í launum á fjármála-
markaði. Ráðherra varð við þessu og því
eru laun stjórnarformanns 400.000 kr. –
ekki 600.000 kr.
Velferð ekki mjúkur málaflokkur
Ég vil taka undir orð Eyglóar um að
„… það er löngu kominn tími til að við
áttum okkur á að velferðarmálin eru
ekki neinn mjúkur málaflokkur“. Stund-
um kann að eiga við að lækka laun, eins
og ég hef gert í tilfelli stjórnarformanns
FME, og víða þarf að hækka laun í störf-
um við velferðarmál.
Laun stjórnarformanns FME
JAFNRÉTTI
Aðalsteinn
Leifsson
lektor og stjórnar-
formaður FME
➜ Haustið 2012 bað ég sjálfur
ráðherra um að lækka launin um
þriðjung vegna þess að uppbygging
fjármálakerfi sins og FME gengi vel
og því mætti búast við að álagið
myndi minnka.
Ólafur Ragnar nýtir sér tómarúm í Evrópumálum:
Nýtt forsetasóló
Samtökin voru stofnuð af barnasálfræðingnum Dr. Doris Allen eftir seinni
heimsstyrjöldina. Hugmynd Dorisar var sú að börn frá ólíkum löndum kæmu
saman, lærðu að lifa saman á grundvelli umburðarlyndis og jafnréttis, lærðu
að hugsa og draga ályktanir í anda alþjóðavitundar og vinna þannig að friði
í heiminum. CISV - Building Global Friendship heldur yfir 150 sumarbúðir á
hverju ári.
Vegna forfalla er laust í fyrir 14 – 15 ára strák og/eða stelpu
Youth meeting í Póllandi
Hvað er Youth meeting? Youth meeting er ýmist 8 eða 15 daga sumarbúðir
þar sem ungmenni koma saman og vinna útfrá einu fyrirfram ákveðnu þema.
Þema sumarbúðanna í Póllandi er “Have a dream”. Þarna koma saman 30
ungmenni frá Frakkalandi, Ísrael, Makedóniu, Póllandi og Íslandi.
Dagsetning sumarbúðanna í Póllandi er: 5. júlí – 19. júlí
Nánari upplýsingar gefur Ásta í síma 861 1122 eða á cisv@cisv.is
www.cisv.is
Hvað er CISV?
CISV – Building Global Friendship - eru alþjóðleg
friðarsamtök óháð stjórnmálum og trúarbrögðum.
Skrefin og kostirnir
Fréttablaðið sagði frá því í gær að
vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar væri
bæði minna og ekki eins orkuríkt og
áður var talið. Sú staða leiðir hugann
að þeim virkjanakostum sem fyrir
liggja, hvort áætlanir um orkuöflun
muni standast og hvernig orkunni
skuli ráðstafað. Á til dæmis að bora
á ósnortnum svæðum, upp á von og
óvon, til að ráðstafa í eitt risaverkefni
eða er hyggilegra að taka minni
skref í orkuöflun og safna fleiri
eggjum í körfuna? Þessi upp-
ljóstrun Fréttablaðsins kemur
á sama tíma og ráðherra
umhverfismála, Sigurður Ingi
Jóhannsson, íhugar hvort
umhverfisráðuneyti sé
jafnvel óþarft. Menn
gætu þess í stað miðað að því að vera
„fullkomlega meðvitaðir um um-
hverfisþáttinn“ þegar ákvarðanir um
framkvæmdir eru skoðaðar.
Jafnrétti á Alþingi
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra
Jafnréttisstofu, segir Alþingi brjóta
lög með því að tryggja ekki að konur
séu 40% fulltrúa í þingnefndum hið
minnsta. Hlutfallið nú er 39%. Það
er kannski ekki stórt misræmi,
þótt vissulega eigi Alþingi að
standa við eigin lög.
Ástæðan, eða ekki
Brynjar Níelsson alþingis-
maður víkur að
þessum
orðum
Kristínar í „síðasta skætingspistli“
sínum þar sem hann ber saman epli og
appelsínur. Kosið sé í þingnefndir á lýð-
ræðislegan hátt og „kjósendur brjóta
t.d. ekki jafnréttislög með því að kjósa
fleiri af öðru kyninu í kosningum“. Þá
segir Brynjar að muninn á kynjahlut-
föllum í nefndum megi skýra með
reglum um að enginn þingmaður megi
sitja í fleiri en tveimur fastanefndum.
Þá séu fáar konur í þingflokkum
stjórnarinnar. Þess vegna séu ekki
fleiri konur í fastanefndunum.
Brynjar tekur hins vegar ekki
fram að af þeim níu þingkonum
stjórnarflokkanna sem tök hafa
á því að vera í tveimur fasta-
nefndum eru aðeins þrjár
sem voru kjörnar til þess.
thorgils@frettabladid.is