Fréttablaðið - 11.06.2013, Síða 42
11. júní 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 30
PEPSI DEILDIN 2013
STAÐAN
KR 6 5 1 0 14-4 16
Valur 6 4 2 0 16-7 14
FH 6 4 1 1 11-6 13
Stjarnan 6 4 1 1 10-6 13
ÍBV 6 3 2 1 9-5 11
Breiðablik 6 3 1 2 12-8 10
Fram 6 2 2 2 6-7 8
Þór 6 2 0 4 9-16 6
Keflavík 6 1 1 4 7-13 4
ÍA 6 1 0 5 5-13 3
Fylkir 6 0 2 4 6-13 2
Víkingur Ó. 6 0 1 5 4-11 1
HANDBOLTI „Ég get staðfest það
að Florentina Stanciu er að koma
í Stjörnuna,“ segir Skúli Gunn-
steinsson, þjálfari Stjörnunnar, í
samtali við Fréttablaðið í gær.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
í gær brást Sunneva Einarsdóttir
illa við þeim fréttum og kaus að
rifta samningi sínum við félagið.
Sunneva hefur staðið á milli stang-
anna hjá Stjörnunni undanfarið ár.
„Sunneva kaus að fara þessa leið
og var verulega ósátt. Við verðum
auðvitað bara að virða hennar
ákvörðun.“
Florentina Stanciu var til
margra ára hjá Stjörnunni og
þekkir allar aðstæður vel í Garða-
bæ. „Florentina sóttist eftir því
að koma aftur til félagsins, enda
þekkir hún sig vel hjá okkur. Við
áttum samtöl við Sunnevu til þess
að snúa hennar hug og halda henni
hjá félaginu en hún hefur endan-
lega tekið þessa ákvörðun. Hún
er frábær íþróttamaður og virki-
lega góður markmaður sem verð-
ur ekki í vandræðum með að finna
sér annað félag.“
Haustið 2011 átti að leggja niður
kvennalið Stjörnunnar en á loka-
mínútunum var liðinu í raun bjarg-
að. „Frá því fyrir tveimur árum
hefur starfið hér í Garðabænum
blómstrað og allt okkar bakland
hefur staðið sig gríðarlega vel.
Leikmannahópurinn er frábær og
allt þetta batterí er að vinna vel
saman. Rekstur handknattleiks-
deildarinnar hefur gengið vel á
þessu tímabili og allt það óeigin-
gjarna starf sem okkar fólk vinn-
ur að á hverjum einasta leik er að
skila sér til félagsins. Við reynum
að halda öllum kostnaði í hófi og
vinna með það sem við höfum til
staðar,“ segir Skúli Gunnsteinsson.
- sáp
Skúli harmar viðbrögð Sunnevu
Þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar telur að Sunneva Einarsdóttir fi nni sér auðveldlega nýtt lið.
ENDURKOMA Florentina Stanciu
gengur aftur í raðir Stjörnunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Mörkin: 1-0 Guðjón Pétur Lýðsson, víti (5.), 2-0
Guðjón Pétur Lýðsson, víti (61.).
Rautt: Emir Dokara, Víkingi Ó. (5.).
BREIÐABLIK (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson
6 - Finnur Orri Margeirsson 6, Sverrir Ingi Ingason
6, Renee Troost 6, Kristinn Jónsson 6– Andri
Rafn Yeoman 5, Ellert Hreinsson 6, Guðjón Pétur
Lýðsson 7 (Viggó Kristjánsson - )– Elfar Árni
Aðalsteinsson 6 (89. Tómas Óli Garðarsson -), Árni
Vilhjálmsson 7, Nichlas Rohde 5 (59. Páll Olgeir
Þorsteinsson 5).
VÍKINGUR Ó (4-3-3): Einar Hjörleifsson 5 - Emir
Dokara -, Damir Muminovic 4, Tomasz Luba 5,
Insa Bohigues Fransisco 4 - Björn Pálsson 5,
Abdel-Farid Zato-Arouna 6, Eldar Masic 5 (72.
Kristinn Magnús Pétursson -), Alfreð Már Hjaltalín
5 - Steinar Már Ragnarsson 5(89. Anton Jónas
Illugason -), Guðmundur Magnússon 5 (83. Fannar
Hilmarsson -).
Skot (á mark): 10-2 (5-0) Horn: 6-0
Varin skot: Gunnleifur 0 - Einar 3
Aukaspyrnur: 9-4
2-0
Kópavogsvöllur
920 áhorfendur
Kristinn
Jakobsson (7)
Mörkin: 0-1 Hólmbert Aron Friðjónsson (43.), 0-2
Steven Lennon (56.), 1-2 Sigurbergur Elísson (67.).
Rautt spjald: Magnús Þ. Matthíass., Keflavík (40.).
KEFLAVÍK (4-3-3): David Preece 6 - Benis Krasn-
iqi 4, Haraldur Freyr Guðmundsson 5, Halldór
Kristinn Halldórsson 5, Andri Fannar Freysson
5, - Sigurbergur Elísson 6, Frans Elvarsson 5, Arnór
Ingvi Traustason 5, - Magnús Þórir Matthíasson
4, Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (63. Bojan
Stefán Ljubicic 5), Marjan Jugovic 5 (63. Hörður
Sveinsson 4).
FRAM (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 5 - Alan
Lowing 5, Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6, Ólafur
Örn Bjarnason 6, Jordan Halsman 5 - Halldór
Hermann Jónsson 5, Viktor Bjarki Arnarsson 6
(66. Kristinn Ingi Halldórsson 5), Samuel Hewson
5 - Hólmbert Aron Friðjónsson 6, Almarr Ormars-
son 6 (83. Haukur Baldvinss. -), *Steven Lennon 7.
Skot (á mark): 6-11 (3-7) Horn: 4-3
Varin skot: Preece 5– Ögmundur 1
Aukaspyrnur: 8-13
1-2
Nettóvöllurinn
Gunnar Jarl
Jónsson (6)
Mörkin: 0-1 Baldur Sigurðsson (8.), 0-2 Bjarni
Guðjónsson, víti (13.), 1-2 Björn Daníel Sverrisson
(44.), 2-2 Björn Daníel (71.), 2-3 Óskar Örn Hauks-
son (76.), 4-2 Þorsteinn Már Ragnarsson (87.).
Rautt: Róbert Örn Óskarsson, FH (12.).
FH (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson - Guðjón
Árni Antoníusson 5, Guðmann Þórisson 5, Freyr
Bjarnason 5, Viktor Örn Guðmundsson 4– *Björn
Daníel Sverrisson 7, Dominic Furness 4 (55. Pétur
Viðarsson 3), Brynjar Ásgeir Guðmundsson - (12.
Daði Lárusson 5)– Ólafur Páll Snorrason 6, Atli
Guðnason 5, Atli Viðar Björnsson 5 (80. Kristján
Gauti Emilsson -).
KR (4-3-3): Hannes Þór Halldórsson 5– Haukur H.
Hauksson 5, Grétar S. Sigurðsson 5, Gunnar Þór
Gunnarsson 4, Guðm. Reynir Gunnarsson 6– Jónas
Guðni Sævarsson 6, Bjarni Guðjónsson 4 (55.
Þorsteinn Már Ragnarsson 5), Baldur Sigurðsson
6 (90. Kjartan Henry Finnbogason -), Atli Sigur-
jónsson 6, Óskar Örn Hauksson 7, Gary Matin 4
(85. Emil Atlason -)
Skot (á mark): 4-13 (2-7) Horn: 5-3
Varin skot: Róbert 1 / Daði 2 - Hannes Þór 0.
Aukaspyrnur: 9-14.
2-4
Kaplakrikav.
2767 áhorfendur
Magnús
Þórisson (7)
HANDBOLTI „Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort
ég verði áfram hjá Fram eða fari í Stjörnuna,“ segir
línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir. Elísabet stað-
festi í samtali við Fréttablaðið í gær að hún hefði
sagt upp samningi sínum við Fram á dögunum.
„Samningurinn var uppsegjanlegur og ég nýtti mér
það ákvæði,“ segir Elísabet, sem varð Íslandsmeistari
með Fram á dögunum. Hún segist ekki hafa rætt við
Stjörnuna enn sem komið er en vera spennt að spila
með uppeldisfélagi sínu í Garðabænum.
„Auðvitað heillar það að spila með mínum
vinkonum í Stjörnunni. Jóna Margrét (Ragnarsdóttir)
og Rakel Dögg (Bragadóttir) eru mínar bestu vinkonur,“
segir Elísabet. „Hvort sem ég verð áfram eða ekki þá
er Framliðið ungt og efnilegt lið sem þarf að byggja
upp,“ segir landsliðskonan. -ktd
Nýtti ákvæðið og sleit samningnum
FÓTBOLTI Ríkharður Daðason,
nýráðinn þjálfari karlaliðs Fram í
knattspyrnu, hefur aðeins lokið
fyrstu tveimur þjálfarastigunum
hjá Knattspyrnusambandi Íslands.
Til að þjálfa meistaraflokk þarf
Ríkharður að hafa lokið UEFA-A
gráðu samkvæmt leyfisreglugerð
KSÍ. Hann á því eftir að sitja sex
námskeið og þreyta tvö próf. Rík-
harður er hins vegar á sextíu daga
undanþágu sem veita má þegar
þjálfaraskipti koma upp ef starf
losnar á miðju tímabili.
„Við fáum náttúrulega bara áminn-
ingu,“ segir Brynjar Jóhannesson,
formaður knattspyrnudeildar Fram,
aðspurður hvort Ríkharður geti stýrt
liðinu út leiktíðina. Engin sekt fylgir
áminningunni.
„Hann getur hins vegar ekki haldið
áfram með liðið á næsta ári án
tilskilinna réttinda,“ segir Brynjar.
Hann bendir á að Auðunn Helgason,
aðstoðarmaður Ríkharðs, hafi til-
skilin réttindi. „Við hefðum getað
farið í kringum þetta og gert Auðun
að aðalmanni ef við hefðum viljað
fara í kringum þetta,“ segir Brynjar.
Framarar taki hins vegar áminn-
ingunni þegar hún komi og fari svo
yfir málin að tímabilinu loknu. - ktd
Taka áminningunni vegna Ríkharðs
BALLIÐ BYRJAÐ Ríkharður stýrði Fram
í fyrsta skipti gegn Keflavík í Pepsi-deild
karla í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Stelpurnar okkar í
íslenska kvennalandsliðinu missa
af sínu fyrsta stórmóti í fjögur
ár þegar HM fer fram í Serbíu í
lok ársins. Stelpurnar höfðu kom-
ist inn á þrjú mót í röð en máttu
sætta sig við stórt tap gegn Tékk-
um í undankeppni HM.
Fyrir fram voru Tékkar tald-
ir viðráðanlegur andstæðingur
fyrir íslenska liðið og skásti kost-
urinn af þeim þjóðum sem voru í
efri styrkleikaflokknum í undan-
keppninni. Ísland var í þeim neðri.
En annað kom á daginn. Tékk-
ar voru einfaldlega mun betri og
gengu frá einvíginu í fyrri leikn-
um í Vodafone-höllinni þar sem
liðið vann tólf marka sigur. „Það
segir sig sjálft að þetta einvígi fór
í þeim leik,“ sagði Ágúst í samtali
við Fréttablaðið í gær. Hann var
þá nýkominn aftur til landsins frá
Tékklandi, þar sem síðari leikur-
inn fór fram um helgina.
„Við áttum ekki von á svona
stóru tapi á heimavelli. Við hefðum
þurft sigur í þeim leik því það er í
raun ekkert hræðilegt að tapa með
fimm mörkum á útivelli eins og við
gerðum um helgina,“ segir Ágúst
sem segir leikmenn sína ávallt
hafa haft trú á verkefninu, jafnvel
eftir tólf marka tap á heimavelli.
„Við ætluðum að koma þeim
á óvart í byrjun og byggja á því.
En það gekk ekki. Baráttan var í
góðu lagi og allir voru að leggja
sig fram. En eftir að við lentum
undir var þetta orðið erfitt,“ segir
Ágúst og bætir við: „Við töpuðum
fyrir betra liði. Tékkar voru betri
en við áttum von á. Ég hef trú á því
að þeir eigi eftir að gera góða hluti
í Serbíu.“
Basl í sóknarleiknum
Stelpurnar lentu í basli með
sóknar leikinn í einvíginu, enda
skoraði liðið aðeins 38 mörk sam-
tals í leikjunum tveimur.
„Það er alveg ljóst að það hefur
verið á brattann að sækja í upp-
stilltum sóknum. En við gerðum
okkur enn erfiðara fyrir með því
að fá lítið úr hraðaupphlaupunum.
Ég tek sem dæmi að við fengum
ekkert mark úr hraðaupphlaupi í
fyrri leiknum. Við erum samt með
mjög góða hraðaupphlaupsmenn í
liðinu,“ segir Ágúst.
Það var einnig áberandi í
úrslitakeppni N1-deildar kvenna
hversu illa sóknarleikurinn virt-
ist ganga. Varnarleikur og mark-
varsla var þar í aðalhlutverki.
„Liðin sem náðu bestum árangri
í deildinni spiluðu frábæra vörn.
Stjarnan kom mjög á óvart og
byggði sinn leik á mjög sterkri 6-0
vörn. Fram og Valur eru líka með
mjög sterk varnarlið,“ segir Ágúst.
„Þetta hefur líka verið okkar
aðalsmerki í landsliðinu undan-
farin ár. Við höfum sýnt miklar
framfarir á skömmum tíma en nú
kom skref til baka. En við leggj-
um þar með ekki árar í bát held-
ur höldum við ótrauð áfram. Við
erum með góða leikmenn, þar af
marga í atvinnumennsku. Auð-
vitað er ég hundfúll en ég tek það
ekki af stelpunum að þær lögðu sig
allar fram í verkefnið.“
Jákvætt starf í gangi
Ágúst kvíðir ekki framtíðinni en
hann er strax byrjaður að hugsa
um næstu leiki sem verða gegn
Noregi síðar í mánuðinum. „Þar
verður ekki aðalatriðið hvort
við vinnum eða töpum – heldur
að njóta þess að spila gegn besta
landsliði heims. Við erum líka að
vinna að verkefnum með U-25
ára liðið okkar og þá mun U-19
ára liðið einnig spila æfingaleiki
gegn jafnöldrum sínum frá Nor-
egi á næstunni. Það er margt gott
í gangi og við höldum áfram að
sinna því starfi, þó svo að okkur
hafi mistekist nú,“ segir Ágúst.
eirikur@frettabladid.is
Leggjum ekki árar í bát
Íslenska kvennalandsliðið fékk slæman skell gegn Tékkum í undankeppni HM 2013. „Töpuðum fyrir sterk ara
liði,“ segir landsliðsþjálfarinn sem hefur þegar sett stefnuna á að komast inn á næsta stórmót, EM 2014.
LEGGUR LÍNURNAR Ágúst Þór ræðir við leikmenn sína í fyrri leiknum gegn Tékkum í undankeppni HM. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þórir Hergeirsson kom hingað til lands með heims- og
Ólympíumeistara Noregs í æfingabúðir um helgina. Þórir
hefur náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við
þjálfun þess en norska kvennalandsliðið í handbolta er
eitt sigursælasta landslið handboltans frá upphafi.
Á föstudaginn verður opin ráðstefna á Laugar-
vatni í tengslum við komu norska liðsins. Í boði
verður að fylgjast með æfingum norska liðsins
auk þess sem Þórir mun flytja fyrirlestur og sitja
fyrir svörum.
„Við Einar Jónsson [aðstoðarlandsliðsþjálfari]
ætlum að fylgjast með og við hvetjum alla áhuga-
sama til að gera slíkt hið sama,“ sagði landsliðs-
þjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson. „Það er mikil
íþróttamenning og sterk umgjörð í kringum þetta
landslið. Þórir hefur farið fyrir því starfi af miklum
myndarskap.“
Einstakt tækifæri á Laugarvatni
SPORT