Fréttablaðið - 11.06.2013, Side 46
11. júní 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 34
„Ég held að hann sé bara að líkja
mér við Taylor Swift út af öllum
þessum ástarlögum sem hún
hefur samið,“ segir Gréta Karen
Grétars dóttir söngkona, sem á dög-
unum vakti athygli stjörnubloggar-
ans Perez Hilton.
Hilton birti myndband af Grétu
Karen á vinsælli síðu sinni, Perez-
hilton.com, þar sem hún syngur
lagið „Nothing“. Þar líkir hann
Grétu Karen við söngkonuna
heimsfrægu Taylor Swift og hrós-
ar laginu.
Lagið samdi Gréta Karen ásamt
Daniel Capellaro en nú hafa um
114 þúsund manns skoðað mynd-
bandið á Youtube. Lagið fjallar um
ástarsorg og hvernig komast eigi
yfir hana.
Gréta Karen hefur verið búsett
í Los Angeles í rúmlega fjögur ár
þar sem hún hefur stundað tón-
listarnám við Musicians Institute.
Undanfarið hefur hún verið að
semja nýja tónlist en einnig hefur
hún sundið inn á kvikmyndir. Ber
þar að nefna kvikmyndina Theo,
þar sem leikarar á borð við Miru
Sorvino og Dakotu Johnson eru í
aðalhlutverkum.
Aðspurð segist Gréta vera ansi
hissa á þessari athygli. „Ég kíkti
inn á Twitter-reikninginn minn
og sá þá tíst um þetta þar sem ég
var „tögguð“. Það tók mig þó smá
stund að fatta að þetta væri inni
á síðunni hans. Það var svolítið
skemmtileg fyrirsögn á færsl-
unni, „Sometimes less is more“,
en ég er voðalega hissa á þessu
öllu saman,“ segir Gréta Karen
og bætir við að hún sé alveg með
báða fætur niðri á jörðinni þrátt
fyrir athyglina síðustu daga. Hún
stefnir ekki heim í nánustu framtíð
en saknar einna helst að fá sér SS
pylsu og lakkrís.
marinmanda@frettabladid.is
Perez Hilton líkti
Grétu við Taylor Swift
Söngkonan Gréta Karen Grétarsdóttir vekur athygli í Hollywood fyrir lag sitt
Nothing. Stjörnubloggarinn Perez Hilton hrósaði laginu mjög á síðunni sinni.
TÓNLISTARHÆFILEIKAR Í BLÓÐINU Gréta Karen er dóttir Grétars Örvarssonar
tónlistarmanns.
GRÉTA KAREN SÖNGKONA Henni
hefur verið líkt við Adele, Lönu Del Rey
og nú Taylor Swift.
„Það eru ýmsir búnir að nefna þetta við mig
í nokkur ár. Ég hef auðvitað verið sagnamað-
ur á ýmsum skemmtunum og kann marg-
ar sögur um marga snjalla. Í þeim liggur
bæði skemmtun og fróðleikur,“ segir Guðni
Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráð-
herra og formaður Framsóknarflokksins.
Í haust er væntanleg á vegum Veraldar
sagnabálkur þar sem Guðni segir sögur af
sjálfum sér og öðrum, sögur af forvitnilegu
fólki sem hann hefur mætt á lífsleiðinni,
óþekktum bændum í Flóanum jafnt sem þjóð-
kunnum stjórnmálamönnum.
„Ég hef orðið við því að reyna að safna
þessu saman og gefa út þessa vonandi
skemmtilegu bók. Það er mikilvægt fyrir
þessa þjóð að fara að hlæja og vera glöð. Von-
andi leggur maður sitt lóð á þær vogarskál-
ar. En það er eitt að segja sögur og annað að
skrifa þær niður, þannig að þetta er vanda-
verk.“
Veröld ætlar einnig að safna saman
skemmtilegum sögum um Guðna á meðal
almennings til að nota í bókinni og hvetur fólk
til að senda sér sögur á netfangið Gudnasog-
ur@verold.is. - fb
Guðni safnar saman sögum í bók
Guðni Ágústsson segir sögur af sjálfum sér og öðrum í væntanlegum sagnabálki.
SAGNAMAÐUR Guðni Ágústsson ætlar að deila hinum
ýmsu sögum með þjóðinni í nýrri bók.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Þessa dagana er appelsínugult
Vitamin Water í uppáhaldi.“
Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona í hljóm-
sveitinni Vök.
DRYKKURINN
➜ Ævisaga Guðna eftir Sigmund Erni
Rúnarsson kom út árið 2007.
➜ Rétt eftir
útskrift úr tónlist-
arnáminu missti
Gréta Karen rödd-
ina og þurfti að
fara í aðgerð en
hefur nú náð sér á
strik og slær ekki
slöku við í tónlistar-
heiminum ytra.
„Hressileg og drepfyndin skvísusaga.
Velheppnuð blanda af SATC og Girls
með dassi af alíslenskum hallærisgangi.“
FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR / FRÉTTABLAÐIÐ
„... lífleg og skemmtileg ...“
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON / FRÉTTATÍMINN
Heildarlisti 05.06.–11.06.13
Metsölulisti
Eymundsson
1.
Minna að fletta
meira að frétta
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
BESTI FRÉTTA- OG
AFÞREYINGARVEFURINN
Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar
afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og
skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna
það efni sem leitað er að.“
„Við erum bara farin að taka við umsóknum núna
inni á heimasíðunni og leitum að flottu og hressu
liði til þess að vera hluti af landsliði djúsara,“
segir Unnar Helgi Daníelsson Beck, rekstrar-
stjóri Joe & The Juice á Íslandi.
Nú er ljóst að hinn þekkti djús- og samlokustaður
verði opnaður í Kringlunni í ágúst. Unnar Helgi
er staddur í Kaupmannahöfn um þessar mundir
þar sem hann lærir réttu taktana sem djúsari.
„Ég er búinn að vera hér í viku að vinna. Þetta
er ótrúlega skemmtilegt. Svo skemmir það ekki
fyrir að hingað kemur fullt af fallegu kvenfólki.“
Samkvæmt íslenskri vefsíðu Joe & The Juice
er leitað að hressum og kátum djúsurum sem
náð hafa 20 ára aldri. Þar segir að góður tón-
listarsmekkur og nettir danstaktar séu alltaf
skemmtilegir og að það sé leyfilegt að vera í stuði
í vinnunni. „Við verðum með blöndu af flottum
stelpum og strákum. Við leitum því að skemmti-
legum karakterum og hressum týpum.“ - ka
Joe & The Juice opnað í Kringlunni
Til stendur að opna allt að sex staði á næstu misserum.
LÆRIR
TAKT-
ANA SEM
DJÚSARI
Unnar Helgi
Daníelsson
Beck verður
rekstrar-
stjóri Joe &
The Juice á
Íslandi.
➜ Samkvæmt Kaspar Basse, eiganda Joe &
The Juice, stendur til að opna allt að fimm til
sex staði hér á landi á næstu mánuðum.