Fréttablaðið - 11.06.2013, Side 24

Fréttablaðið - 11.06.2013, Side 24
KYNNING − AUGLÝSINGHestar ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 20132 Innsýn í heim hestamennskunnar Íshestar hafa ávallt verið í fararbroddi í hestatengdri ferðaþjónustu. Hjá Íshestum eru haldin reiðnámskeið fyrir börn og unglinga yfir sumartímann og á veturna er verkefninu Hestur í fóstri haldið úti þar sem krakkar fá innsýn í heim hestamennskunnar. Steinunn Guðbjörnsdóttir segir hesta- mennskuna frábært sport fyrir alla fjöl- skylduna. MYND/ÍSHESTAR Við höfum rekið reiðskólann í mörg ár í samvinnu við hestamannafélag-ið Sörla,“ segir Steinunn Guðbjörns- dóttir, markaðsstjóri Íshesta en fyrirtæk- ið var stofnað árið 1982. Hún segir mikinn metnað lagðan í reiðnámskeiðin og eru allir kennarar Íshesta fullorðnir og menntað- ir reiðkennarar. Kennt er í tveimur aldurs- flokkum, 6-8 ára og 9-16 ára. „Yngri hópurinn er á vikunámskeiðum en þau eldri á tveggja vikna námskeiðum. Krakkarnir læra um reiðmennsku almennt og um hestana sjálfa. Farið er í útreiðar- túr nánast á hverjum degi og eins læra þau ýmsar þrautir þar sem reynir á hug og hönd, svo sem að koma kústskafti ofan í rör og fá hestinn upp á pall og ýmislegt fleira. Þá fara krakkarnir einnig í bóklega tíma þar sem farið er yfir þá hluti sem hestamennsku fylgja, um líkama hestsins og fleira. Hvert námskeið endar með grillveislu fyrir krakkana þar sem farið er í ratleik um svæðið og sýning haldin fyrir foreldra. Á sýningunni fara krakkarnir gegnum þrautabraut sem er þrískipt og fer fram inni í reiðhöllinni, í gerði og úti á velli. Þetta er svo sannarlega ekki bara skrautsýning þar sem riðið er í hringi heldur sýna börnin allt sem þau hafa lært á námskeiðunum,“ segir Steinunn og bætir við að námskeiðin hafi kveikt áhuga fjölmargra á hestamennsku. „Yfir vetrartímann erum við með nám- skeiðið Hestur í fóstri og mörg börn af sum- arnámskeiðunum taka þátt í því. Þá koma krakkarnir einu sinni í viku og hugsa um hestinn frá a til ö, moka undan honum, kemba, ríða út og gefa. Þannig fá þau inn- sýn í heim hestamennskunnar og marg- ir hrífa foreldrana með sér svo fjölskyldan hefur oft öll endað í hestamennskunni. Það er mjög skemmtilegt því hestamennska er frábær fjölskylduíþrótt. Í henni geta kyn- slóðir sameinast og sex ára krakkar riðið út með langafa og -ömmu.“ Íshestar standa einnig fyrir hestaferðum um allt land. „Við bjóðum upp á 23 mismunandi lengri ferðir og má þar nefna ferðir frá Egilsstöð- um og um Fjallabak. Það væri gaman að fá fleiri Íslendinga í lengri ferðirnar hjá okkur. Dagana 28.-30. júní verðum við með sérferð fyrir íslenskar konur, Drottning og stund. Það eru enn þá örfá sæti laus í þá ferð.“ Nánari upplýsingar er að finna á www.ishestar.is. Íshestar bjóða upp á yfir tuttugu mismunandi lengri hestaferðir um allt land. Hugur og hönd þurfa að vinna saman á reiðnámskeiðum Íshesta. Hjá mörgum kviknar áhuginn á hestamennsku á námskeiðunum hjá Íshestum. Nú þegar hestamenn lands-ins eru að fara í árlega sleppi túra sína er vel við hæfi að huga að nauðsynlegum búnaði til ferðarinnar. Sleppitúr- ar hafa breyst mikið undanfarin ár enda búnaður orðinn betri og aðstaða orðin mjög góð víða fyrir hestamenn á ferð um landið. Halldór Viktorsson, verslunar- stjóri hjá Líf landi á Lynghálsi, segir ýmsar vörur vera nauðsyn- legar í sleppitúra. „Fyrst og fremst ber að nefna hjálminn. Allir eiga að nota hjálminn og þótt notkun hans hafi aukist mjög mikið und- anfarin ár er ávallt rétt að minna á hann. Hestaeigendur þurfa einn- ig að endurnýja hjálma sína reglu- lega en þeir endast að öllu jöfnu í nokkur ár.“ Af öðrum nauðsynleg- um búnaði nefnir Halldór reiðtygi og góða tauma sem þurfa að vera í lagi. „Einnig má nefna svokallaða teymingargjörð sem nauðsynlegt er að hafa í bakhöndinni ef hesta- maður skyldi þurfa að teyma hest- inn. Svo má ekki gleyma hinni víð- frægu hnakktösku sem sett er fyrir framan hnakkinn og er algjörlega nauðsynleg til að geyma til dæmis regnfatnað, aukavettlinga, auka- taum og aðra hluti sem gott er að hafa til taks.“ Halldór nefnir einn- ig mjög praktíska töng sem hann kallar „járningartöng í einni“. Um er að ræða einfalda og handhæga töng sem hægt er að stinga í vas- ann og hægt er að nota til að klára járningar ef skeifan dettur af hest- inum í ferðinni. „Þannig þarf ekk- ert járningarsett heldur dugir þessi eina töng til að bjarga þér.“ Verslanir Líflands bjóða einn- ig upp á mikið úrval af góðum og vönduðum regn- og hlífðarfatn- aði sem gott er að hafa til taks í löngum sleppitúrum. Auk þess má finna þar allt það fóður sem taka þarf með í sleppitúrana. „Við bjóðum einnig upp á allt efni í raf- magnsgirðingar. Þannig bjóðum við upp á rafstöðvar og girðingar- efni ef hestamenn þurfa að henda upp girðingu með rafmagni.“ Nánari upplýsingar má finna á www.lifland.is. Allt í sleppitúrinn Verslanir Líflands bjóða upp á gott úrval af vörum fyrir sleppitúra sem eru að hefjast þessa dagana hjá hestamönnum. Hjálmurinn skiptir alltaf miklu máli. „Allir eiga að nota hjálminn,“ segir Halldór Viktorsson, verslunarstjóri hjá Líflandi á Lynghálsi. MYND/GVA Hestamenn landsins eru í sleppitúrum þessa dagana víða um land. Einn þeirra er tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson, sem hefur farið í tvo slíka túra og meðal annars riðið upp úr Ölfusinu og bak við Ingólfsfjall og yfir Álftavatn. „Það er ekkert sem jafnast á við að ríða um landið og njóta þess á hestbaki. Og því meira sem ég geri af því, því minna skil ég hvers vegna Íslendingar yfirgefa landið yfir sumartímann. Það er svolítið merkilegt að ríða yfir Álftavatn, að vera á hestbaki úti í vatni og hugsa til þess að maður sé á gamalli þjóðleið. En þetta var eina leiðin yfir áður en brúin kom yfir Sogið við Þrastarlund.“ Að sögn Magnúsar eru hestarnir hans komnir í sveitina en þeim var ekið þangað í ár. „Ég fer því ekki í hefðbundinn sleppitúr með eigin hesta heldur ríð með öðrum. Svona túrar hafa auð vitað breyst frá því í gamla daga. Áður riðu menn kannski úr hesthús- um á höfuðborgarsvæðinu alla leið austur í sveitir og voru 7-10 daga á leiðinni.“ Sjálfur á hann átta hesta og segir hann reiðferðir í íslenskri nátt- úru engu líkar. „Ég ferðast mikið um landið með erlendum ferða- mönnum og sú reynsla hefur opnað augu mín. Það er upplifun að njóta landsins og náttúrunnar gegnum augu og eyru erlendra ferðamanna. Það sem er hversdagslegt fyrir okkur Íslendinga er oft mikil upplifun fyrir útlendinga.“ Íslensk náttúra töfrandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.