Fréttablaðið - 11.06.2013, Qupperneq 28
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. mars 20134
Eigandi þessa fallega BMW M5-
bíls af árgerð 1989 var ekki nema
tvítugur þegar hann eignaðist bílinn
og þurfti hann að fá föður sinn með
í söluumboðið til að sölumaðurinn
tæki hann alvarlega. Nú, 24 árum
síðar, hefur hann ekið bílnum
650.000 kílómetra og hann slær
ekki feilpúst. Eigandinn, Randy
Hartmann, hefur haldið honum vel
við og helst þurft að eiga við pústk-
erfi hans og dempara. Randy dettur
ekki í hug að selja bílinn og telur að
hann eigi eftir að fara mun lengra
á sinni ævi, en nú þegar hefur hann
farið vegalengd sem samsvarar rí-
flega 16 hringum umhverfi s jörðina.
BMW M5 ekið 650.000
kílómetra í Kaliforníu
Hefur verið ekið 650.000 kílómetra og
slær ekki feilpúst. NORDICPHOTOS/GETTY
Ræstu
bílinn með
símanum
Eigendur
GM bíla
geta brátt
ræst bíla
sína með
farsím-
anum
General Motors mun bjóða kau-
pendum 2014 árgerða bíla sinna
þann kost að geta ræst bíl sinn með
eigin síma með þráðlausu OnStar-
appi. Nú þegar geta eigendur GM-
bíla opnað og lokað bílum sínum
með OnStar-búnaði sem kallast
RemoteLink. Þessi nýi ræsingar-
búnaður verður kaupendum GM-
bíla að kostnaðarlausu í fi mm ár jaf-
nvel þó að kaupendur bíla þeirra séu
ekki áskrifendur að OnStar, en hún
kostar frá 2.500 til 3.500 krónum
á mánuði. Með þessu ætlar GM að
selja fleiri bíla en bera kostnaðinn
sjálft af búnaðinum. Telur GM að
þessi búnaður þyki kaupendum
mikils virði og muni freista margra.
Hafa þeir heilmikla könnun sér að
baki við þá fullyrðingu. GM er með
sex milljón áskrifendur að OnStar-
búnaði í bílum sínum og helmingur
allra kaupenda af GM-bílum gerist
áskrifendur eftir að sex mánaða fríu
kynningartímabili lýkur hjá kaupen-
dum nýrra bíla GM. General Motors
veðjar mjög á hátæknibúnað í bílum
sínum því frá og með árinu 2015
verður 4G-nettenging í flestum
bílgerðum þeirra, hraðasta netteng-
ing sem nú er fáanleg.
Víða í borgum Evrópu ganga
strætisvagnar fyrir rafmagni. Það
hefur þó hingað til krafi st raflínuk-
erfa fyrir ofan vagnana sem kre ast
þess að þeir fari alltaf sömu leiðina
og breyting á leiðakerfi því tor-
veld. Auk þess eru þessar raflínur
ekki til prýði. Nú hefur svissneska
fyrirtækið ABB fundið lausn sem
sneiðir hjá þessum ókostum.
Strætisvagnar í Genf fá nú öfluga
rafhleðslu, svokallaða „flash charg-
ing“, í hvert sinn sem þeir stöðva
við biðstöðvar og tekur hver hleðsla
ekki nema 15 sekúndur, sem dugar
ávallt að næstu biðstöð. Á leiðaren-
da fá þeir hins vegar hleðslu í órar
mínútur sem fullhleður rafhlöður
þeirra. Þessir strætisvagnar eru ekki
af smærri gerðinni heldur taka allt
að 135 farþega. Þessi tækni getur
gerbreytt almenningssamgöngum
í borgum og veitir mikið frjálsræði
í uppsetningu leiðarkerfa, er eins
umhverfi svæn og kostur er og mun
að auki fegra ásýnd borganna.
Auk þess eru þessir strætisvag-
nar hljóðlausir og veitir ekki af í
stöðugum nið margra stórbor-
ganna. Það væri ekki ónýtt að nýta
þessa tækni fyrir strætisvagnakerfi
höfuðborgarsvæðisins hér og spara
mikinn gjaldeyri í leiðinni sem fer til
eldsneytiskaupa.
Rafmagnsstrætóar
í Genf hlaða á 15
sekúndum
TOSA bus-vagnarnir marka nýja tíma.
NORDICPHOTOS/GETTY
Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110
The strong silent type TIRES
High Performance TiresHarðskeljadekk
TILBOÐ STÆRÐ: 175/65 R 14Nr. 1
Sumardekk: frá kr. 41.307
Heilsársdekk: frá kr. 49.880
TILBOÐ STÆRÐ: 195/65 R 15Nr. 2
Sumardekk: frá kr. 51.542
Heilsársdekk: frá kr. 56.104
TILBOÐ STÆRÐ: 205/55 R 16Nr. 3
Sumardekk: frá kr. 57.305
Heilsársdekk: frá kr. 56.104
TILBOÐ STÆRÐ: 225/45 R 17Nr. 4
Sumardekk: frá kr. 64.024
Heilsársdekk: frá kr. 73.303
TILBOÐ STÆRÐ: 215/60 R 16Nr. 5
Sumardekk: frá kr. 67.800
Heilsársdekk: frá kr. 82.200
TILBOÐ STÆRÐ: 225/70 R 16Nr. 6
Sumardekk: frá kr. 92.761
Heilsársdekk: frá kr. 92.761
TILBOÐ STÆRÐ: 235/65 R 17Nr. 7
Sumardekk: frá kr. 104.921
Heilsársdekk: frá kr. 109.081
TILBOÐ STÆRÐ: 235/60 R 18Nr. 8
Sumardekk: frá kr. 109.400
Heilsársdekk: frá kr. 112.601
TIRE
REV
IEW
200
9 BR
AND
SUR
VEY
Bjóðum Toyo harðskeljadekkin
á frábæru verði.
Sláðu tvær flugur í einu höggu og láttu okkur smyrja
bílinn um leið og þú skiptir yfir á sumardekkin. Smelltu
þér á tvennutilboð og þú færð 20% afslátt af vinnu við
bæði umfelgun og smur. Þú getur gert góð kaup strax í
dag!