Fréttablaðið - 11.06.2013, Side 19
MATARÆÐI.IS
Þeir sem vilja breyta mataræðinu og vera meðvitaðir
um hvað þeir láta ofan í sig ættu að fylgjast með
mataraedi.is. Það er vefsíða um mataræði, heilsu,
heilbrigðan lífsstíl og forvarnir gegn sjúkdómum.
Hjartalæknirinn Axel F. Sigurðsson deilir þar ýmsum
fróðleik með lesendum.
Ég er nýkominn í Breiðavík og fæ hér konunglegar móttökur. Það er verið að elda fyrir mig kartöflu- og beikon-
súpu og súkkulaðimús,“ segir Guðni Páll
Viktorsson þegar blaðamaður nær í skottið
á honum í gær. Guðni Páll hefur róið á
kajak hálfan hringinn í kringum landið á
rúmum mánuði en hann lagði af stað frá
Hornafirði þann 30. apríl.
„Ég reri eldsnemma í morgun fyrir Látra-
bjarg og inn í Breiðavík. Ég rétt náði hingað
áður en veðrið breyttist. Ég er hættur í
dag enda er byrjað að blása og óhagstætt
veður fram undan.”
Guðni segir ýmislegt hafa borið á daga
hans á löngu ferðalagi. „Það sem hefur
staðið upp úr er samt leiðindaveður,“ segir
hann glettinn. Hann segist aldrei hafa verið
í lífsháska en lenti þó í óhappi út af Meðal-
landi í upphafi ferðar. „Suðurströndin var
erfiðasti kaflinn, brimið er mikið auk þess
sem ég var þar á ferð í byrjun maí og því
oft kalt. Til dæmis var næturfrost fyrstu
nóttina í Jökulsárlóni,“ segir Guðni, sem
segir ferðalagið hafa gengið mun betur
eftir að hann komst fyrir Reykjanestána.
Náttstaðirnir á ferðalaginu hafa verið
misjafnir. „Á suðurströndinni var ég tvær
nætur í tjaldi en eftir það stílaði ég inn á að
komast í gistingu því það var svo kalt. Ég
hef gist í slysavarnaskýlum og í bændagist-
ingu. Var á hóteli í Flatey og verð hér í nótt
á hótelinu í Breiðavík.“
Guðni segir fólk taka mjög vel á móti
honum hvar sem hann fer. „Fólk er stund-
um hissa á að sjá þennan draug ganga upp
úr sjónum en það hefur mjög gaman af
þessu og er mjög áhugasamt. Ég hef fengið
ótrúlegar móttökur, alveg sama hvar ég
kem. Þetta er það sem útlendingarnir eru
alltaf að segja okkur um íslenska gestrisni,“
segir hann glaðlega.
Hvað áttu langt eftir? „Heilan helling,
það fer svolítið eftir veðrinu hér á Vest-
fjörðum. Ef norðanáttin er ríkjandi verður
þetta erfitt, vonandi fæ ég bara sunnanátt,“
segir Guðni. Hann ætlar að stoppa um
stund í Bolungarvík og verður með kynn-
ingardag á Ísafirði þar sem hann sýnir bát-
inn, búnaðinn og segir frá ferðalagi sínu.
Guðni safnar fyrir Samhjálp meðan á
ferðalaginu stendur og hvetur fólk eindreg-
ið til að styrkja þetta þarfa málefni. Nánari
upplýsingar er að finna á www.aroundicel-
and2013.com og á Facebook undir Around
Iceland 2013. ■ solveig@365.is
LENTUR Í BREIÐAVÍK
NÆR HÁLFNAÐUR Guðni Páll Viktorsson kajakræðari rær hringinn í kringum
landið og styrkir um leið Samhjálp. Hann er nær hálfnaður með verkið.
GÓÐUR GESTUR
Guðni hittir bæði fólk og
dýr á ferðalagi sínu.
Á VESTFJÖRÐUM
Guðni Páll reri fyrir
Látrabjarg í gærmorgun
á leið sinni frá Keflavík
á Vestfjörðum og í
Breiðavík.
MYND/GUÐNI PÁLL VIKTORSSON
Laugavegi 178 - Sími: 568 9955
www.tk.is
Boston
leður
Svart, Hvítt st. 35-48
Rautt st. 36-42
Blátt st. 36-47
Lissabon
Dömusandalar m/
frönskum rennilás
Efni: leður
litur: Hvítt, Rautt, Svart
st. 36-42
Verona
Svart, Hvítt
st. 36-41
Dömusandalar
m/frönskum
rennilás
Efni: gervileður
Litur: Grátt/Blátt,
Svart/Grátt
St. 36-42
California
(afrafmagnaðir)
Efni: Leður
Litur: Svart, Hvítt
St. 35-46
Paris
leður
Svart,
Hvítt, Blátt
m/microfib og
rúskinnssóla
st. 36-42
Boníto ehf. • Praxis
Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 • www.friendtex.is
Opið mán. – fös. kl. 11–1 . L
Verð: 12.900 kr.
Verð: 16.900 kr.
Verð: 9.500 kr.
Verð: 12.900 kr.
Verð: 9.990 kr.
Verð: 7.900 kr.
Fæst í B,C
skálum á kr. 5.800,
- buxur á kr. 1.995,-
GLÆSILEGUR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
10-14 laugardaga
fyrirbyggjandi fæðubótarefni
Ekki þjást
BEST OF
SUPPLEMENTS
AWARD
WINNER
Mígreni.is.i