Fréttablaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 22
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
Þriðjudagur 26. mars 2013
www.visir.is/bilar
BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius
finnurth@365.is
Útgáfufélag
365 miðlar ehf.
Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík,
sími 512 5000
Auglýsingar
Sverrir Birgir Sverrisson
sverrirbirgir@365.is
Sími 5125432
Hönnun
Silja Ástþórsdóttir
siljaa@frettabladid.is
1,0 ÞRIGGJA STROKKA BENSÍN
75 HESTÖFL
FRAMHJÓLADRIF
Eyðsla: 4,2 l/100 km í
blönduðum akstri
Mengun: 98 g/km CO2
Hröðun: 13,2 sek.
Hámarkshraði: 172 km/klst.
Verð: Frá 2.050.000 kr.
Umboð: Hekla
● Lítið skottrými
● Léleg sjálfskipting
VOLKSWAGEN
HIGH UP!
VOLKSWAGEN UP!
Finnur Thorlacius reynsluekur
S
mábílar eru sniðugir og
hentugir í borgarum-
ferðinni og þeir hafa
að auki þann kost að
eyða litlu. Í Danmörku
seljast þeir eins og
heitar lummur og allir
söluhæstu bílar þar eru smábílar.
Einn af minni bílum sem til sölu
er hér á landi er Volkswagen up!
Hann er að vonum einnig minnsti
bíll sem Volkswagen framleið-
ir. Up! á systurbíl í Skoda Citigo
og er hann í grunninn sami bíll.
Eins og verð Volkswagen up!
bendir til er hann frekar hrár
bíll en markmið Volkswagen með
honum er að bjóða mjög ódýr-
an valkost sem beint er að ungu
kynslóðinni, sem gerir ekki mikl-
ar kröfur um lúxus í bílum sínum
en metur þess meira lipurð og
smæð hans, auk lítillar eyðslu.
Þó hefur Volkswagen reynt að
fylla í eitt gatið enn í bílaflór-
unni með því að bjóða up! sem
örlítið meira er lagt í og hefur
hann fengið nafnið High up! Von-
andi verða eigendur hans hátt
uppi í þeim skilningi að ánægj-
an með bílinn flytji þá þangað
en ekki eitthvað annað. Reynslu-
akstur á High up! var einmitt í
þá veruna, en hér er á ferð hinn
skemmtilegasti kettlingur sem
svarar öllum kröfum þess sem
mest fer ferða sinna innan borg-
armarkanna. Þess skal þó minnst
að reynsla greinarritara af up! á
þýskum hraðbrautum var ekki til
að draga úr áliti hans utan borga,
en honum mátti aka með gleði,
öryggi og viðunandi hljóðleysi
á 150 kílómetra hraða löngum
stundum.
Ferlega góður akstursbíll
Það kemur ekkert sérlega á óvart
að up! skuli vera góður akst-
ursbíll en allir bílar Volkswa-
gen eru það um þessar mund-
ir. Þeir verða ekki liprari smá-
bílarnir. Ekki skemmir fyrir að
þessi High up!-útfærsla bílsins er
með stærri vélinni, þ.e. 75 hest-
afla vél í stað 60 hestafla í venju-
legum up! Þar sem bíllinn er létt-
ur eru þessi 75 hestöfl til þess
eins að henda bílnum áfram og
fyrir vikið verður aksturinn ári
skemmtilegur. Undirvagn bíls-
ins er vel upp settur, stýring-
in nákvæm og hæfilega létt og
tilfinningin fyrir vegi góð eins
og við á í smáum bíl. Hann er
ekki lægri en svo að aldrei rakst
hann niður þótt sífellt hraðara
væri farið yfir hraðahindranir.
Telst það til mikilla kosta fyrir
svona bíl. Annað sem gladdi öku-
mann mjög var lág eyðsla bíls-
ins og svo fór að ökumaður var
ávallt í keppni við að ná eyðsl-
unni niður. Það er ekki slæmt að
fara í köldum bíl í ökuferð innan
borgarmarkanna og er heim er
komið kemur í ljós að hann hefur
eytt 4,4 lítrum á hundraðið. Hann
var reyndar alltaf milli 4 og 5 lítra
og er ekki hægt að gera meiri kröf-
ur en það. Uppgefin meðaleyðsla
er 4,2 lítrar og er líklega auðvelt að
ná þeirri tölu með afar skynsöm-
um akstri, en viðurkennast skal að
ökumaður hafði ekki þolinmæði
til slíks og fannst skemmtilegra að
njóta einnig aksturs kosta bílsins
á kostnað eyðslunnar. Fimm gíra
beinskipting var í reynsluaksturs-
bílnum. Í mælaborði er ráðlagt
hvenær skipta skal upp eða niður
og var hún þess eðlis að skipta
skyldi ört, enda stutt á milli gíra.
Oft hafði ökumaður á tilfinning-
unni að hann væri að pína bílinn á
of lágum snúningi, en þannig eyðir
hann minnstu. Up! má fá með sjálf-
skiptingu en erfitt er að mæla með
því fyrir svo smáan bíl og þá rýkur
eyðslan upp. Fyrir utan það þykir
sjálfskiptingin léleg, sein og sér-
lega pirrandi.
Merkilega gott pláss
Volkswagen High up! er fimm-
dyra bíll og því hentugur fyrir
barnafólk sem leiðist að troða
börnunum inn um framdyrnar
áður en ökumaður sest sjálfur inn.
Bíllinn er smár og því er ekki gert
ráð fyrir fimmta farþeganum og
aðeins eru tvö bílbelti aftur í. Vel
fer hins vegar um þá tvo og merki-
ALLT SEM ÞARF Í BORGARAKSTURINN
Tilfinningin við aksturinn er þannig að maður gleymir fljótt að ekið sé einum af minnstu bílum sem bjóðast.
Kemur á óvart
● Hve stór bíllinn er að innan
● Hve öflug vélin er
● Hve litlu bíllinn eyðir
Meira er lagt í High up! útfærslu bílsins. Hann kemur á fallegum felgum með skyggðar afturrúður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU