Fréttablaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.06.2013, Blaðsíða 36
Snæbjörn Brynjarsson, leikhús- listamaður og rithöfundur, fer með hlutverk í Swamp Club, sýn- ingu franska leikhópsins Vivari- umstudio, sem frumsýnt var í Vínarborg á þriðjudag. Ve rk i ð e r samstarfsverk- efni leiklistar- hátíðarinnar Vienna Fest- wochen, nokk- urra franskra leikhúsa auk leikhópsins Viv- ariumstudio. Snæbjörn, sem nam fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands, komst í kynni við hópinn á alþjóðlegu Listahátíðinni Lókal í Reykjavík 2008. „Ég hef áður aðstoðað Philippe Quesne, forsprakka hópsins, við gjörninga, en þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í heilu leik- verki með þeim,“ segir Snæbjörn, sem leikur íslenskan rithöfund sem heldur í listamiðstöð úti í fenjum, þar sem fyrir eru sér- vitrir og vænisjúkir listamenn en miðstöðin er undir stöðugri ógn frá ókunnugu afli. „Það má segja að áhorfendum sé boðið að upplifa fenin í gegn- um augu Íslendingsins, pólska dansarans Ola Maciejewska, og Cyril Gomez-Mathieu, en þau þrjú koma í vinnuferð og upplifa fenjasvæðið hvert á sinn hátt,“ segir Snæbjörn, sem leikur bæði á íslensku og ensku. Snæbjörn gerir út þessi dægrin frá Rúmeníu þar sem þeir Kjart- an Yngvason vinna að framhaldi bókar sinnar Hrafnsauga, en fram undan er túr um Evrópu. „Við tökum stefnuna á Þýska- land, Sviss, Frakkland, Belgíu og Lettland,“ segir hann. „Þetta verður sjálfsagt mikið ævintýri.“ - bs Fastur úti í fenjum með sérvitrum listamönnum Snæbjörn Brynjarsson leikhúslistamaður fl akkar um Evrópu með frönskum leikhóp í sumar. Söngleikurinn Kinky Boots var sigur sælastur á Tony-verðlaunun- um á sunnudag. Verkið hlaut sex verðlaun af þeim þrettán sem það var tilnefnt til. Söngleikurinn Kinky Boots bygg- ir á sannri sögu, sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 2005, og segir frá ungum manni sem bjargar skóverksmiðju fjölskyld- unnar frá gjaldþroti með því að framleiða skó fyrir dragdrottning- ar. Bandaríska „eitís“-stirnið Cyndi Lauper semur lög og texta. Verk- ið bar sigur úr býtum í flokknum söngleikur ársins og Lauper hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlistina. Gamanleikur Christophers Dur- ang, Vanya and Sonia and Masha and Spike, var valið leikrit ársins en það byggir á sígildu verki Tjekovs, Vanya frænda. Tracy Letts var valinn besti leik- arinn fyrir hlutverk sitt í Hver er hræddur við Virginíu Woolf? og skaut þar með Tom Hanks, sem spáð hafði verið verðlaununum, óvænt ref fyrir rass. Letts er einn- ig þekkt leikskáld og er höfundur verka á borð við Þrjár systur, Killer Joe og Fjölskylduna, sem öll hafa verið sett upp hér á landi. Hin 79 ára gamla Cicely Tyson var valin leikkona ársins fyrir leik í verkinu The Trip to Bountiful, þar sem hún steig á svið á Broadway í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Cyndi Lauper sigursæl á Tony-verðlaununum Söngleikur bandarísku poppstjörnunnar senuþjófurinn á verðlaunahátíð Broadway-leikhúsanna vestanhafs. CYNDI LAUPER Söngleikurinn Kinky Boots hlaut sex verðlaun, þar á meðal var Lauper valin lagahöfundur ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SWAMP CLUB Snæbjörn leikur íslenskan rithöf- und sem heldur til listamið- stöðvar þar sem fyrir eru væni- sjúkir listamenn. TÓNLIST ★★★★ ★ Lokatónleikar Podium-há- tíðarinnar Hljóðfæraleikarar: Arngunnur Árnadóttir, Nikolai Matthews, Dimitri Kostopoulos, Magnus Boye Hansen, Matthias Halvorsen, Mathieu von Bellen, Mathias Johansen, Hulda Jóns- dóttir, Mischa Pfeiffer, Þorgerður Hall og Steven Walter. HARPA, 9. JÚNÍ Margir sértrúarsöfnuðir hafa sprottið upp úr mótmælendatrú. Einn þeirra er kallaður Shakers, eða „United Society of Believers in Christ’s Second Appearing“. Hann varð til á 18. öld á Englandi en barst síðar til Bandaríkjanna. Nafnið Shakers, eða Hristarar, kom til vegna þess hvernig trúar- athafnirnar fóru fram. Mikið var sungið og söngnum fylgdi mjög sérkennileg líkamstjáning, sem var eins konar dans. Laglínurnar voru líka óvenjulegar, byggðust á tónstigum sem voru frábrugðnir tónfræðireglunum í hefðbundnari kirkjutónlist. Talsvert hefur fækkað í söfnuð- inum á síðari tímum en menning- arframlag hans lifir. Á lokatónleik- um Podium-tónlistarhátíðarinnar, sem fóru fram í anddyri Hörpu fyrir framan Kaldalón, var leikið verk sem byggðist á tónlist Hrist- aranna. Það var eftir bandaríska samtímatónskáldið John Adams. Hann er hvað þekktastur fyrir óperuna sína Nixon í Kína. Verk- ið á tónleikunum var fyrir nokkra strengjaleikara og var mínímal- ískt eins og velflest eftir tónskáld- ið. Það þýðir að tónlistin byggðist á örstuttum stefbrotum sem voru endurtekin aftur og aftur en þó tók verkið stöðugum breytingum. Framvindan var falleg og áhuga- verð; án efa var þetta aðgengi- legasta tónsmíðin á tónleikunum. Hún var dálítið transkennd ef ég má orða það svo, enda var tónlist og dans Hristaranna til þess gerð að komast í trúarvímu. Hljóðfæraleikararnir, sem allir voru ungir að árum, spiluðu prýði- lega. Samspilið var nákvæmt en kraftmikið, túlkunin flæðandi og tilfinningarík. Svipaða sögu er að segja um annað á dagskránni. Þar var áhrifamest tríó eftir lettneska tónskáldið Peteris Vasks. Píanó- leikurinn var frábær en því miður hafði ég ekki hugmynd um hver spilaði. Tónleikaskráin var mjög í skötulíki, aðeins pínulítill miði. Þar voru einungis nefndir allir hljóðfæraleikarar tónleikanna, en það voru ekki alltaf þeir sömu sem spiluðu. Ég komst þó að því síðar að píanóleikarinn heitir Matthias Halvorsen. Hinar tónsmíðarnar á dag- skránni voru minna spennandi. Contrasti eftir Bartók hefur ekki elst vel. Það byggist vissulega á gríðarlegri þekkingu, en fjörið og innblásturinn, sem er svo ríkjandi í eldri verkum tónskáldsins, er víðs fjarri. Það var þó vel spilað, öryggi í flutningnum og stígandin var aðdáunarverð. Charisma eftir Xenakis var sömuleiðis ágætlega leikið en verkið sjálft var leiðin- lega ómstrítt og óþægilegt áheyrn- ar. Eins og áður sagði voru þetta lokatónleikar Podium-hátíðarinn- ar. Fyrir þá sem ekki vita var hún stofnuð í Noregi árið 2008. Þetta var í fyrsta sinn sem hún var haldin hér á landi, bæði í Hörpu og einnig í Selinu á Stokkalæk og í Norræna húsinu. Ungir tónlistar- menn standa ávallt fyrir tónleik- unum. Áherslan er á óhefðbundna tónlistarupplifun og eru ýmsar leiðir farnar til þess að brjóta upp tónleikaformið. Tónleikarnir nú voru að vísu býsna hefðbundnir en ég geri ráð fyrir að fyrri tónleikar hátíðarinnar, sem ég gat því miður ekki farið á, hafi verið frumlegri. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Ágætur hljóðfæra- leikur, misjöfn dagskrá. Sumt var frábært. Dansað í trúarvímu MATTHIAS HALVORSEN Lék frábærlega á píanóið í áhri- famiklu Tríói eftir lettneska tónskáldið Peteris Vasks. SNÆBJÖRN BRYNJARSSON MENNING 11. júní 2013 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.