Fréttablaðið - 11.06.2013, Qupperneq 20
FÓLK|HEILSA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir
Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
Í Bretlandi og Bandaríkjunum hefur verið talsverð umræða um þessar stóru handtöskur. Victoria Beckham
hefur mátt sæta gagnrýni þar sem hún
er alltaf með stóra handtösku á hand-
leggnum og margar konur vilja líkjast
henni. Að auki hannar hún stórar hand-
töskur. Breskur sjúkraþjálfari segir að
sumar töskur sem konur ganga með séu
allt að tíu kíló. Eftir því sem töskurnar
eru stærri þeim mun meiru er troðið í
þær. Konur leita í stórum stíl til lækna
og sjúkraþjálfara vegna eymsla í oln-
boga, hálsi og öxlum.
Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari hjá
Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, segist vel
kannast við þetta vandamál. „Ég spyr
stundum konur hvort þær séu með alla
búslóðina í töskunni. Þær eru alltaf með
þessar þungu töskur með sér. Bæði
þunga handtaskan og tölvan skapa
ákveðið vandamál í olnboga og öxlum.
Stór og þung handtaska er mjög líkleg
til að valda bólgum og eymslum. Konur
leggja töskuna á gólfið og beygja sig eftir
henni mörgum sinnum á dag. Að lyfta
og bera svona þunga tösku er ávísun á
vöðvabólgu,“ segir Gauti og bendir á að
sjúkraþjálfarar séu að vinna að því alla
daga að fá konur til að minnka álagið á
axlir og olnboga hvort sem það er við
vinnu eða burð á þungum handtöskum.
Gauti bendir einnig á að það sama
eigi við um skólabörn sem eru með of
þungar skólatöskur. „Bakpokarnir komu
til sögunnar til að létta þetta álag á
axlirnar. Það er miklu heilsusamlegra að
vera með bakpoka en tösku á annarri
öxlinni.“
Fjallað er um Victoriu Beckham, stóru
töskurnar og meiðslin í öllum helstu
blöðum og hafa læknar kallað þetta
„poshitis“-sjúkdóminn. Konur vilja vera
flottar og fylgja tískunni. Beckham er
leiðandi í tískuheiminum og hún hefur
áhrif á hvernig konur um víða veröld
klæðast. Stóru töskurnar eru hins vegar
heilsuspillandi og ætti að varast að hafa
þær sífellt á handleggnum.
Gott er að hafa í huga til að forðast
vöðvabólgu að taskan sé ekki of þung.
Einnig að færa töskuna oft á milli hand-
leggja. Þá er nauðsynlegt að gera æf-
ingar í líkamsræktinni sem styrkja axlir
og handleggi. Kona sem er 60 kíló á ekki
að bera þyngri tösku en þrjú kíló en við-
miðið er 5% af líkamsþyngd.
■ elin@365.is
STÓRAR TÖSKUR
HEILSUSPILLANDI
TÍSKAN Því stærri sem handtöskur kvenna eru þeim mun meiri hætta er á
að fá álagsslit og bólgur á herðar og axlir að ekki sé minnst á olnboga. Stórar
handtöskur hafa verið mikið í tísku að undanförnu.
MEÐ TÖSKU
Victoria Beckham er
ávallt með stóra hand-
tösku á handlegg. Á
myndinni hér til vinstri
er hönnun hennar.
SJÚKRAÞJÁLFARINN
Gauti Grétarsson kann-
ast vel við álagsmeiðsli
vegna þess að konur
bera of þunga tösku.
Spjaldtölvur eru útbreiddar hér á landi og flestir eru afar hrifnir
af þessum handhægu tækjum. Frá þeim stafar þó töluverð geislun
sem mikilvægt er að vera meðvitaður um.
Tölvurnar eru ýmist búnar 3G, WiFi
eða BlueTooth samskipta- og netkerfi.
Séu þær notaðar með 3G er geislunin
ekki ósvipuð og frá farsíma. Með WiFi,
eða þráðlausu interneti, er hún heldur
minni.
Mælt er með því að slökkva á þess-
um búnaði í tölvunni þegar hún er
ekki í notkun til að draga úr geislun.
Eins er mælt með því að hafa tölvuna
ekki í kjöltu eða upp við maga án þess
að vera með eitthvað undirlag sem
myndar bil á milli tölvu og líkama.
Púðar og fartölvubretti með mjúku
frauðplastundirlagi koma að góðum not-
um en slíkur búnaður fæst meðal annars í IKEA.
Heimild: www.heilsuhringurinn.is
ALLUR ER VARINN GÓÐUR
Töluverðri geislun stafar frá spjaldtölvum. Vert er
að reyna að draga úr henni eins og kostur er.
Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 17. aprílNæs a námskeið hefst 12. júní
ÚTSALAN
HAFIN!
Skipholti 29b • S. 551 0770