Fréttablaðið - 27.06.2013, Side 2
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
En María, er ekki fall fararheill?
„Ekki ef maður hefur fengið lán frá LÍN.“
María Rut Kristinsdóttir er formaður
Stúdenta ráðs Háskóla Íslands. Hún hefur
gagnrýnt áform stjórnar LÍN um hertar náms-
kröfur. Falli nemandi í áfanga fær hann ekki
útgreidd námslán eða situr uppi með fyrir-
framgreidd lán sem þarf að greiða af strax.
SPURNING DAGSINS
FÓLK „Dónaskapurinn sem við
höfum lent í er alveg ótrúlegur,“
segir Brynjar Þór Sumarliðason,
einn íbúa í Tröllakór 5-7, sem
leita nú ásjár Kópavogsbæjar
vegna mikils ágangs áhorfenda á
fótboltavellinum við Kórinn.
Brynjar segir svo hátta til í
Tröllakór 5-7 að gott útsýni sé
yfir fótboltavöll Kórsins þar sem
innkeyrsla á lóðinni sveigi að bíl-
skýli fjölbýlishússins. Áhorfendur
sem nenni ekki að standa úti leggi
margir bílum sínum hist og her og
fylgist þaðan með leikjum. Sumir
skilji bílana eftir og standi við völl-
inn. Iðulega sé lokað fyrir aðkom-
una að bílageymslunni.
„Það fer ekki fram hjá neinum að
þetta er einkalóð og sumir sjá strax
að sér en aðrir rífa bara kjaft,“
segir Brynjar um viðtökurnar sem
íbúarnir fá þegar þeir reyna að
stugga við áhorfendahópnum í bíl-
unum. Iðulega sé lögregla kölluð til
og þá hafi sig loks allir á brott.
Brynjar segir að börn séu í
slysahættu, gróður að skemmast,
umferð um innkeyrsluna hindruð
og að háreysti fylgi bíl flautum.
Íbúarnir hafi leitað til íþrótta-
félaganna, sem hafi tekið þeim af
skilningi, en allt hafi komið fyrir
ekki.
„Þetta hefur magnast mikið
og farið út fyrir öll mörk. Okkur
finnst nóg komið,“ segir Brynjar.
Í bréfi til bæjaryfirvalda óska
íbúarnir eftir því að bærinn
gróður setji grenitré við lóðar-
mörkin svo útsýnið yfir fótbolta-
völlinn hverfi – og vonandi þar með
líka yfirgangur áhorfendanna í bíl-
unum. Með bréfinu fylgja myndir
af bílum áhorfendanna í innkeyrsl-
unni, meðal annars af bíl eins þjálf-
ara sem íbúarnir segja „þverskall-
ast“ við að vera góð fyrirmynd.
Þjálfarinn sagðist í samtali við
Fréttablaðið ekkert vilja segja um
málið.
„Þegar við biðjum fólk sem
situr í bílunum að færa bíla sína
þá mætir okkur í langflestum til-
fellum ekkert nema dóna skapur
og fúkyrðaregn,“ segir í ákalli
íbúanna sem orðið hefur til þess
að fundi hefur verið komið á með
fulltrúum þeirra og bæjarins.
gar@frettabladid.is
Bærinn verji íbúana
fyrir fótboltabullum
Íbúar við Tröllakór í Kópavogi kvarta mjög undan fólki sem horfir á fótboltaleiki úr
bílum sem lagt er á stæðum íbúanna og neitar að fara jafnvel þótt það loki aðgangi
að bílageymslu. Bærinn þurfi að verja þá með því að loka útsýninu með trjám.
DAUFHEYRAST Fótboltaáhorfendur hirða ekki um ábendingar íbúa og leggja í
innkeyrslu Tröllakórs 5-7 og loka fyrir aðkomu að bílageymslu fjölbýlishússins.
BESTU SÆTIN Útsýnið er gott yfir fótbolta-
völlinn í Kórnum af lóð Tröllakórs 5-7.
MYND/ÍBÚAR TRÖLLAKÓRS 5-7.
NOREGUR Atvinnuleysi í Noregi
mældist 3,5 prósent að meðaltali
frá mars fram í maí í ár. Þetta
kemur fram í hagtölum og Aften-
posten segir frá.
Þetta er eilítið minna atvinnu-
leysi en búist var við, en þetta
samsvarar því að um 95.000
manns séu án atvinnu.
Frá áramótum hefur atvinnu-
lausum í Noregi fækkað um 2.000
og á sama tíma hefur fjölgað um
9.000 manns á vinnumarkaði. - þj
Norskar atvinnuleysistölur:
3,5 prósent
án vinnu í vor
Í ÓSLÓ Nýjar tölur hagstofunnar í
Noregi sýna að atvinnuleysi er 3,5%.
EKVADOR, AP „Það tók okkur tvo
mánuði að taka ákvörðun í máli
Assange, svo þið skulið ekki
búast við því
að við verðum
neitt fljótari að
taka ákvörðun
í þetta skiptið,“
segir Ricardo
Patino, utan-
ríkisráðherra
Ekvadors.
Hann stað-
festi í vikunni
að bandaríski
uppljóstrarinn Edward Snowden
hefði sótt um hæli í Ekvador.
Snowden flaug frá Hong Kong
til Moskvu um síðustu helgi, en
situr enn á flugvellinum, þar
sem hann fer leynt. - gb
Snowden fastur í Moskvu:
Langt í ákvörð-
un í Ekvador
EDWARD
SNOWDEN
LÖGREGLUMÁL Dæmdur kynferðis-
brotamaður situr nú í gæsluvarð-
haldi, grunaður um að hafa brotist
inn á nokkur heimili í Þing holtum
og Kópavogi og í tveimur tilvikum
haft uppi kynferðis lega tilburði við
unglingsstúlku og unga konu. RÚV
greindi frá málinu í gærkvöldi.
Maðurinn hlaut árið 2009 fjög-
urra ára fangelsisdóm fyrir að
brjótast inn í hús að næturlagi og
brjóta kynferðislega gegn fimm
ára stúlku.
Sakaferill hans nær aftur til
ársins 2000. Árið 2004 fékk hann
tveggja ára fangelsisdóm fyrir
að fara í tvígang inn á heimili í
leyfis leysi og nema í annað skipti á
brott fjögurra ára stúlku sem svaf
í rúmi sínu. Árið áður fékk hann
níu mánaða dóm fyrir að ráðast á
konu á salerni veitingahúss, berja
höfði hennar margsinnis við vegg,
draga niður um hana buxurnar og
káfa á kynfærum hennar.
Málið nú kom upp þegar hús-
ráðendur hringdu í lögreglu
vegna manns sem var kominn
inn á heimili þeirra. Kom þá í ljós
að sams konar atvik höfðu fimm
sinnum átt sér stað annars staðar
stuttu áður. - sh
Talinn hafa brotist inn víða og í tvígang haft uppi kynferðislega tilburði:
Dæmdur níðingur aftur í haldi
Maðurinn sem um ræðir er
45 ára gamall og hét Jóhann
Sigurðarson síðast þegar
hann fékk refsidóm. Fram
kom í fréttum RÚV í gær að
hann hefði nú skipt um nafn.
Skipti um nafn
BERLÍN, FRÉTTABLAÐIÐ Angela
Merkel, kanslari Þýskalands, fór
lofsamlegum orðum um endur-
reisn íslensks efnahagslífs á
fundi með Ólafi Ragnari Gríms-
syni, forseta Íslands, í gær-
morgun. Merkel lýsti jafnframt
áhuga á að sækja Ísland heim.
Ólafur Ragnar sagði fundinn
hafa verið árangursríkan. Mestur
tími hefði farið í umræður um
norðurslóðir. Merkel sagðist sjá
mikla möguleika á samvinnu við
Ísland á þessum sviðum. - hks
Forsetinn á fund kanslara:
Merkel lofaði
endurreisnina
Sumir sjá strax að
sér en aðrir rífa bara kjaft.
Brynjar Þór Sumarliðason
viðskiptafræðingur
EVRÓPUMÁL Íslandsdeild
Evrópuráðsþingsins verður
svipt atkvæðisrétti á næsta
þingi verði kynjahlutföllum
ekki breytt. Nefndin fær þó
að ljúka sumarþinginu, sem
nú fer fram í Strassborg,
með óbreyttri skipan.
Ögmundur Jónasson, einn
nefndar manna, segir þetta
vissulega óheppilegt fyrir
Ísland. Það sé þó lítið sem nefndar-
menn sjálfir hafi getað gert,
ákvörðunin hafi verið Alþingis.
„Það eru þingflokkarnir sjálfir
sem sjá um tilnefningarnar og það
fór því miður svo að fulltrúarnir
voru allir karlar. En ég held að það
sé að sjálfsögðu vilji allra að fara
eftir settum reglum.“
Í vikunni gerði hópur þing-
manna alvarlegar athugasemd-
ir við skipan Íslandsdeildarinn-
ar sem samræmist ekki
reglum um kynjakvóta.
Þingskapa- og stofnana-
nefnd Evrópuráðsþings-
ins ályktaði í kjölfarið
um Íslandsdeildina.
Íslensku nefndina
skipa þrír þingmenn,
þeir Brynjar Níelsson,
Ögmundur Jónasson og
Karl Garðarsson. Tvær
konur eru varamenn og því ekki
viðstaddar þingið sjálft.
Spurður hvort ekki hefði verið
eðlilegast í stöðunni að taka inn
varamann sagði Ögmundur: „Það
má svo sem alveg spyrja að því.
Minn varamaður er reyndar líka
karl svo fyrir mitt leyti hefði það
haft frekar lítið að segja.“
Samkvæmt reglum Evrópuráðs-
ins mega nefndarmennirnir þrír
aldrei vera allir af sama kyni.
Þetta er gert til þess að tryggja
jafna ákvarðanatöku beggja kynja
í málefnum Evrópuráðsins.
Þá sagði Horst Schade, skrif-
stofustjóri þingsins, í samtali við
fréttastofu að öllum aðildarríkjum
ætti að vera ljóst hvernig reglurn-
ar eru og að sér þættu þessi mis-
tök Íslandsdeildarinnar frekar til
þess fallin að rýra trúverðugleika
hennar. - mlþ
Fáum ekki atkvæðisrétt nema bæði kyn skipi Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins:
Vilji allra að fara að reglum
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
Evrópuráðið var stofnað 5. maí
árið 1949 í kjölfar hörmunga
heimsstyrjaldarinnar síðari.
Íslendingar hafa allt frá upphafi
tekið virkan þátt í starfsemi
Evrópuráðsins, sem staðsett er í
Strassborg.
Íslendingar á meðal
stofnþjóða ráðsins
SKOÐANAKÖNNUN Rétt tæplega
helmingur þjóðarinnar vill klára
aðildarviðræður við Evrópu-
sambandið samkvæmt nýrri
könnun Capacent. Um 40% vilja
slíta viðræðum.
49,6% sögðust vilja klára við-
ræðurnar, 41,1% sagðist vilja
slíta viðræðunum og 9,3 prósent
sögðust hlutlaus.
Um er að ræða netkönnun
sem var unnin af Capacent
fyrir samtökin Já Ísland dagana
13.-24. júní. Úrtakið var 1.450
manns. Fjöldi svarenda var 872,
sem þýðir 60% svarhlutfall.
Hlutafall þeirra sem vilja
klára viðræðurnar er hæst
meðal þeirra sem hafa háskóla-
próf; 63% þeirra vilja klára við-
ræðurnar en 30% slíta þeim. - þþ
40% vilja viðræðuslit:
Helmingur vill
klára viðræður
SKIPULAGSMÁL Bjarki Jóhannes-
son, skipulagsfulltrúi Hafnar-
fjarðar, telur að starfsemi
Vinakots, vistun unglinga með
hegðunarvanda, samræmist ekki
aðalskipulagi bæjarins. Málið
snýst um hvort um stofnun sé
að ræða. Almennt eiga þær ekki
heima á íbúðasvæðum, að mati
Bjarka.
Forsaga málsins er að íbúar
kvörtuðu til bæjaryfirvalda
yfir atvinnustarfsemi í húsinu.
Rekstraraðilar Vinakots segja
öll tilskilin leyfi til staðar fyrir
starfseminni og vilja leysa málið
með nágrönnum sínum.
Eigandi hússins kveðst ánægð-
ur með að hafa getað útvegað
Vinakoti húsnæði en sagði í við-
tali við fréttastofu Stöðvar 2
að húsið færi í hendur nýrra
eigenda í haust. Því væri margt
sem skapaði óvissu um framtíð
Vinakots. - hþ, shá
Vinakot vill sætta sjónarmið:
Starfsemi Vina-
kots í óvissu