Fréttablaðið - 27.06.2013, Síða 6

Fréttablaðið - 27.06.2013, Síða 6
27. júní 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 DÓMSMÁL Skiptastjóri Baugs féll í gær frá fimmtán milljarða skaða- bótamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni sem höfðað var vegna viðskiptanna með Haga sumarið 2008. Ástæðan er sú að í nóvember var máli skiptastjórans gegn þremur erlendum tryggingafélög- um vísað frá dómi. Þau höfðu selt Baugi tryggingar sem áttu að bæta tjón sem stjórnend- ur kynnu að valda. Þegar skiptastjóranum Erlendi Gíslasyni varð ljóst að ekk- ert yrði úr málsókn á hend- ur tryggingafélög- unum ákvað hann að hætta við málið, enda sá hann ekki fram á að geta sótt neitt sem heit- ið gæti til Jóns Ásgeirs sjálfs, að hans sögn. Fréttablaðið sagði fyrst frá málinu sumarið 2011. Það snerist um það þegar Hagar voru seldir frá Baugi til 1998 ehf. í lok júní 2008, í fléttu sem kölluð var Project Polo. Fimmtán milljarðar af söluverðinu fóru beint í það að kaupa hlutabréf í Baugi af fjór- um félögum, sem öll voru í eigu stjórnar manna Baugs. Skiptastjórinn leit svo á að bréf- in í Baugi hefðu þá verið verðlaus og Jón Ásgeir hefði komið verðmætum frá félaginu í vasa sjálfs sín og sér nákominna. Jón Ásgeir mótmælti þessu og sagði að Baugur hefði engu tapað á viðskipt- unum. - sh p DÓMSMÁL Þrotabú Baugs Group hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi stjórnarformanni félagsins. Búið krefur Jón Ásgeir persónulega um fimmtán milljarða króna. Málið snýst um það þegar Hagar voru seldir frá Baugi til eignar- haldsfélagsins 1998 ehf. í lok júní 2008, í fléttu sem kölluð var Proj- ect Polo. Málið var höfðað í lok síð- asta árs og þingfest í febrúar. Fimmtán milljarðar af sölu- verðinu fóru beint í það að stjórnarmanna Baugs. Félögin voru Gaumur og Gaumur Holding, í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans, ISP eignarhaldsfélag, í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eigin- Á SA Skiptastjóri Baugs lítur svo á að á þessum tíma hafi bréfin í Baugi verið nær einskis virði og Jón Ásgeir hafi með þessu, „ásamt fjölskyldu sinni“ eins og það er orðað, misnotað aðstöðu sína hjá Baugi til að koma verðmætum frá félaginu, sem þá stefndi hrað- byri í þrot, í vasa sjálfs sín og sér nákominna. Ingibjörgu og Hreini er hins vegar ekki stefnt í málinu, ekki frekar en öðrum stjórnarmönn- um, þar sem Jón Ásgeir er talinn hafa borið „mesta ábyrgð“ á fjár- f ti félagsins blaðsins segir Jón Ásgeir að málið sé „steypumál“. Salan á Högum hafi verið að undirlagi viðskipta- banka Baugs. „Ég persónulega fékk ekki krónu út úr þessu, það gefur augaleið,“ segir hann. „Að fara að elta mig persónulega í mál- inu er algjörlega út í hróa.“ Fréttablaðið hefur greinar- gerð Jóns Ásgeirs í málinu undir höndum. Í henni segir að Baugur hafi alls ekki tapað á Project Polo- fléttunni. Frumkvæðið að henni hafi enn fremur komið frá Kaup- þingi, ekki Baugi, og tilgangurinn hafi verið að lækka skuldir Baugs Skiptastjóri Baugs krefur Jón Ásgeir um fimmtán milljarða Skaðabótamál höfðað vegna svonefndrar Project Polo-f léttu. Jón Ásgeir Jóhannesson sagður hafa misnotað aðstöðu sína til að láta Baug kaupa verðlaus hlutabréf a f honum, fjölskyldu og vinum. Steypumál, segir Jón. Að fara að elta mig persónulega í málinu er algjörlega út í hróa. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON FYRRVERANDI STJÓRNARFORMAÐUR BAUGS FRÉTTABLAÐIÐ 15. JÚNÍ 2011 1. Hvað heitir forseti Þýskalands? 2. Hver leikstýrir myndinni „París norðursins“? 3. Hvaða leikmaður karlaliðs Stjörn- unnar var nýlega dæmdur í tveggja leikja bann fyrir brot í leik? SVÖR: 1. Joachim GAuck 2. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson 3. Veigar Páll Gunnarsson Göngutjald T empest 200 2,9 kg - 5000mm vatnsheldni Venom 300 dúnpoki, 900gr Vat hns eldar Cargo töskur frá Vango 45 -120L verð frá 20% afsláttur af Mammut fatnaði Margar gerðir af prímusum Verð frá Vango og Mammut göngudýnur Verð frá Vango bakpoki- Transalp 30L Göngustafir frá Allir gönguskór með 20% afslætti BANDARÍKIN Barack Obama Banda- ríkjaforseti fagnaði í gær niður- stöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna, sem nam úr gildi lög frá 1996 er fela í sér mismunum gagnvart sam- kynhneigðum pörum sem gengið hafa í hjónaband. Hann sagðist þegar hafa falið Eric Holden, dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar, að sjá til þess að lög einstakra ríkja Banda- ríkjanna gangi ekki gegn þessari niðurstöðu dómstólsins. „Megináhrif laganna felast í því að sum þeirra hjónabanda sem ríkis vald hefur lagt blessun sína yfir eru skilgreind sérstaklega og látin hafa minna gildi en önnur,“ segir í úrskurðinum, sem fimm af níu dómurum Hæstaréttar stóðu að. Það var Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, sem árið 1996 undirritaði „Lög um vernd hjóna- bandsins“, sem kváðu á um að ein- ungis gagnkynhneigð hjón gætu notið þeirra félagslegu réttinda sem veitt eru hjónum í alríkis- lögum. Clinton hefur síðar skipt um skoðun og studdi nú, ásamt flokks- bróður sínum, Barack Obama for- seta, eindregið afnám laganna. Í hinu málinu, er einnig varðar hjónabönd samkynhneigðra, forðað- ist dómstóllinn að taka afstöðu til þess hvort bann við hjóna böndum samkynhneigðra, sem íbúar í Kaliforníu samþykktu í atkvæða- greiðslu árið 2008, stæðist stjórnar- skrána. Hins vegar lét Hæsti réttur úrskurð undirréttar í Kaliforníu í málinu standa óhreyfðan, en undir- rétturinn hafði ógilt bannið. Alls hafa tólf af ríkjum Banda- ríkjanna ásamt höfuðborginni Washington leitt hjónabönd sam- kynhneigðra í lög. Að auki gengu þúsundir samkynhneigðra para í Kaliforníu í hjónaband þann til- tölulega stutta tíma sem það var leyfilegt þar. Búist er við því að Kaliforníu búar muni strax í næsta mánuði reyna að fá því framgengt að hjónabönd sam- kynhneigðra verði lögleidd þar á ný. gudsteinn@frettabladid.is Samkynhneigð pör fá sömu réttindi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur kveðið upp tvo tímamótaúrskurði í málum er varða réttindi samkynhneigðra. Dómstóllin hafnaði því að samkynhneigð hjón nytu minni réttinda en gagnkynhneigð en tók ekki afstöðu til banns í Kaliforníu. Á mánudaginn felldi Hæstiréttur Bandaríkjanna úr gildi lykilákvæði í lögum, sem sett voru árið 1965 til að tryggja minnihlutahópum óskor- aðan kosningarétt. Með þessum lögum var þeim ríkjum Bandaríkjanna sem höfðu mismunað fólki eftir litarhætti í kosningum gert skylt að fá samþykki alríkisstjórnvalda til þess að geta breytt kosningalögum sínum. Í fjórðu grein laganna var að finna viðmiðunarreglur um það hvaða ríki Bandaríkjanna þyrftu að sæta þessu. Það var þessi fjórða grein sem Hæstiréttur taldi ekki lengur standast stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ógilding hennar þýðir að nú verða andstæðar fylkingar á Bandaríkjaþingi að koma sér saman um ný viðmið. Mikill fjandskapur ríkir á milli repúblikana og demókrata, þannig að ólíklegt þykir að þeir eigi auðvelt með að ná samkomulagi um þetta mál frekar en önnur. Af þeim sökum óttast margir að úrskurður Hæstaréttar hafi í reynd sett kosningarétt minnihlutahópa í uppnám. Kosningaréttur minnihluta í uppnámi ENN EINN SIGURINN Samkynhneigðir og stuðningsmenn þeirra fagna innilega fyrir framan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington. NORDICPHOTOS/AFP Skiptastjóri Baugs telur ekkert til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að sækja án stjórnendatryggingar: Hætt við fimmtán milljarða skaðabótamál JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON FÓLK Tvær íslenskar konur hafa fundið flöskuskeyti frá sama danska manninum nú í júnímánuði. Skeytin fundust bæði á vestanverðu landinu en Breiðafjörður skilur skeytin að. Jørgen Sønderkær, danski skip- verjinn sem sendi flöskuskeyti 200 mílum vestur af Orkneyjum fyrir sjö árum, ætlaði sér greinilega að einhver fyndi það. Þetta segir Stein- unn Rán Helga- dóttir en hún fann flöskuskeyti frá honum í byrjun júní er hún gekk í fjör- unni við Sellátranes í Patreksfirði. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ung kona hefði gengið fram á flöskuskeyti í fjöru á Snæfellsnesi, en það var frá Sønderkær. Stein- unni brá því í brún þegar hún fletti Fréttablaðinu í gærmorgun. „Ég hef geymt skeytið í dagbókinni minni og fór um leið og athugaði hvort þetta væri ekki eins,“ segir hún. „Ég sendi manninum línu í byrjun júní en hef ekki fengið svar.“ Hún segist hafa reynt að hafa uppi á Sønderkær en hann sé ekki á Facebook. „Mér datt í hug að þeir sem kynnu að leita í dönskum símaskrám gætu fundið hann. Nú, ef hann er þá ennþá til.“ - ne Tvö flöskuskeyti frá sama manninum finnast við strendur Íslands: Lýst eftir skeytaóðum skipverja VIGDÍS UNA Steinunn móðir hennar fann flöskuskeyti. FRÉTTABLAÐIÐ 26. JÚNÍ 2013 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.